Veðurspá mánudagsins var MJÖG breytileg með engum vindi úr öllum áttum þannig að snemma dags keyrðum við að Helgafelli þar sem það virtist líklegasti staðurinn til að fljúga byggt á gögnum úr veðurstöðvum og frá veðurspám. Og viti menn þegar við mættum þá blés vindurinn beint á brekkuna svo brúnin lyftist vel á okkur við það. Á meðan verið var að setja brautina upp týndust þátttakendur á svæðið hver af öðrum en vindurinn fór að breyta stefnunni og dróg talsvert úr honum með mikilli uppstreymisvirkni inn á milli. Þannig að eftir að hafa beðið til að sjá hvort vindurinn yrði stöðugri þá var ákveðið að blása daginn af. Einn keppenda hóf sig á flug eftir það og eftir um tveggja mínútnaflug lenti viðkomandi í stökustu vandræðum með að ná vélinni aftur inn til lendingar svo það sýndi sig að ákvörðunin var rétt.
Verðlaunin voru svo afhent við rætur Helgafells og fór verðlaunagripurinn heim til Englands með John Phillips en Bretarnir fimm röðuðu sér í fimm efstu sætin. Ég endaði í 8. sæti og var bara nokkuð sáttur með það, Elli tók 15. sætið og Guðjón 18. sætið.
Áhugasamir geta séð frekar greiningu á mótinu á F3XVault.
Sú ákvörðun var tekin eftir mótið í fyrra að halda Iceland Open F3F annað hvert ár á oddatölu árunum til að vera ekki á sömu árum og heimsmeistaramótið í F3F sem er haldið á sléttu árunum.
Dagur 1 | Dagur 2 | Dagur 3
Helgafell - 1.maí 2023 - Iceland Open F3F 2023 - Dagur 3
Helgafell - 1.maí 2023 - Iceland Open F3F 2023 - Dagur 3
- Viðhengi
-
- Hópurinn við Helgafellið
- IMG_2956.JPG (140.42 KiB) Skoðað 408 sinnum
-
- IMG_2962_3001.JPG (247.48 KiB) Skoðað 408 sinnum
-
- IMG_2963.JPG (211 KiB) Skoðað 408 sinnum
-
- IMG_2965.JPG (180.36 KiB) Skoðað 408 sinnum
-
- 3. sæti - Andy Burgoyne
- IMG_2974.JPG (135.36 KiB) Skoðað 408 sinnum
-
- 2. sæti - Peter Gunning
- IMG_2978.JPG (178.65 KiB) Skoðað 408 sinnum
-
- 1. sæti - John Phillips
- IMG_2984.JPG (183.17 KiB) Skoðað 408 sinnum
-
- Hraðasta flugið 38.41s - Andy Burgoyne
- IMG_2986.JPG (113.58 KiB) Skoðað 408 sinnum
-
- IMG_2992.JPG (229.27 KiB) Skoðað 408 sinnum
-
- Aðal verðlaunin fara á nýtt heimili í Bretlandi
- IMG_3000.JPG (145.34 KiB) Skoðað 408 sinnum
Icelandic Volcano Yeti
Re: Helgafell - 1.maí 2023 - Iceland Open F3F 2023 - Dagur 3
Icelandic Volcano Yeti
Re: Helgafell - 1.maí 2023 - Iceland Open F3F 2023 - Dagur 3
Icelandic Volcano Yeti
Re: Helgafell - 1.maí 2023 - Iceland Open F3F 2023 - Dagur 3
Grein um Iceland Open F3F 2023 í júníhefti RC Soaring Digest.
Icelandic Volcano Yeti