Laser Kit - Reynslutölur
Re: Laser Kit - Reynslutölur
Ég er alveg að tapa mér... en nú langar mig að smíða og ekki bara líma. Ég er búinn að finna vél og teikningar af fuglinum og alles. Svaðalega vél. Eiginlega kom engin önnur til greina. Plön, cowling og canopy fyrir 86" vél kosta eitthvað nálægt 100 US$. Ég nöldra ekkert útaf því.
Ég er hins vegar búinn að senda fyrirspurn á nokkur laserskurðarfyrirtæki um hvað þeir áætli að herlegheitin kosti og hvað þeir áætli í flutningskostnað. Aeroplane works eru ódýrastir þeirra sem hafa svarað. Verðin eru ca. 500 US$ fyrir kittið (grind og klæðning) og ca 250US$ í sendingarkostnað.
Ég spyr: Er þetta eitthvað nálægt því sem menn hafa verið að upplifa í þessum bransa? Er ég bara góður með þennan díl?
Ég er hins vegar búinn að senda fyrirspurn á nokkur laserskurðarfyrirtæki um hvað þeir áætli að herlegheitin kosti og hvað þeir áætli í flutningskostnað. Aeroplane works eru ódýrastir þeirra sem hafa svarað. Verðin eru ca. 500 US$ fyrir kittið (grind og klæðning) og ca 250US$ í sendingarkostnað.
Ég spyr: Er þetta eitthvað nálægt því sem menn hafa verið að upplifa í þessum bransa? Er ég bara góður með þennan díl?
The chance of survival is proportional to the angle of arrival.
Re: Laser Kit - Reynslutölur
$500 fyrir kit er mjög gott, sérstaklega fyrir eins vandaða vinnu og kemur frá Aeroplane Works.
Með $250 í sendingarkostnað þá myndi sennilega borga sig fyrir þig að nota ShopUSA en þetta sendingarverð hljómar annars ekki ósanngjarnt.
Með $250 í sendingarkostnað þá myndi sennilega borga sig fyrir þig að nota ShopUSA en þetta sendingarverð hljómar annars ekki ósanngjarnt.
Icelandic Volcano Yeti
Re: Laser Kit - Reynslutölur
Ég fékk annað verð í nótt, frá Kit Cutters Inc. (http://www.kitcutters.com). Það hljóðar upp á 290 US$ (Full Wood Kit) og 60 US$ í sendingarkostnað. Þeir þurfa að vera andskoti lélegir til að ég taki ekki frekar frá þeim. Þeir geta reyndar ekki afgreitt fyrr en í maí 2007, en það verður að hafa það.
Update: Búinn að panta. Nú þarf ég að vera búinn að redda mér betri smíðaaðstöðu (stærra stofuborði?) fyrir næsta vetur.
Update: Búinn að panta. Nú þarf ég að vera búinn að redda mér betri smíðaaðstöðu (stærra stofuborði?) fyrir næsta vetur.
The chance of survival is proportional to the angle of arrival.
Re: Laser Kit - Reynslutölur
Ég held þú getir alveg treyst þeim. Það fer mjög fljótt orð af því ef einhver er með lélega vöru og hann endist þá ekki lengi í bransanum.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Laser Kit - Reynslutölur
Það á við í þessu eins og svo mörgu öðru, ef það er of gott til að vera satt þá er það yfirleitt svo.
Mæli með að þú farir á síðurnar úti í heimi og leitir að þessu ákveðna fyrirtæki. Til að koma þér af stað þá er hérna t.d. einn þráður af RCU.
$60 er sama og ég borgaði í sendingarkostnað á short kitinu sem ég verslaði mér og sá kassi er talsvert minni heldur en nokkur sá kassi sem fullt kit gæti komið í.
Mæli með að þú farir á síðurnar úti í heimi og leitir að þessu ákveðna fyrirtæki. Til að koma þér af stað þá er hérna t.d. einn þráður af RCU.
$60 er sama og ég borgaði í sendingarkostnað á short kitinu sem ég verslaði mér og sá kassi er talsvert minni heldur en nokkur sá kassi sem fullt kit gæti komið í.
Icelandic Volcano Yeti
Re: Laser Kit - Reynslutölur
Já, þetta var ekki falleg lesning. Áhættan er svosem ekki mikil, þar sem maður þarf ekki að greiða kittið fyrr en það er klárt, en maður gæti þá hugsanlega tapað teikningunum og svo auðvitað nokkrum mánuðum í bið. Og ekki fæ ég nein biðlaun eins og tíðkast fyrir norðan!
Ég sendi nánari fyrirspurn á þá og líka á Don Smith, teiknimeistara. Það sakar ekki að heyra hvort hann hafi einhverja reynslu af þessum kónum. Það er synd ef þetta eru bara einhverjir plebbar.
