Ég er sjálfur með svona í DLA-56 og þvílíkur mundur, lausagangurinn er ólíkt léttari og þýðari, og töluvert betri svörun á inngjöf. Steini er líka með svona hringi í DLE-111 í Sbach og er hæst ánægður með þá, gjörbreytti mótornum segir hann.
Endilega verið í bandi ef þið viljið vera með í pöntuninni (pósta í þráðinn, eða póst á einarak@gmail.com). Ég man eftir einhverjum sem var að spurja mig um þetta á Patró, en af einhverri ástæðu man ég ekki hver það var


----
Þetta eru semsagt sérsmíðaðir stimpilhringir, nákvæmari smíð, úr mýkra og betra efni en allir stock vélaframleiðendur eru að nota. Þar sem þeir eru mýkri en stock hringirnir, þá fullslípast þeir fyrr við sílenderinn (2-5gallon)(stock hringir geta tekið allt að 50-100gallon að slípa sig saman, svo hart er efnið í þeim verstu), og vélin verður þéttari fyrir vikið.
Það er minni spenna á þeim, þ.a. leiðandi minni veggþrýstingur á sílenderveggina sem minnkar viðnám og núning og hringirnir endast betur.
Hér er hlekkur á fyrri þráðinn:
http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=6697&p=1
[quote]Frank Bowmann er öldungur í ameríkunni sem er í því að smíða stimpilhringi fyrir allar gerðir rc mótora (nítro og bensín).
Félagar okkar í hreppunum eru að elska þessa hringi, betri lausagangur, þýðari gangur heilt yfir, betra throttle respons og meiri tog. Menn eru oft að sjá 2-300 rpm í viðbót við top snúning með þessum hringjum í 100cc vélum og jafnvel meira á minni vélum.[/quote]