Flug á morgun?
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: Flug á morgun?
Ekki á vakt aldrei þessu vant,,, hef ekki séð Hamranesið lengi. Búinn að drösla saman Stélstar og Kardínála, hlaða batterí og finna smá sopa af ÞSOP (Þröstur's Special Old Pale). Spurning hvort maður nenni að vakna á morgun og hvort veðurspána á mbl.is sé eitthvað að marka????
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken
Re: Flug á morgun?
já ég fór í dag kl:17 og það var voða fínt
Re: Flug á morgun?
Fór á Arnarvöll seinnipartinn í dag um kl. 18:00 eftir vinnu. 6-7 vindstig(gömul). Var þarna fram í myrkur. Aircore er frábær vindvél. Offi komst ekki, en gengur bara betur næst.
Kv
MK
Kv
MK
Re: Flug á morgun?
Þú verður að gefa mér aðeins meiri fyrirvara næst... ekki bara að hringja þegar þú ert kominn á völlinn! 

The chance of survival is proportional to the angle of arrival.
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: Flug á morgun?
Éljagangur og hraglandi fram eftir öllum degi. Loksins kl hálf fimm fannst mér færi og fór með stélhjólsbreytta Skystarinn úteftir. Fannst ég bara verða að taka amk eitt flug.
Stífur vindur af norðri en mér fannst einhvern vegin ég verða að prófa. Ég veit ekki hvort það var hliðarvindurinn eða að ég gleymdi að tékka hallastýristrimmið eða heldur framþung vél, flugið tók nákvæmlega 3 sekúndur og er eiginlega best lýst með orðinu "loftköst". Engar skemmdir nema á áliti yngri mannana, sem þarna voru, á mínum flughæfileikum. Þegar í pittinn var komið var vindurinn enn stífari og enn þverari af NA.
Ég get huggað Einar með því að það herti bara i vindinn eftir að hann fór en hann hafði vit á að fresta jómfrúarfluginu á Aircore þegar hann sá hvernig fór fyrir mér.
Stífur vindur af norðri en mér fannst einhvern vegin ég verða að prófa. Ég veit ekki hvort það var hliðarvindurinn eða að ég gleymdi að tékka hallastýristrimmið eða heldur framþung vél, flugið tók nákvæmlega 3 sekúndur og er eiginlega best lýst með orðinu "loftköst". Engar skemmdir nema á áliti yngri mannana, sem þarna voru, á mínum flughæfileikum. Þegar í pittinn var komið var vindurinn enn stífari og enn þverari af NA.
Ég get huggað Einar með því að það herti bara i vindinn eftir að hann fór en hann hafði vit á að fresta jómfrúarfluginu á Aircore þegar hann sá hvernig fór fyrir mér.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken
Re: Flug á morgun?
Eru þetta nokkuð við... er ekki bara eitthvað með þessar Skystar vélar? Eitthvað óstýrilæti? 

The chance of survival is proportional to the angle of arrival.
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: Flug á morgun?
Sverrir,,,, þetta kallast einelti 

"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken
Re: Flug á morgun?
[quote=Offi]Eru þetta nokkuð við... er ekki bara eitthvað með þessar Skystar vélar? Eitthvað óstýrilæti?
[/quote]
Þetta er eins og með alla þjálfun. Það verður líka að æfa flug í vindi og jafnvel miklum vindi. Ég hef verið með balsatrainer, Skystar, Avistar, PT-40, Sig Kadet, Hobbistar 60, og fleiri trainera sem ég ætla ekki að telja upp hvað heita hérna, á stélhjóli, nefhjóli, skíðum og flotum og flogið þeim í miklum vindi, stundum hefur vindurinn hreinlega tekið stjórnina á vélinni þar sem vélaraflið hefur hreinlega ekki ráðið við vindinn og þá er ekki um annað að ræða en að koma sér niður hið fyrsta.
Balsatrainer er yfirleitt mjög léttur og sérstaklega vængurinn. Aircorevængur er allur svipað þungur út í gegn. Hann er þyngstur í miðjunni og síðan nokkuð jafn þungur út frá miðu út í vængenda. Þetta gerir okkur kleift að nota Aircore í miklum vindi fyrir þá sem vilja leika sér í slíku veðri, og við erum að tala um ansi mörg skipti sem hægt er að fara með slíka vél út á völl.
Mér sýnist það á fréttavefnum að menn eru að koma sterkari inn í vetrarflug heldur en áður, allavega er það orðið sýnilegra þar sem menn eru að ræða um það hérna á fréttavefnum. Ég fagna því að þetta er að verða heilsárssport hjá mörgum. Hjá mér hefur þetta verið heilsársport frá því 1995 þar sem ég hef haldið þá reglu að reyna að fara í hverjum mánuði allavega einu sinni út á flugvöll og það hefur tekist frá því 1995 (12 ár).
kv
MK

Þetta er eins og með alla þjálfun. Það verður líka að æfa flug í vindi og jafnvel miklum vindi. Ég hef verið með balsatrainer, Skystar, Avistar, PT-40, Sig Kadet, Hobbistar 60, og fleiri trainera sem ég ætla ekki að telja upp hvað heita hérna, á stélhjóli, nefhjóli, skíðum og flotum og flogið þeim í miklum vindi, stundum hefur vindurinn hreinlega tekið stjórnina á vélinni þar sem vélaraflið hefur hreinlega ekki ráðið við vindinn og þá er ekki um annað að ræða en að koma sér niður hið fyrsta.
Balsatrainer er yfirleitt mjög léttur og sérstaklega vængurinn. Aircorevængur er allur svipað þungur út í gegn. Hann er þyngstur í miðjunni og síðan nokkuð jafn þungur út frá miðu út í vængenda. Þetta gerir okkur kleift að nota Aircore í miklum vindi fyrir þá sem vilja leika sér í slíku veðri, og við erum að tala um ansi mörg skipti sem hægt er að fara með slíka vél út á völl.
Mér sýnist það á fréttavefnum að menn eru að koma sterkari inn í vetrarflug heldur en áður, allavega er það orðið sýnilegra þar sem menn eru að ræða um það hérna á fréttavefnum. Ég fagna því að þetta er að verða heilsárssport hjá mörgum. Hjá mér hefur þetta verið heilsársport frá því 1995 þar sem ég hef haldið þá reglu að reyna að fara í hverjum mánuði allavega einu sinni út á flugvöll og það hefur tekist frá því 1995 (12 ár).
kv
MK