Nýir og nýlegir módelmenn hittast?

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Nýir og nýlegir módelmenn hittast?

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Auglýsi eftir áhuga á Þytsfundi/samkomu þar sem þeir á höfuðborgarsvæðinu sem eru að byrja eða nýlega byrjaðir í flugmódel-sportinu hittast með (nokkrum) eldri félögum. Aðild að Þyt ekki skilyrði.

Svolítið eftir þörfum hópsins og hvert umræðan leiðir okkur mundum við geta farið í ýmis grunnatriði, líta á módel, ræða flugeðlisfræði, mótora, flugþjálfun, flugtegundir, hugtök og nöfn í módelflugi og svo framvegis...
Við gætum farið í flugherma, notkun þeirra og stillingu. Við mundum líka fara yfir örugga umgengni um módel.
Margt fleira kemur til greina.
Reikna með að menn taki með sér módel til að skoða/fara yfir/spekúlera í. ég geri það örugglega.

Kaffi og meððí verður skaffað.

Áhugasamir sendi mér meil sem fyrst með símanúmeri, smá upplýsingum um hvar þeir eru staddir í sportinu og hvort þeir geti komið fimmtudaginn 14. des. næstkomandi. Ef margir geta ekki þá, yrði þetta eftir áramót.

Húsnæði þarf ég að útvega. Á eftir að athguga hvort Garðaskóli (venjulegi félagsfundastaðurinn) fæst. Ef einhver getur skaffað aðstöðu þá látið mig vita. Ef fáir koma þá kannski endar þetta bara í skúrnum mínum en sjáum til...

Látiði heyra í ykkur, líka þið sem "lengra" eruð komnir.

Björn Geir

Sendið ofangreindar upplýsingar á netfangið:

bjorn(hjá)midhus.net

(skipta (hjá) út fyrir att-merkið)
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Nýir og nýlegir módelmenn hittast?

Póstur eftir Þórir T »

Sniðugt framtak hjá þér Björn, hvet þennan hóp manna til að hittast...

Mr T
Passamynd
Siggi Dags
Póstar: 226
Skráður: 27. Feb. 2006 23:56:58

Re: Nýir og nýlegir módelmenn hittast?

Póstur eftir Siggi Dags »

Ég mæti ef ekkert kemur upp á :)

660 6490

sigurður at deli.is

"Viðvaningur"

Er að reyna að komast af æfara og á munstrara.
Kveðja
Siggi
Passamynd
Gaui K
Póstar: 449
Skráður: 2. Maí. 2004 23:07:17

Re: Nýir og nýlegir módelmenn hittast?

Póstur eftir Gaui K »

Alveg gjörsamlega sammála Þér þóri.
Svona framtak er bara flott það er aldrie að vita nema að maður mæti bara.Eða hvað er þetta kanski bara fyrir byrjendur og styttra komna Björn?

kv,Gaui K.
Passamynd
Siggi Dags
Póstar: 226
Skráður: 27. Feb. 2006 23:56:58

Re: Nýir og nýlegir módelmenn hittast?

Póstur eftir Siggi Dags »

Er ekki hægt að halda samkomur - fundi í félagsbústaðnum á Hamranesi?
Virkar ekki rafstöðin, er vatnið frosið?
Ég held að það gæti orðið góð stemmning þarna um vetur eins og á sumrinn.

Er eingin umbun fyrir Stjórn félagsins?
Frí módel eða annað?
Einhverjar gulrætur?

Hver þarf að slá völlin, o.s.fr....?
Kveðja
Siggi
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Nýir og nýlegir módelmenn hittast?

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Jæja þá er bráðum fimtmudagur. Nokkrir búnir að hafa samband.
Eru ekki fleiri þarna úti sem vilja koma og spjalla um byrjendamál?
Ég er eki alveg búinn að ákveða hvar en það verður austarlega í borginni :) og um kl 8

Sláið á þráðinn í 824 5591
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Steinar
Póstar: 180
Skráður: 8. Jan. 2006 22:47:28

Re: Nýir og nýlegir módelmenn hittast?

Póstur eftir Steinar »

Er ekki selfoss austarlega í borginni??
Mér finnst amk rvk bara vera úthverfi frá Selfossi. :lol:
Always remember you fly an airplane with your head, not your hands.
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Nýir og nýlegir módelmenn hittast?

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Selfoss , Grímsnes, Ölfus og jafnvel Biskupstungur tilheyra jú nú orðið Stór-Reykjavík,,, ekki satt?
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
benedikt
Póstar: 296
Skráður: 28. Feb. 2005 12:22:22

Re: Nýir og nýlegir módelmenn hittast?

Póstur eftir benedikt »

ég get reddað sal ;)

ég er örlítið innundir hjá Taflfélagi Reykjavíkur, og get komist þar inn ef menn vilja! - frábær hugmynd !
If you ain't crashing, you ain't trying !
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11681
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Nýir og nýlegir módelmenn hittast?

Póstur eftir Sverrir »

Takk fyrir rausnarlegar móttökur Björn og takk fyrir samveruna strákar, þetta var skemmtileg kvöldstund :)
Icelandic Volcano Yeti
Svara