Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Gaui
Póstar: 3641
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk

Póstur eftir Gaui »

TF-FRU -- dagur 47

Ekki mikið gert í dag, enda er ég enn að reyna að ná mér eftir meiðsli á hægri úlnlið (datt á svelli með ruslatunnu í eftirdragi). Ég renndi með sandpappír á frauðið á vélarhlífinni, fyllti með fylliefni og balsa til að fá rétt útli, og svo pússaði ég eins og ég gat. Þetta er bara farið að líta sæmilega út, þó ég segi sjálfur frá.
20240226_104253.jpg
20240226_104253.jpg (141.82 KiB) Skoðað 420 sinnum
Það er frekar áberandi loftinntak fyrir blöndunginn framan á vélarhlífinni og eins gott að forma það með þegar glérfíber hlíf er búin til. Ég límdi útskorinn kubb með epoxý lími og notaði svo fylliefni til að fylla að honum eins og þurfti til að fá rétta útlitið.
20240226_113456.jpg
20240226_113456.jpg (132.14 KiB) Skoðað 420 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3641
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk

Póstur eftir Gaui »

TF-FRU -- dagur 48

Formið er nánast tilbúið, svo nú er komið að glerfíbernum.
20240227_100411.jpg
20240227_100411.jpg (142.7 KiB) Skoðað 383 sinnum
Og þegar glerfíberinn er kominn á þarf þetta að harðna. Seinna meir sker ég út opin að framan fyrir drifskaft og loftflæði.
20240227_103915.jpg
20240227_103915.jpg (135.47 KiB) Skoðað 383 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3641
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk

Póstur eftir Gaui »

TF-FRU -- dagur 49

Enn er unnið við formið fyrir vélarhlífina. Fyrsti hlutinn í þrímyndinni hér fyrir neðan sýnir þegar ég skar út loftgötin fyrir hreyfilinn. Formið á þessum götum tók ég af teikningunni sem ég fékk frá Phil Clark hjá Fighteraces í Englandi.

Á miðfletinum er ég búinn að maka fylliefni í opin. Ég prófaði áhrif P-38 á frauðplastið og það kom mér á óvart að það gerði ekkert. Ég var algerlega sannfærður um að Polyester fylliefni myndi bræða frauðið, en það gerðist ekki.

Til hægri sést opið eftir að ég setti epoxy kvoðu í það til að fá sléttar hliðar og botn.
20240229_092837.jpg
20240229_092837.jpg (133.45 KiB) Skoðað 342 sinnum
Svo penslaði ég allt formið með eins miklu af epoxý kvoðu og ég gat. Nú má þetta harðna og þá get ég úðað með grunni og pússað slétt.
20240229_104359.jpg
20240229_104359.jpg (135.66 KiB) Skoðað 342 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3641
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk

Póstur eftir Gaui »

TF-FRU -- dagur 50

Því er ekki að neita að þetta sem ég segi frá sem einn dagur, hefur tekið nokkra. Það er svakaleg vinna að pússa niður glefíberkápuna og fá hana nógu slétta.

Á fyrstu myndinni er ég búinn að grunna og pússa grunninn niður. Ég nota P-320 pappír, blautan fyrst og svo þurran þegar sá blauti kláraðist.
Á annarri mynd er komið nýtt lag af grunni og fylliefni skafið í allt sem getur kallast holur og gallar.
Á þriðju mynd er búið að pússa grunninn af aftur og skafa fylliefni i þar sem ekki er alveg slétt.
Á fjórðu mynd er búið að pússa niður allan fylli, svo að nú er yfirborðið nánast eins slétt og ég get náð því.
20240305_103008.jpg
20240305_103008.jpg (146.45 KiB) Skoðað 264 sinnum
Hér er svo grunnurinn kominn á aftur og ég búinn að pússa varlega með P-400 pappír. Ég ætla ekki að pússa þetta meira. Nú bíð ég eftir efni frá Fighteraces í Englandi svo ég geti búið til mótið utan á formið.
20240305_112250.jpg
20240305_112250.jpg (482.48 KiB) Skoðað 264 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Árni H
Póstar: 1585
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk

Póstur eftir Árni H »

Heldurðu að hún komist á hausinn á mér? :D
Passamynd
Gaui
Póstar: 3641
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk

Póstur eftir Gaui »

Já, Árni, ekki spurning.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3641
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk

Póstur eftir Gaui »

TF-FRU -- Dagur 51

Ég skar hliðarmyndina af vélarhlífinni út úr masónítplötu með melamínhúð og setti smá frauð undir hana þannig að hálft formið stendur upp úr. Svo fékk ég mér leir og tróð honum í rifurnar meðfram forminu.
20240308_104104.jpg
20240308_104104.jpg (165.83 KiB) Skoðað 209 sinnum
Fighteraces í Englandi sendu mér dós af sérstöku bóni sem kemur í veg fyrir að epoxý festist við formið og ég setti fyrstu umferðirnar af því á formið.
20240308_105350.jpg
20240308_105350.jpg (131.78 KiB) Skoðað 209 sinnum
Hér sést hvernig ég setti undir formið til að halda því á meðan ég bóna það og set epoxý og glerfíber á það til að búa til mótið. Strikin þrjú á frauðinu þýða að ég er búinn að setja þrjár umferðir af bóni og þarf að setja þrjár eða fjórar í viðbót.
20240308_114811.jpg
20240308_114811.jpg (143.58 KiB) Skoðað 209 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3641
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk

Póstur eftir Gaui »

TF-FRU -- Dagur 52

Þá er loksins komið að því að leggja glerfíber á formið. Ég byrjaði á 25 gramma ofnum dúk til að fá nokkuð slétt yfirborð innst.
20240311_103115.jpg
20240311_103115.jpg (134.98 KiB) Skoðað 168 sinnum
Svo kom gríðarlega grófur ofinn gledúkur sem ég fann í Bílanaust og svo svo glermottur, sem fást þar líka. Ég er ekki viss um að skærin mín lifi þessa aðgerð af. Þetta þarf að harðna til morguns og þá sjáum við hvort miðjuplatan dettur af.
20240311_113531.jpg
20240311_113531.jpg (135.13 KiB) Skoðað 168 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3641
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk

Póstur eftir Gaui »

TF-FRU -- dagur 53

Skelin er orðin hörð og miðjuspjaldið losnaði auðveldlega. Vonandi losnar formið svona vel þegar þar að kemur. Nú þarf ég að setja skel á hinn helminginn.
20240313_094010.jpg
20240313_094010.jpg (142.33 KiB) Skoðað 127 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3641
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk

Póstur eftir Gaui »

TF-FRU -- dagur 54

Vinstri hliðin komin á. Þetta þarf að harðna í tvo-þrjá daga.
20240316_103454.jpg
20240316_103454.jpg (139.82 KiB) Skoðað 105 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Svara