Flötter

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Flötter

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Datt, eins og stundum gerist, ofaní vídeósörf og var að skoða nokkur um tíðindalaus þotu-kröss þegar ég sá nokkuð athyglisvert í einu þeirra:

http://www.youtube.com/watch?v=ENcIZVx- ... ed&search=

Takið eftir þegar þeir sýna flug þotunnar í slómósjón undir lokin hvernig maður sér vængina/vængbörðin fara að flöttra rétt áður en hún missir hæð og breytist í eldhnött í trjánum.

Flötter er ein af hættunum í (módel)flugi, sérstaklega þegar hraðinn fær að verða óhóflegur.

Vorum við ekki búnir að fjalla eitthvað um flötter hérna áður?
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11681
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Flötter

Póstur eftir Sverrir »

Ég þori varla að svara þessu, Diddi skammar mig alltaf þegar ég vísa í eldri heimildir :rolleyes: ;)

En hvað um það, mikið rétt við fjölluðum e-ð um þetta á síðasta ári, http://frettavefur.net/frettir/460/ og mætti þetta vídeó þá á svæðið.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Gaui
Póstar: 3853
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Flötter

Póstur eftir Gaui »

Samkvæmt Flugorðasafni Íslenskrar málnefndar, þá er orðið SLÁTTUR notaður um flötter. Sjá einnig orðskýringar á vef FMFA (http://www.flugmodel.is).
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11681
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Flötter

Póstur eftir Sverrir »

Bahh, þeir notuðu það bara af því að læknarnir voru komnir með flökt :P :rolleyes: ;)

[quote]Atburður sem gerist þega hæðar- eða hallastýri á módeli fer að slást harkalega upp og niður á víxl á flugi...[/quote]
Annars er spurning um að umorða þetta þar sem slagsmálin eru ekki bundinn við þessa tvo stýrisfleti.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
kip
Póstar: 564
Skráður: 24. Apr. 2006 13:44:49

Re: Flötter

Póstur eftir kip »

Sláttur er langbesta orðið. Reyndar er "æsingur" ágætt líka :D :D

n.
blak h.; flökt h.; æsingur k.; titringur k.
s.
flögra; blakta; titra; skjálfa
Kristinn Ingi Pétursson
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Svara