21.12.2006 - Vinningshafar í jólagátu Fréttavefsins

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11681
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 21.12.2006 - Vinningshafar í jólagátu Fréttavefsins

Póstur eftir Sverrir »

Þá er búið að fara yfir allar lausnirnar sem voru sendar inn í jólagátu Fréttavefins. Mig langar að þakka öllum þeim(báðum tveim) sem tóku þátt.

Í fyrsta sæti varð Björn G. Leifsson en hann svaraði 10 af 10 mögulegum rétt, í öðru sæti varð Ófeigur Ö. Ófeigsson en hann svarði 9 af 10 mögulegum rétt. Í verðalaun fengu þeir DVD diskinn Tucson Aerobatic Shootout 2006 en á honum er að finna rúmlega 3 klukkustundir af efni úr frjálsa hluta æfinganna. Þarna á disknum er að finna flugmenn eins og Chip Hyde, Jason Shulman, Quique Somenzini og Bill Hempel svo fáeinir séu nefndir.

Þeir sem áhuga hafa á að eignast eintak af disknum geta nálgast hann í gegnum torrentskrár, hér eða hér en athugið að skráin er í fullri dvd stærð eða tæp 5 GB.

ModelExpress var með jólaopnun í gærkvöldi og við það tækifæri fengu þeir heiðursmenn verðlaunin sín afhent. Nokkrar myndir frá kvöldinu má finna í myndasafni Fréttavefsins.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Ingþór
Póstar: 596
Skráður: 4. Feb. 2005 00:42:21

Re: 21.12.2006 - Vinningshafar í jólagátu Fréttavefsins

Póstur eftir Ingþór »

hehehe, Bjössi virðist ánægður með vinningana :D
- - Þegar þú flýgur á hvolfi er niður upp og upp kostar pening - -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -
Passamynd
Offi
Póstar: 348
Skráður: 28. Nóv. 2006 22:23:21

Re: 21.12.2006 - Vinningshafar í jólagátu Fréttavefsins

Póstur eftir Offi »

Sverrir... geturðu ekki bara stungið módelunum inn í fellihýsið og ég sæki allt í einni ferð? :D
The chance of survival is proportional to the angle of arrival.
Passamynd
Gaui
Póstar: 3855
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: 21.12.2006 - Vinningshafar í jólagátu Fréttavefsins

Póstur eftir Gaui »

Smá aðvörun
Torrent gagnaflutningur getur farið til andskotans með ADSL beina (router). Sonur minn setti upp Bit Torretn forrit í tölvunni hjá sér og það opnaði stöðugt fleiri rásir á netið (það er þannig sem það vinnur) þangað til beinirinn þoldi ekki meira og lagðist á hliðina. Þá datt út allt Internet samband. Það tók tæknimenn Skýrr á Akureyri tvær vikur að fatta þetta.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
kip
Póstar: 564
Skráður: 24. Apr. 2006 13:44:49

Re: 21.12.2006 - Vinningshafar í jólagátu Fréttavefsins

Póstur eftir kip »

Fast er skotið að Skýrr! Ég leifi mér að vera ekki 100% sammála þessu Gaui :) Og verð að taka upp hanskann fyrir vinnufélaga minn :D
Síðast þegar ég vissi var það SDSL router í þessu hamhengi sem hætti að virka. ADSL routerar frá Zyxel, Linksys, Planet, Conexant, Speedtouch hef ég ekki heyrt um að hafi verið með svona leiðindi, en þetta er ekki góð auglýsing fyrir sdsl routarana frá Zyxel eins og þennan sem er talað um hér. Það tók ekki 2 vikur fyrir neinn að fatta neytt, heldur tók það 2 vikur að komast að sameiginlegum skilningi um að vandamálið væri ekki hjá Skýrr, heldur heima hjá notanda og af notanda völdum því við viljum ekki telja það eðlilega nettraffík eins og þá sem opnast þegar jafnvel hundruð samtímatenginga opnast í gegnum routerinn eins og í þessu samhengi. Varðandi tímann sem tók að koma þessu í lag þá hef ég séð mál fara í þennan jarðveg áður og stafar það að hluta til skilkningsleysis hjá vinnufélaga mínum um að honum beri að bjóða notanda að leysa málið til fulls þó hann sjái enga "bilun" í kerfi sínu. Það vantaði margt upp á þjónustulundina þar.
Það er eitthvað annað en ég!, yndi hvers internetnotanda, problemsolver nr.1 !!!!! hehehe

