Vetrarfundir Þyts 2016-2017

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Elson
Póstar: 221
Skráður: 28. Feb. 2010 14:50:11

Re: Vetrarfundir Þyts 2016-2017

Póstur eftir Elson »

Vetrarfundir Þyts verða að sjálfsögðu haldnir í vetur eins og verið hefur í gegnum tíðina, og er búið að leggja niður gróft plan fyrir fundina.

Okkur í stjórninni langar samt að biðla til félagsmanna að koma með hugmyndir t.d. ef einhver er með ósk um að eitthvað sérstakt verði tekið fyrir, hægt er að ræða það hér fyrir neðan eða setja sig í samband við einhvern úr stjórninni. Endilega leggja hausinn í bleyti og finna upp á einhverju sniðugu, að sjálfsögðu þarf ekki að vera niðurnegld dagskrá fyrir alla fundina því oft er bara nóg að hitta félagana og eiga gott spjall, en ef einhver lumar á góðri hugmynd þá endilega koma fram með hana.

Einnig er klúbburinn á hálfgerðum hrakhólum með fundarstað, sú hugmynd kom upp að halda jafnvel einhverja fundi í klúbbhúsinu á Hamranesi og væri gaman að fá viðbrögð manna við því. Ef einhver er í aðstöðu til að hýsa fundina má hann líka endilega hafa samband. Við getum fengið inni okkur að kostnaðarlausu á Tungubökkum hjá flugklúbbnum, en það hefur lagst misvel í menn að þurfa að fara "alla leið" upp í Mosó á fundina. Þannig að ef einhver er með betri fundarstað sem er meira miðsvæðis þá endilega hafa samband við stjórnina, við erum opnir fyrir öllu.

Kveðja stjórnin
Bjarni Valur
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Vetrarfundir Þyts 2016-2017

Póstur eftir Haraldur »

Flott að vera í flugstöðinni okkar meðan það er fært þangað.
Svara