Nibb, því miður þetta er önnur vél í skalanum 1/9 smíðuð af Colin Straus og aðstoðarmönnum. Colin er lengst til vinstri á neðstu myndinni.
Smíðin á henni og fyrstu flugin voru umfjöllunarefni þáttaraðarinnar
Super Models 2 sem var sýnd á Discovery á sínum tíma.
Af henni er það helst að frétta að Ali nokkur Mashinchy festi kaup á henni á síðasta ári og er með hana í smá yfirhalningu, það má búast við henni á flugsýningum í sumar og þá í nýjum litum.
Vélin hans Davie er ekki ennþá flogin og mun sennilega ekkert gerast í henni fyrr en hann er búinn að byggja nýja skúrinn sinn, á meðan er hún í geymslu á 3 stöðum.
Vélin hans Colins er merkt sem ZZ174 á meðan að vélin hans Davie er ZZ171.