Það er gaman að sjá hvað Offi (Ófeigur Örn Ófeigsson) er jákvæður. Ég get mjög vel mælt með honum í stjórn. Við spjölluðum saman yfir kössunum hjá Þresti í fyrrakvöld.
Það er reyndar gaman að skýra frá því, að í hliðarhebergi við kassagramsið var haldinn eins konar baráttufundur. Þar kom fram að mikill hugur er í mönnum. Það ætti að vera alveg ástæðulaust að láta deigan síga. Ævintýrið er rétt að byrja!
Stjórnarmál Þyts
Re: Stjórnarmál Þyts
[quote=Agust]Það er gaman að sjá hvað Offi (Ófeigur Örn Ófeigsson) er jákvæður. Ég get mjög vel mælt með honum í stjórn. Við spjölluðum saman yfir kössunum hjá Þresti í fyrrakvöld.[/quote]
Takk fyrir þetta. Já, ég er jákvæður og ég hef mikinn áhuga. Það verður örugglega ekkert mál að manna bæði stjórn og nefndir og svo þarf bara að taka á nýliðun, ásamt öðrum málum, vitanlega. Þetta er ótrúlega heillandi sport og ætti ekki að vera mál að kveikja áhuga manna. En það þarf að gera það af skynsemi, svo menn fari í þetta á réttum forsendum. Aðeins þannig endast menn í hobbíinu!
Ég er kominn til að vera, enda 30 ára uppsafnaður áhugi að brjótast út með látum!
Takk fyrir þetta. Já, ég er jákvæður og ég hef mikinn áhuga. Það verður örugglega ekkert mál að manna bæði stjórn og nefndir og svo þarf bara að taka á nýliðun, ásamt öðrum málum, vitanlega. Þetta er ótrúlega heillandi sport og ætti ekki að vera mál að kveikja áhuga manna. En það þarf að gera það af skynsemi, svo menn fari í þetta á réttum forsendum. Aðeins þannig endast menn í hobbíinu!
Ég er kominn til að vera, enda 30 ára uppsafnaður áhugi að brjótast út með látum!
The chance of survival is proportional to the angle of arrival.
Re: Stjórnarmál Þyts
Sælir
Samkvæmt lögum Þyts á að halda aðalfund í nóvember hvers árs. Í dag eru liðnir tveir mánuðir síðan boðað var til aðalfundar 25. nóvember, en vegna ónógrar þátttöku varð að fresta aðalfundi og boða til nýs aðalfundar skv. gildandi lögum félagsins. Þessi staða hefur oftar en einu sinni komið upp í félaginu, og er væntanlega um að kenna gleymsku manna. Aukaaðalfundur var þá boðaður strax og málin leyst.
(Þó fundur sé boðaður formlega með hálfsmánaðar fyrirvara væri gott að minna á hann með t.d. tölvupósti sem sendur væri út í sömu viku og fundurinn er haldinn. Það er auðvelt að gleyma svonalöguðu í öllu áreitinu sem menn verða fyrir).
Einhvern vegin finnst mér allt félagsstarf sé í lausu lofti um þessar mundir. Það er nauðsynlegt að höggva á hnútinn og koma málum í lag. Það má ekki dragast lengur.
4. grein - AÐALFUNDUR.
Aðalfundur hefur æðsta vald í öllum málefnum félagsins. Aðalfund skal halda fyrsta fimmtudag í nóvembermánuði ár hvert. Aðalfund skal boða bréflega með tveggja vikna fyrirvara og telst aðalfundur lögmætur ef 35% skuldlausra félagmanna eru mættir. Nú er aðalfundur ólögmætur vegna ónógrar þátttöku og skal þá boðaður annar fundur með sama fyrirvara sem telst lögmætur hafi hann verið boðaður í samræmi við reglur félagsins.
Það er auðvitað verkefni aðalfundar eða auka-aðalfundar að velja menn í stjórn. Það er þó ekki verra að hafa vilyrði manna fyrir að taka þátt í stjórnarsetu fyrir fund, en ekkert skilyrði. Þannig má forðast leiðinleg óþarfa vandræði. Líklegt má teljast að tveir félagar séu reiðubúnir að taka að sér störf meðstjórnanda og ritara, en ekki er vitað um formannsefni.
