Spitfire krass í Vestmanneyjum 1943

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Óli Kr
Póstar: 11
Skráður: 30. Des. 2006 17:02:31

Re: Spitfire krass í Vestmanneyjum 1943

Póstur eftir Óli Kr »

sælir félagar ég er einmitt að lesa sögu Selfoss um þessar mundir og finn engar heimildir um spitfire í kaldaðarnesi en þar voru fairey battle og tiger moth sem voru notaðar til æfinga en ég vinn í málinu bless í bili
Kærar kveðjur
Passamynd
Gaui K
Póstar: 449
Skráður: 2. Maí. 2004 23:07:17

Re: Spitfire krass í Vestmanneyjum 1943

Póstur eftir Gaui K »

Ein góð af Kaldaðarnesi:

Þannig voru aðstæður þar í þá daga að völlurin var mjög meir og oft erfitt um vik fyrir þungar vélar að athafna sig þarna í mýrinni.Margar vélar voru nefþungar og voru allar stélhjólsvélar svo að þá voru menn oft látnir sitja á stélinu á meðan verið var að koma vélini á brautina.Svo vildi það til í eitt skiptið að þegar flugmaðurin var kominn á brautina gaf hann allt í botn og gleymdi mönnunum tveim sem sátu aftan á stélinu annar hafði að stökkva af í tíma og meiddist nú reyndar lítilsháttar en hinn þorði ekki að stökkva af og fór upp með vélinni! Sat þar og hélt dauðahaldi í stélið.Þegar búið var að láta flugmannin vita í gegnum talstöðina að það væri maður aftan á stélinu hjá honum lenti hann náttúrulega strax og var víst mjög brugðið.Stélmaðurinn fékk extra viðbót af rommi það kveldið.
Þessi maður kom í heimsókn (farþegin) á held 30 ára afmæli Selfossflugvallar 2004 og rifjaði upp þessa sögu.

kv,Gaui K.
Passamynd
Messarinn
Póstar: 936
Skráður: 1. Apr. 2005 12:44:30

Re: Spitfire krass í Vestmanneyjum 1943

Póstur eftir Messarinn »

Mig minnir að Þorsteinn Elton Jónsson hafi minnst á þessa stél farþega í bókinni sinni he he :lol: :lol:

Vel á minnst þá átti gamli maðurinn "Moli" sem sagði mér þessa sögu sem um er rætt,heima á Selfossi og átti þar einbýlishús með tvöföldum bílskúr
sagðann. Gömlu hjónin fluttu til Akureyrar fyrir um 8 árum síðan þar sem dóttir þeirra býr hér.
Næst þegar ég sé hann þá ætla ég að spyrjan nánar um þetta krass í vestmanneyjum.
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar

A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
Passamynd
Pitts boy
Póstar: 140
Skráður: 22. Feb. 2006 13:49:32

Re: Spitfire krass í Vestmanneyjum 1943

Póstur eftir Pitts boy »

HEEE mig grunar sterklega hver maðurinn er ég hringdi í vin minn til að finna hans rétta nafn en það fór eins fyrir honum og mér hann mundi ekki hans fulla nafn en hann var alltaf kallaður Gústi Rusl hér á Selfossi. Ég kynntist honum meðan hann bjó hér af því að hann kom ansi oft í heimsókn þar sem ég vann og hann !!KANN!! allavega að segja sögur :lol: (Eða einsog Magnús Magnússon sjónvarpsmaður sagði einu sinni Sögur þurfa ekki endilega að vera sannar það skiptir meiramáli að þær séu góðar :lol: ) ég man aldrei eftir að hafa heyrt að spitfire hafi verið staðsett í Kaldaðarnesi ég hef lesið mikið um hersetuna þar en minnist ekki að hafa heyrt um það.
Kveðja.
Einar Rúnar Einarsson
Fluggarpur.
Selfossi
Passamynd
Siggi Dags
Póstar: 226
Skráður: 27. Feb. 2006 23:56:58

