Mikið rétt, ég er að taka fyrstu skrefin í nýrri vél. Því miður Ágúst, þetta er ekki alveg rétt mynd hjá þér. Mín er sko bara
D.XXI, ekki
D.XXIII, svo ef ég vil happy ending á þessari smíð þarf ég að redda því sjálfur
Fyrir valinu varð eins og áður hefur komið fram Fokker D.XXI, hönnuð 1935 fyrir hollenska flugherinn. Hún var einnig þó nokkuð notuð í Finnlandi og aðeins víðar. Hún reyndist ágætlega, en þótti eðlilega úrelt þegar hún mætti nýrri og betri vélum svo sem Bf 109.
Ég ákvað að kaupa teikningarnar frá
Jerry Bates haustið 2008 með framtíðarsmíði í huga. Ég hitti alveg snilldarvel á fall íslensku krónunnar og visa rukkunin kom að sjálfsögðu inn þegar dollarinn var í sínum hæstu hæðum, þannig að ég er að öllum líkindum að smíða eftir einni dýrustu teikningu Íslandsögunnar
Módelið verður í 20% skala. Ég keypti short kit frá Bob Holman sem lítur afskaplega vel út, amk við fyrstu sýn. Ég er svo sem ekki 100% ákveðinn ennþá, en ég býst fastlega við að smíða eftir eintaki sem er til á hollensku flugsafni og sjá má hér fyrir neðan. Hún hefur þá kosti að til eru margar góðar ljósmyndir og er að mínu mati ofsalega flott með þetta litaglaða kamúflas.
Annars er lítið sem ekkert meitlað í stein með hana. Ég á Zenoah G38 sem ég reikna með að nota, en hann
á að duga. Mig langar reyndar til að uppfæra í aðeins öflugri mótor, sé til með það.
Þetta er svo lesefnið þessa dagana:
Þangað til næst,
Mummi