Ég heiti Guðmundur og ætla að byrja aftur í flugmódel smíði og flugi eftir 30+ ár.
Ég og sonurinn höfum mikinn áhuga á að komast af stað í módelsmíðinni. Fyrir um 30 árum þá fékk ég flugmódel Robbe Robin R2000 og hef ég lítið sem ekkert gert í því, en samt hefur mér tekist að tapa leiðbeiningunum sem að fylgdu með í kassanum. Þetta módel var keypt í Tómstundarhúsinu á sínum tíma.
Er einhver sem á leiðbeiningar fyrir þetta módel og getur leyft mér að ljósrita eða skannað inn fyrir mig?

Bestu kveðjur
Guðmundur