Ég sendi nánari fyrirspurn á þá og líka á Don Smith, teiknimeistara. Það sakar ekki að heyra hvort hann hafi einhverja reynslu af þessum kónum. Það er synd ef þetta eru bara einhverjir plebbar.
The chance of survival is proportional to the angle of arrival.
Re: Laser Kit - Reynslutölur
Eru teikningarnar til á stafrænu formi, til dæmis .dwg eða .dxf? Ef svo er, þá er meira en líklegt að hægt sé að setja teikninguna næstum beint inn í laserskerann. Annars þarf að skanna hana inn, sem veldur skekkju. Vel getur verið að teiknarinn geti sent leysigeislaskurðarmönnunum teikninguna á formi sem þeir geta notað beint. Það gæti einnig reynst ódýrara.
Alvöru hönnuðir nota teikniforrit eins og Autocad. Ekki bara tússpenna og reglustiku. Þar teikna menn yfirleitt í mælikvarðanum 1:1, sem síðan er skalað niður í útprentun. Skjal með nafninu teikning.dwg er Autocad snið, en ef nafnið er teikning.dxf, þá er um almennt snið að ræða (dxf = drawing interchange format). Flest alvöru teikniforrit geta lesið og skráð dxf skjöl.
Sem sagt, mér þykir mjög líklegt að þeir sem taka að sér að skera út rif og þess háttar geti notfært sér stafrænar teikningar.
Alvöru hönnuðir nota teikniforrit eins og Autocad. Ekki bara tússpenna og reglustiku. Þar teikna menn yfirleitt í mælikvarðanum 1:1, sem síðan er skalað niður í útprentun. Skjal með nafninu teikning.dwg er Autocad snið, en ef nafnið er teikning.dxf, þá er um almennt snið að ræða (dxf = drawing interchange format). Flest alvöru teikniforrit geta lesið og skráð dxf skjöl.
Sem sagt, mér þykir mjög líklegt að þeir sem taka að sér að skera út rif og þess háttar geti notfært sér stafrænar teikningar.
Re: Laser Kit - Reynslutölur
Í guðanna bænum ekki senda þeim teikningarnar þínar, það er ekki víst að þær skili sér til baka.
Hvað er $210 aukalega fyrir gæðavinnu og stuttan afhendingartíma, reyndar háannatími hjá flestum núna, en þú ert ekki á biðlaunum
Hvað er $210 aukalega fyrir gæðavinnu og stuttan afhendingartíma, reyndar háannatími hjá flestum núna, en þú ert ekki á biðlaunum

Icelandic Volcano Yeti
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: Laser Kit - Reynslutölur
Er engin svona vél til á Íslandi? þá meina ég svona leiserskurðarvél???
Mig minnir að það hafi verið til eða kannski sé enn til fyrirtæki hér sem framleiðir (-leiddi?) púsluspil. Til þess heyrði ég að væri notað vatnsskurðartæki sem sker hreint og fínt út krossvið með kraftmikilli en örmjórri vatnsbunu. Er einhver sem þekkir betur til svona hluta?
Maður ímyndar sér að ef maður kæmi með tilbúinn fæl til svona aðila og rétta efnið þá mundi vera hægt að höfða til íslensku greiðaseminnar og fá þá fyrir sanngjarnan pening til að renna því í gegn...eða hvað?????
Mig minnir að það hafi verið til eða kannski sé enn til fyrirtæki hér sem framleiðir (-leiddi?) púsluspil. Til þess heyrði ég að væri notað vatnsskurðartæki sem sker hreint og fínt út krossvið með kraftmikilli en örmjórri vatnsbunu. Er einhver sem þekkir betur til svona hluta?
Maður ímyndar sér að ef maður kæmi með tilbúinn fæl til svona aðila og rétta efnið þá mundi vera hægt að höfða til íslensku greiðaseminnar og fá þá fyrir sanngjarnan pening til að renna því í gegn...eða hvað?????
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: Laser Kit - Reynslutölur
Það er kannski óþarfi að vera að vesenast hér heima. Þegar að er gáð þá virðist vera talsvert af svona kit-skerum sbr. öll nöfnin sem koma upp á rcu þræðinum sem Sverrir benti á.
Eins sýnist mér að það sé skynsamlegt að velja eitthvað af þessum kittum sem þegar eru til hjá þessum aðilum. Af ´nógu er að taka og svo eru til "build-threads" um þau mörg ef ekki flest þessi vinsælli.
Nújæja. Drífa sig heim og byrja á Toni-Clark Súperköbb.
Eins sýnist mér að það sé skynsamlegt að velja eitthvað af þessum kittum sem þegar eru til hjá þessum aðilum. Af ´nógu er að taka og svo eru til "build-threads" um þau mörg ef ekki flest þessi vinsælli.
Nújæja. Drífa sig heim og byrja á Toni-Clark Súperköbb.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken