Jón V.P. mætti á svæðið og seldi áhugasömum módeldót gegn vægu gjaldi og þó nokkrir nýttu sér það.
Talsvert rennirí var af gestum á svæðið og höfðu þeir gaman af því sem fyrir augu bar! Arngrímur leit í heimsókn á Super Cub og Beaver og vakti það talsverða lukku hjá viðstöddum. Þegar klukkan fór að nálgast fimm þá sá náttúran ástæðu til að skola mesta rykið af mönnum með nokkrum dropum svo menn létu þetta gott heita og fóru að pakka saman.
Hægt er að sjá fleiri myndir í myndsafninu.