Re: Spitfire krass í Vestmanneyjum 1943

Póstur eftir Siggi Dags »

Góðar forvitnilegar slóðir o.s.fr....
Kveðja
Siggi
Passamynd
Sigurjón
Póstar: 86
Skráður: 22. Feb. 2007 00:10:23

Re: Spitfire krass í Vestmanneyjum 1943

Póstur eftir Sigurjón »

Sælir félagar,
Ég vil byrja á því að óska ykkur til hamingju með mjög líflegt og skemmtilegt spjallborð. Ég er ekki módel maður sjálfur, en því hefur verið hótað að kenna mér að fljúga í sumar hvort sem mér líkar betur eða verr!

Allavega, ef ennþá er einhver áhugi á þessu þræði, þá get ég frætt ykkur á því að vélin sem fórst í Vestmannaeyjum var Curtiss P-40 frá 33rd Pursuit Squadron USAAC. Vélin endaði í vesturhlíð Helgafells. Ef einhver hefur áhuga á frekari upplýsingum er ekkert annað að gera en taka upp símann og hringja í nafna minn Sigurjón Einarsson fyrrverandi prófdómara hjá FMS, en hann var polli í Eyjum á þessum tíma og man eftir þessu.

Sigurjón
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11681
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Spitfire krass í Vestmanneyjum 1943

Póstur eftir Sverrir »

Velkominn Sigurjón alltaf gaman að góða menn á vefinn sérstaklega þegar þeir luma á svona vitneskju.
Get ekki ímyndað mér annað en þér eigi eftir að líka vel við lærdóminn í sumar.

Nafni þinn var einmitt prófdómari hjá mér þegar ég tók prófið í febrúarmánuði fyrir alltof mörgum árum síðan. :)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Óli Kr
Póstar: 11
Skráður: 30. Des. 2006 17:02:31

Re: Spitfire krass í Vestmanneyjum 1943

Póstur eftir Óli Kr »

sælir strákar, Ég sé að Sigurjón hefur fundið lausnina Á spitfire málinu mikla, þetta var p-40 orustuvél flugmaðurinn var Mark J Mourne ef einhver skyldi kannast við piltinn hann bjargaðist í fallhlíf en vélinn hrapaði norðan í Helgafellið þetta var 10 apríl 1944 önnur vél fór í sjóinn 4 mai 1944 síðdegis 3 mílur frá eyjum og fórst flugmaðurinn John W Biglow. Ég las þetta í bók sem heitir styrjaldarárin á suðurlandi eftir Guðmund Kristinsson stór merkileg bók sem allir ættu að lesa, þá kveð ég að sinni góðar stundir.
Kærar kveðjur
Passamynd
Messarinn
Póstar: 936
Skráður: 1. Apr. 2005 12:44:30

Re: Spitfire krass í Vestmanneyjum 1943

Póstur eftir Messarinn »

Frábært að heyra. gamli maðurinn "Gústi rusl" (ef það er hann) hefur ekki sést ennþá í vinnuni hjá mér svo þetta mál hefur legið niðri þangað til núna
þökk sé ykkur að það leystist. Gaman væri að fá myndir af WWII flugvélum sem voru hér á landi ef þið hafið tök á því.P40 t.d. og spurning hvort Spitfire hafi nokkurn tíman verið hér á landi???

Regards
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar

A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11681
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Spitfire krass í Vestmanneyjum 1943

Póstur eftir Sverrir »

Ég hef aldrei rekist á neitt um Spitfire, það hefði nú ekki verið leiðinlegt að hafa nokkrar hér.

Hérna er lista yfir orrustuvélar sem voru Ameríkumegin(USAAF/USAF), gætu verið fleiri en ég man ekki eftir meiru eins og er.
Svo voru auðvitað hinar ýmsu undirtýpur en það er kannski óþarfi að missa sig í smáatriði... en sem komið er ;)

P-38
Mynd

P-39
Mynd

P-40
Mynd

P-47
Mynd

P-51
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Svara