En réttilega skal varað við Bittorrent tækninni sé hún notuð til að ná í illa fengið efni frá útlöndum. Fyrst og fremst vegna þess að bittorrent tæknin vinnur þannig að þú deilir því efni sem þú sækir um leið og það er sótt. Það veldur því að inn á tölvuna geta myndast hundruð ( í vondu falli) tenginga frá útlöndum þar sem menn eru að keppast um að hala niður því sem þú ert að hala niður um leið. Þá fylgjast útsendarar The Entertainment Software Association (ESA) með og tilkynnna Internetþjónustuaðila þínum um að þú sért að deila ólöglegu efni. Þá er það algjörlega háð duttlungum internetþjónustunnar hvaða ráðstafanir eru gerðar. Ég veit um Internetþjónustu á íslandi sem gefur notendum eina viðvörun um að fjarlægja efnið, sé það ekki gert, þá slítur netþjónustan tenginguna við notandann og segir um samningum um netþjónustuna við notandann.

Ég mæli með að menn í auknu mæli heimsækji hvorn annan með flakkara (útværa harða seguldiska) til að skiptast á gögnum :)

Ég var ekki búinn að vera lengi að ná í Fli.. simul....X þegar ESA fór að kvarta...

En það er margt annað sem kemur að þessari pólitík um niðurhal sem er best leyst yfir kaffi í Skúrnum að Grísará í kvöld :D
Kristinn Ingi Pétursson
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11681
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 21.12.2006 - Vinningshafar í jólagátu Fréttavefsins

Póstur eftir Sverrir »

Kannski rétt að taka það fram, ef menn hafi verið í vafa, þetta er löglegt niðurhal sem vísað er í hér að ofan.

Annars hef ég aldrei lent í veseni með torrent tæknina, kannski svo fáir sem hafa áhuga á að ná í löglega dótið með henni eða þá að það er ekki nógu spennandi til að margir nái í það :D
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
kip
Póstar: 564
Skráður: 24. Apr. 2006 13:44:49

Re: 21.12.2006 - Vinningshafar í jólagátu Fréttavefsins

Póstur eftir kip »

Má til með að auglýsa hér frábæra vefhýsiþjónustu: www.nouptime.com
- lesið hvað viðskiptavinir segja...
Kristinn Ingi Pétursson
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Passamynd
Gaui
Póstar: 3855
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: 21.12.2006 - Vinningshafar í jólagátu Fréttavefsins

Póstur eftir Gaui »

Ég vissi ekki að netið hefði verið til árið 1969. Hmmmm??

Bara til að það komi skýrt fram, þá ver ég ekki að reyna að dissa Didda og félaga hans í Skýrr, bara benda á hvað vandamálið var lúmskt. Og til að bæta gráu oná svart, þá vissi ég ekki að Bit Torrent tæknin væri til fyrr en tæknimaður Skýrr spurði mig hvprt eitthvert slíkt forrit væri hugsanlega í gangi hjá mér. Þá kynnti ég mér málið lítilsháttar (http://en.wikipedia.org/wiki/Bit_torrent) og varð lítið hrifinn. Hugmyndin er góð, en eins og venjulega, þá fer misnotkun af stað og gerir allt brjálað. Það sem fór með beininn minn var semsagt hellingur af útlendingum sem voru að sækja gögn af tölvu sonar míns vegna þess að han hafði sett upp Bit torrent forritið og sótt einhvern fj*&%$s leik af Internetinu.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
kip
Póstar: 564
Skráður: 24. Apr. 2006 13:44:49

Re: 21.12.2006 - Vinningshafar í jólagátu Fréttavefsins

Póstur eftir kip »

Að öðru máli, hvenær verður jólaglögg FMFA?
:lol::lol::lol::lol::lol::lol::lol::lol::lol::lol::lol:
Hvað með annaðkvöld?
Kristinn Ingi Pétursson
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Svara