Á félagaskrá þyts eru rúmlega 80 skráðir félagar. Líklega hafa þeir aldrei verið svona margir. Það hlýtur að vera að þar á meðal séu félagar sem vilji taka að sér formannsstarfið í eitt kjörtímabil, sem virðist þó ætla að verða í styttra lagi. Eða, er flestum alveg sama?
Samkvæmt lögum Þyts á að halda aðalfund í nóvember hvers árs. Í dag eru liðnir tveir mánuðir síðan boðað var til aðalfundar 25. nóvember, en vegna ónógrar þátttöku varð að fresta aðalfundi og boða til nýs aðalfundar skv. gildandi lögum félagsins. Þessi staða hefur oftar en einu sinni komið upp í félaginu, og er væntanlega um að kenna gleymsku manna. Aukaaðalfundur var þá boðaður strax og málin leyst.
(Þó fundur sé boðaður formlega með hálfsmánaðar fyrirvara væri gott að minna á hann með t.d. tölvupósti sem sendur væri út í sömu viku og fundurinn er haldinn. Það er auðvelt að gleyma svonalöguðu í öllu áreitinu sem menn verða fyrir).
Einhvern vegin finnst mér allt félagsstarf sé í lausu lofti um þessar mundir. Það er nauðsynlegt að höggva á hnútinn og koma málum í lag. Það má ekki dragast lengur.
4. grein - AÐALFUNDUR.
Aðalfundur hefur æðsta vald í öllum málefnum félagsins. Aðalfund skal halda fyrsta fimmtudag í nóvembermánuði ár hvert. Aðalfund skal boða bréflega með tveggja vikna fyrirvara og telst aðalfundur lögmætur ef 35% skuldlausra félagmanna eru mættir. Nú er aðalfundur ólögmætur vegna ónógrar þátttöku og skal þá boðaður annar fundur með sama fyrirvara sem telst lögmætur hafi hann verið boðaður í samræmi við reglur félagsins.
Það er auðvitað verkefni aðalfundar eða auka-aðalfundar að velja menn í stjórn. Það er þó ekki verra að hafa vilyrði manna fyrir að taka þátt í stjórnarsetu fyrir fund, en ekkert skilyrði. Þannig má forðast leiðinleg óþarfa vandræði. Líklegt má teljast að tveir félagar séu reiðubúnir að taka að sér störf meðstjórnanda og ritara, en ekki er vitað um formannsefni.
Á félagaskrá þyts eru rúmlega 80 skráðir félagar. Líklega hafa þeir aldrei verið svona margir. Það hlýtur að vera að þar á meðal séu félagar sem vilji taka að sér formannsstarfið í eitt kjörtímabil, sem virðist þó ætla að verða í styttra lagi. Eða, er flestum alveg sama?
Re: Stjórnarmál Þyts
Ég hef lýst mig reiðubúinn í stjórn, en eins og er get ég ekkert annað en beðið rólegur...!
The chance of survival is proportional to the angle of arrival.
Re: Stjórnarmál Þyts
Offi. Þú er annar þeirra sem ég var með í huga. Get ekki nefnt hinn nú þar sem ég hef það ekki staðfest, en tel hann mjög líklegann.
Þín afstaða er alveg til fyrirmyndar. Nýkominn í félagið og tilbúinn til að vinna fyrir það.
Vonandi eru fleiri þannig hugsandi. Sjálfur lenti ég í stjórn nánast alveg grænn í félaginu, og telst til að árin hafi orðið samtals átta með smá hléum.
Þín afstaða er alveg til fyrirmyndar. Nýkominn í félagið og tilbúinn til að vinna fyrir það.

Re: Stjórnarmál Þyts
við hvern talar maður ef maður vill vinna einhver störf fyrir klúbbinn?? lætur maður bara vita á næsta fundi ?
Re: Stjórnarmál Þyts
Það er beðið eftir framhaldsaðalfundi, sem VONANDI verður haldinn sem allra fyrst.
