Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk
Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk
Þetta er spennandi verkefni og alltaf gaman að fylgjast með smíðinni hjá þér Gaui.
Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk
TF FRU -- dagur 10
Í dag fóru aftari skrokkrifin í og langböndin í kringum þau. Þetta hljómar eins og létt verk og löðurmannlegt, en það tók mig nánast allan morguninn að raða þessu saman. Svo, þegar allt var eins og það átti að vera, þá renndi ég sekúndulími á öll samskeyti og skrokk grindin er komin. Ég mátaði stélflötinn á sinn stað og hann datt inn og passaði bara stórkostlega. Þetta er farið að líta út eins og Cessna. Nú þarf ég að finna til 3 mm balsaplötur og líma þær utan á skrokkinn.
Í dag fóru aftari skrokkrifin í og langböndin í kringum þau. Þetta hljómar eins og létt verk og löðurmannlegt, en það tók mig nánast allan morguninn að raða þessu saman. Svo, þegar allt var eins og það átti að vera, þá renndi ég sekúndulími á öll samskeyti og skrokk grindin er komin. Ég mátaði stélflötinn á sinn stað og hann datt inn og passaði bara stórkostlega. Þetta er farið að líta út eins og Cessna. Nú þarf ég að finna til 3 mm balsaplötur og líma þær utan á skrokkinn.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk
TF FRU -- dagur 11
Ég losaði skrokk grindina af stólunum og sneri henni við til að festa niður langböndin undir nefið. Þá tók ég eftir því að ég hefði átt að vera búinn a festa hjólastellið á. Það kemur nefnilega undir langböndin. Ég skellti stellinu í, en þá kom í ljós að götin á því lenda nákvæmlega þar sem langböndin eru, svo ég þurfti að tvöfalda þau á parti. Það er alveg möguleiki að ég opni botninn fyrir framan og aftan hjólastellið og geri lok sem ég get tekið af til að ná stellinu af. Ég byrjaði svo að líma balsa klæðninguna á, en náði bara að setja annan helminginn á botninn. Það er hægt að setja klæðninguna í heilum borðum á stóra hluta skrokksins, en annars staðar þarf að setja planka.
Ég losaði skrokk grindina af stólunum og sneri henni við til að festa niður langböndin undir nefið. Þá tók ég eftir því að ég hefði átt að vera búinn a festa hjólastellið á. Það kemur nefnilega undir langböndin. Ég skellti stellinu í, en þá kom í ljós að götin á því lenda nákvæmlega þar sem langböndin eru, svo ég þurfti að tvöfalda þau á parti. Það er alveg möguleiki að ég opni botninn fyrir framan og aftan hjólastellið og geri lok sem ég get tekið af til að ná stellinu af. Ég byrjaði svo að líma balsa klæðninguna á, en náði bara að setja annan helminginn á botninn. Það er hægt að setja klæðninguna í heilum borðum á stóra hluta skrokksins, en annars staðar þarf að setja planka.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk
TF-FRU -- dagur 12
Ég byrjaði morguninn á því að líma hinn helminginn af botninum á Cessnuna.
Svo gerði ég endurbætur á fatafellunni minni (stripper = fatafella). Ég límdi 3mm balsa undir hana öðrum megin til að fá skáskurð á balsaborðin. Ég stillti hana á 10 mm og skar síðan fullt af balsa til að planka Cessnuna. Hér er svo fremsti hluti skrokksins plankaður í drasl. Ég er farinn að hlakka til að pússa þetta . Ég get það ekki alveg strax því að restin af balsaskinninu þarf að koma fyrst.
Ég byrjaði morguninn á því að líma hinn helminginn af botninum á Cessnuna.
Svo gerði ég endurbætur á fatafellunni minni (stripper = fatafella). Ég límdi 3mm balsa undir hana öðrum megin til að fá skáskurð á balsaborðin. Ég stillti hana á 10 mm og skar síðan fullt af balsa til að planka Cessnuna. Hér er svo fremsti hluti skrokksins plankaður í drasl. Ég er farinn að hlakka til að pússa þetta . Ég get það ekki alveg strax því að restin af balsaskinninu þarf að koma fyrst.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk
TF-FRU -- dagur 13
Ég ákvað að það væri sniðugt að koma stýringunni fyrir í skrokknum aður en ég loka honum meira en orðið er. Ég ákvað líka að gera það samkvæmt teikningunni og ekki reyna að fela dótið, því þá er bara erfitt að komast að því seinna. Hér eru burðarbitar fyrir servóbakka komnir á sinn stað. Servóbakkinn er bara límdur á bitana. Stýrisarmur fyrir tog-tog vírana í hliðarstýrið er settur á póst fyrir miðjum skrokk. Servóið er beint fyrir frama hann og stuttur teinn á milli. Og hér eru svo rör fyrir tog-tog vírana. Ég notaði stífan tein til að fá rörin nokkuð bein aftur eftir skrokknum.
Ég ákvað að það væri sniðugt að koma stýringunni fyrir í skrokknum aður en ég loka honum meira en orðið er. Ég ákvað líka að gera það samkvæmt teikningunni og ekki reyna að fela dótið, því þá er bara erfitt að komast að því seinna. Hér eru burðarbitar fyrir servóbakka komnir á sinn stað. Servóbakkinn er bara límdur á bitana. Stýrisarmur fyrir tog-tog vírana í hliðarstýrið er settur á póst fyrir miðjum skrokk. Servóið er beint fyrir frama hann og stuttur teinn á milli. Og hér eru svo rör fyrir tog-tog vírana. Ég notaði stífan tein til að fá rörin nokkuð bein aftur eftir skrokknum.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk
TF-FRU -- dagur 14
Varð ekki mikið úr verki í dag: rétt náði að klæða bakborðs megin á framskrokknum með 3 mm balsa.
Varð ekki mikið úr verki í dag: rétt náði að klæða bakborðs megin á framskrokknum með 3 mm balsa.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk
TF-FRU -- dagur 15
Ég þarf að setja skinn sem hangir aftur af stélkambinum og stélfletinum og lokar lamarifunni að mestu. Það er gert með ræmu af ProSkin, en fyrst þarf að búa til tól sem tekur úr balsanum fyrir því. Þetta er bara einfaldur kross úr krossviði og 10 mm breið ræma af sandpappír.
Þetta er svo notað til að þynna balsaskinnið þar sem ProSkin ræman á að koma. ProSkin ræman er 15 mm breið, svo að 5 mm hanga afturaf þegar þetta er límt á. Og svona lítur þetta út þegar stýrið er sett á milli. Ég gerði stýrisstöng úr kolfíber örvaskafti og M3 snittteini. Þetta þarf að harðna til morguns. Þá get ég sett þetta inn í skrokkinn. Og ég klæddi 3 mm utan á stjórnborðshliðina.
Ég þarf að setja skinn sem hangir aftur af stélkambinum og stélfletinum og lokar lamarifunni að mestu. Það er gert með ræmu af ProSkin, en fyrst þarf að búa til tól sem tekur úr balsanum fyrir því. Þetta er bara einfaldur kross úr krossviði og 10 mm breið ræma af sandpappír.
Þetta er svo notað til að þynna balsaskinnið þar sem ProSkin ræman á að koma. ProSkin ræman er 15 mm breið, svo að 5 mm hanga afturaf þegar þetta er límt á. Og svona lítur þetta út þegar stýrið er sett á milli. Ég gerði stýrisstöng úr kolfíber örvaskafti og M3 snittteini. Þetta þarf að harðna til morguns. Þá get ég sett þetta inn í skrokkinn. Og ég klæddi 3 mm utan á stjórnborðshliðina.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk
TF-FRU -- dagur 16
MJÖG stuttur dagur í dag: rafmagnið sló út og ég kann ekki að fá það inn aftur til að lýsa mér. Útsláttarrofinn sem mér var bent á vildi ekki smella inn, svo það eina sem ég gerði í dag var að setja stýrisstöngina fyrir hæðarstýrin aftur eftir skrokknum og skorða hana smávegis af.
Eftir þetta var allt í myrkri
MJÖG stuttur dagur í dag: rafmagnið sló út og ég kann ekki að fá það inn aftur til að lýsa mér. Útsláttarrofinn sem mér var bent á vildi ekki smella inn, svo það eina sem ég gerði í dag var að setja stýrisstöngina fyrir hæðarstýrin aftur eftir skrokknum og skorða hana smávegis af.
Eftir þetta var allt í myrkri
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk
Dagur 17
Viku seinna. Ég fékk heiftarlegt kvef (ekki C19, ég gáði) og er búinn að liggja eins og drusla alla vikuna. Í dag fannst mér ég hafa þrek og heilsu til að líma smá balsa. Það var, sem betur fer, búið að laga rafmagnið á verkstæðinu (takk Elvar!)
Ég byrjaði að sníða til og líma balsaklæðningu á bakið á vélinni. Svo kláraði ég klæðninguna á nefið. Og það síðasta sem ég hafði orku í var að sníða til og líma balsa á aðra hliðina.
Viku seinna. Ég fékk heiftarlegt kvef (ekki C19, ég gáði) og er búinn að liggja eins og drusla alla vikuna. Í dag fannst mér ég hafa þrek og heilsu til að líma smá balsa. Það var, sem betur fer, búið að laga rafmagnið á verkstæðinu (takk Elvar!)
Ég byrjaði að sníða til og líma balsaklæðningu á bakið á vélinni. Svo kláraði ég klæðninguna á nefið. Og það síðasta sem ég hafði orku í var að sníða til og líma balsa á aðra hliðina.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk
TF-FRU -- dagur 18
Heila klæðningin fór á stjórnborðið eins og ekkert væri.
Nú er bara eftir að planka skrokkinn þar sem hann er bugðóttur. Ég byrjaði ofan á flugklefanum.
Svo kom efra hornið bakborðsmegin. Það versta við að planka svona er, að eftir smá tíma þekur lím alla putta og tekur allan daginn að fara af aftur.
Heila klæðningin fór á stjórnborðið eins og ekkert væri.
Nú er bara eftir að planka skrokkinn þar sem hann er bugðóttur. Ég byrjaði ofan á flugklefanum.
Svo kom efra hornið bakborðsmegin. Það versta við að planka svona er, að eftir smá tíma þekur lím alla putta og tekur allan daginn að fara af aftur.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði