Bleikisteinsháls - 4.maí 2019 - F3F Vormót

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11598
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Bleikisteinsháls - 4.maí 2019 - F3F Vormót

Póstur eftir Sverrir »

Smá útskýring á F3F skrifaði:Svona fyrir þá sem þekkja ekki til þá er keppnisbrautin í F3F, 100 metrar á lengd og við sitt hvorn endann er hlið þar sem hliðvörður situr og gefur merki þegar módelið fer fram hjá honum. Eftir að módelinu er skutlað fram af brekkunni hefur flugmaðurinn 30 sekúndur til að byggja upp hæð og hraða áður en tíminn byrjar að telja. Ef hann er klár fyrir þann tíma þá flýgur hann í gegnum hlið A og inn í brautina og byrjar tíminn þá að telja. Flognir eru 10 leggir eða 1 km og sá sem er með besta tímann fær 1000 stig fyrir umferðina og aðrar svo stig hlutfallslega miðað við það.
Hópurinn (vantar Sigga sem kom örlítið síðar til leiks).
Mynd
Mynd: Lúlli

Sverrir og Guðjón vorum mættir út á Hamranes um tíuleytið og eftir að hafa haldið upp brekkuna með vélarnar sínar þá var augljóst að vindur væri á svæðinu og mótið yrði haldið í dag. Þá var ekkert annað í stöðunni en að rölta aftur niður í bíl og ná í hliðin og tímatökubúnaðinn. Aðrir keppendur tóku svo að týnast inn og var að verða fullmannað um hálf tólf leytið. Þá var raðað upp í hópmyndatöku, þó augljóslega hefði mátt stilla nokkrum vinstri sinnuðum aðeins betur upp, en því miður vantar Sigga á myndina en hann kom örlítið síðar á svæðið.

Allir sem vildu fengu að taka flug til að ná úr sér hrollinum og var ákveðið að fyrsta flug færi í loftið um hálf eitt. Ekki var um stöðugan vind að ræða í dag heldur var uppstreymið að blása í gegn og var það dálítið lottó hvort menn fengu góðan vind eða væru á faðirvorinu. Nokkur flug fóru yfir 100 sekúndurnar en hraðasta flug dagsins var 59.90 sekúndur sem Sverrir flaug í síðustu umferð, en það var einnig síðasta flug fimmtu umferðar og lokaði þar með mótinu.

Mótið gekk almennt mjög vel fyrir sig og lítið um óhöpp, Siggi varð þó að sitja hjá eftir að vængfesting gaf sig í frumfluginu á nýju CF vélinni hans en í staðinn mannaði hann vaktina í A hliðinu í allan dag og kunnum við honum bestu þakkir fyrir það. Böðvar var svo úr leik eftir að stélið losnaði hjá honum fyrir fyrstu umferðina og hann rak vænginn í brekkubrúnina í fyrstu umferð þar sem hún lét ekki nógu vel að stjórn hjá honum.

En rásröðin var sem hér segir:
  1. Guðjón
  2. Erlingur
  3. Böðvar
  4. Siggi
  5. Steinþór
  6. Rafn
  7. Sverrir

Úrslit urðu sem hér segir, áhugasamir geta skoðað nánari greiningu á vef F3XVault:
Mynd

Í þriðju umferð lendir Guðjón í því að vindurinn fer niður fyrir 3 m/s á í meira en 30 sekúndur og átti hann því rétt á endurflugi sem hann nýtti sér og flaug þá á 69.54 sekúndum og vann umferðina en til gamans má nefna að hann kláraði 10 leggi á meðan hann var að reyna að koma sér í smá hæð í fyrsta fluginu og flaug þá á 153,16 sekúndum og hægasti leggurinn var 23,83 sekúndur! Þar sem munurinn á tímanum hjá Guðjóni og Sverri í fjórðu umferð var meiri heldur en samanlagður munurinn í tvö og fimm þá vann Guðjón mótið þrátt fyrir að Sverrir hafi unnið 3 umferðir en Guðjón 2.