Þá tekur væntanlega til starfa ný stjórn, þar getur þú auðvitað boðið þig fram til stjórnarstarfa eða í nefndir - og það er þörf á fólki!
ég allavega er til í að taka að mér meira krefjandi störf fyrir Þyt.
- Benni (meðstjórnandi)
Þá tekur væntanlega til starfa ný stjórn, þar getur þú auðvitað boðið þig fram til stjórnarstarfa eða í nefndir - og það er þörf á fólki!

ég allavega er til í að taka að mér meira krefjandi störf fyrir Þyt.
- Benni (meðstjórnandi)
If you ain't crashing, you ain't trying !
Re: Stjórnarmál Þyts
Sæll Benni... Offi hérna (strákar... þetta er á milli mín og Benna! Ekkert að hnýsast!)
Eigum við ekki að taka höndum saman og reyna að gera góða hluti með Þyt. Ég SKIL ekki að þetta skuli þurfa að vera vesen. Vilja menn fá allt fyrir ekkert? Ekki gefa neitt. Bara borga "heilar" 9000 kr á ári og koma og fljúga sínum vélum, fulltryggðir og á malbikuðum velli. Senda inn stöku fyrirspurn um viðhald, hita og rafmagn.
Við getum betur. Við þessir nýju og nýlegu getum dregið klúbbinn í loftið. Það er fullt af "gömlum sótröftum" sem styðja við bakið á okkur. Við hendum okkur bara í djúpu laugina. Setjumst niður með Rafni og skoðum fjárhaginn og skoðum möguleikana.
Klár í slaginn?
Eigum við ekki að taka höndum saman og reyna að gera góða hluti með Þyt. Ég SKIL ekki að þetta skuli þurfa að vera vesen. Vilja menn fá allt fyrir ekkert? Ekki gefa neitt. Bara borga "heilar" 9000 kr á ári og koma og fljúga sínum vélum, fulltryggðir og á malbikuðum velli. Senda inn stöku fyrirspurn um viðhald, hita og rafmagn.
Við getum betur. Við þessir nýju og nýlegu getum dregið klúbbinn í loftið. Það er fullt af "gömlum sótröftum" sem styðja við bakið á okkur. Við hendum okkur bara í djúpu laugina. Setjumst niður með Rafni og skoðum fjárhaginn og skoðum möguleikana.
Klár í slaginn?
The chance of survival is proportional to the angle of arrival.
Re: Stjórnarmál Þyts
Sælir aftur
Mikið er ég ánægður með að sjá viðbrögð um málið hér á spjallinu. Við Kristján Antonsson höfum aðeins verið að atast í mönnum sem við könnumst við, en það eru svo margir tiltölulega ungir eða nýir í félaginu, og við ekki mjög virkir núorðið, þannig að við könnumst ekki við nema um helminginn af félögunum.
Ef þið hendið ykkur í djúpu laugina, eins og Offi orðar það, þá munum við gömlu kallarnir styðja við bak ykkar með ráð og dáð.
Mikið er ég ánægður með að sjá viðbrögð um málið hér á spjallinu. Við Kristján Antonsson höfum aðeins verið að atast í mönnum sem við könnumst við, en það eru svo margir tiltölulega ungir eða nýir í félaginu, og við ekki mjög virkir núorðið, þannig að við könnumst ekki við nema um helminginn af félögunum.
Ef þið hendið ykkur í djúpu laugina, eins og Offi orðar það, þá munum við gömlu kallarnir styðja við bak ykkar með ráð og dáð.
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: Stjórnarmál Þyts
Svo ég endurtaki mig nú enn einu sinni, þá þori ég ekki að lofa mér í stjórnarstarf eins og lífi mínu er háttað núna en ég tek gjarnan að mér afmörkuð verkefni ef ég get skipulagt þau.
Mér líst vel á umræðuna hérna og trúi því ekki að við þurfum að hafa áhyggjur af framtíð félagsins. Það þarf bara að ýta skrjóðnum í gang aftur, er það ekki?
Mér líst vel á umræðuna hérna og trúi því ekki að við þurfum að hafa áhyggjur af framtíð félagsins. Það þarf bara að ýta skrjóðnum í gang aftur, er það ekki?

"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken