Þegar grunnurinn var að mestu farinn sprautaði ég meiri grunni og setti svo fylliefni í allar misfellur. Þegar þær þornuðu pússaði ég þær sléttar. Svo setti ég sex lög af límbandi þar sem ég vil hafa áberandi plötuskil. Svo smurði ég þykku lagi af fylliefni að límböndunum. Þetta þarf að fá að harðna almennilega. Ég reyni að pússa þetta á morgun.
20250506_105938.jpg (143.58 KiB) Skoðað 106 sinnum
Síðast breytt af Gaui þann 9. Maí. 2025 16:03:16, breytt 1 sinni.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Hér er ég búinn að pússa og grunna plötukanntinn á vélrhlífinni.
20250507_091612.jpg (136.5 KiB) Skoðað 78 sinnum
Það eru loftop framan á hlífinni. Ég skar út umgjörðina úr áli og límdi á sinn stað eftir að hafa opnað götin. Þetta lítur smávegis út fyrir að vera Járnkallinn Toný Stark.
20250507_101255.jpg (131.58 KiB) Skoðað 78 sinnum
Og svo setti ég nokkur hnoð á flapana. Þetta er ekki algerlega nauðsynlegt, en þau voru þarna og því þarf ég að bæta þeim við.
20250507_104947.jpg (140.82 KiB) Skoðað 78 sinnum
Síðast breytt af Gaui þann 9. Maí. 2025 16:03:28, breytt 1 sinni.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Morguninn fór í að búa til máta fyrir framrúðuna. Ég notaði stíft plast sem ég klipti til og límdi saman með límbandi til að fá það form sem þarf. Ég held að þetta hafi tekist ágætlega.
20250509_104517.jpg (142.36 KiB) Skoðað 50 sinnum
Áður en ég lími rúðuna í þurfti ég að búa til hallastýris trissurnar sem eru í frambrún vængsins og vírinn sem liggur ofan í mælaborðið.
20250509_115625.jpg (137.57 KiB) Skoðað 50 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Ég límdi gluggana í hurðarnar í morgun. Þetta tók sæmilegan tíma: mæla stærðina, skera rúðurnar út og líma þær í. Það eru tvær rúður í hvorri hurð og það var hægt að renna þeim fram og aftur, en ég ætla bara að hafa þær fastar.
20250510_094348.jpg (137.2 KiB) Skoðað 15 sinnum
Svo dundaði ég mér við að líma flapann á vinstri vænginn. Þetta er heilmikið vesen og ég þurfti að hafa servóin tengd við móttakarann á meðan og sendinn í gangi svo flapinn gæti dottið á réttan stað.
20250510_114217.jpg (141.6 KiB) Skoðað 15 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.