En svona er þetta nú stundum í sportinu, það er oft ekki nema eitt flug sem skilur á milli sæta en munurinn jafnast oftast út eftir því sem næst að fljúga fleiri umferðir.

Óskum við því Guðjóni kærlega til hamingju með sigurinn! :)

Nýr tímatökubúnaður var líka að koma vel út, eina sem klikkaði var að netsambandið var í einhverju pikklesi svo ekki náðist að setja mótið upp í kerfinu en það mun ekki koma fyrir næst, þá verða bæði axlabönd og belti á sínum stað.

Staðan tekin á Kára.
Mynd

Jú, jú hún hangir í þessu...
Mynd

B hliðið sett upp.
Mynd

A hliðið sett upp.
Mynd

Hva, allt að verða fullt á bílastæðinu!
Mynd

Loftið kannað.
Mynd

Tragi klikkar aldrei! Áhugasamir geta keypt eina hér á spjallinu!
Mynd

Fríður hópur gerir sig kláran til flugs.
Mynd

CF Phase 6 í frumfluginu sínu, áhugaverður litur!
Mynd

Böðvar hugar að vélinni sinni, sem betur fer voru skemmdirnar litlar.
Mynd

Fjölmiðlamógúlinn!
Mynd

Eftir flug var komið að lendingu.
Mynd

Næstum því...
Mynd

Málin rædd í lok dags.
Mynd

Nokkrar vélar.
Mynd
Mynd: Lúlli

Mynd
Mynd: Lúlli

Mynd
Mynd: Lúlli






Ég er ekki viss um að Mekka sé í þessa átt... :P
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
gudjonh
Póstar: 868
Skráður: 27. Feb. 2008 09:07:06

Re: Bleikisteinsháls - 4.maí 2019 - F3F Vormót

Póstur eftir gudjonh »

Magnaður dagur. Lúlli tók hópmynd sem hann vonandi póstar þegar hann er búinn að syngja.
Vindurinn var mjög flöktandi. Trúlega flaug ég "faðirvor" í rúmlega 2 m/sek, en stundum fór þetta í ca. 6 m/sek.

Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd
Sverrir að koma úr seinni ferðinni. Sumir þurftu tvær ferðir/ sameiginlegur búnaður.

Guðjón
Passamynd
gudjonh
Póstar: 868
Skráður: 27. Feb. 2008 09:07:06

Re: Bleikisteinsháls - 4.maí 2019 - F3F Vormót

Póstur eftir gudjonh »

"Mekka" nýr tímatöku búnaður var notaður í fyrsta skipti í þessu mót (sjá mynd). Skemmst er frá því að segja að hann virkaði vel. Búnaðurinn var panntaður frá Ástralíu. Þráðlust kerfi, sem gerir hlutia aðeins auðveldari þegar verið er að setja upp búnaðinn á mótsstað.

Guðjón

Mynd
Passamynd
Böðvar
Póstar: 484
Skráður: 17. Apr. 2004 09:20:53

Re: Bleikisteinsháls - 4.maí 2019 - F3F Vormót

Póstur eftir Böðvar »



Kveðja Böðvar
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11598
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Bleikisteinsháls - 4.maí 2019 - F3F Vormót

Póstur eftir Sverrir »

Góður! :)
Icelandic Volcano Yeti
lulli
Póstar: 1291
Skráður: 1. Des. 2006 21:14:09

Re: Bleikisteinsháls - 4.maí 2019 - F3F Vormót

Póstur eftir lulli »

Fínasti dagur !

hérna er Guðjón á fullu bruni
Síðast breytt af Sverrir þann 5. Mar. 2020 07:19:20, breytt 1 sinni.
Ástæða: Útlit
Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11598
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Bleikisteinsháls - 4.maí 2019 - F3F Vormót

Póstur eftir Sverrir »

Gaman að þessu, nú styttist í vorið og Iceland Open F3F! :)
Icelandic Volcano Yeti
Svara