Ég, Elli og Guðjón skelltum okkur í smá ferð til norður Jórvíkurskíris í Englandi en tilgangurinn var að taka þátt í North of England F3F Open 2025. Þar sem skylda er að vera í North York Moors Ridge Soaring Club til að mega fljúga í þjóðgarðinum þá vorum við munstraðir þar inn ásamt öðrum erlendum keppendum. Tvísýn heimsmál á seinni tímum hafa valdið því að flugbann er á drónum í tveggja mílna radíus frá ákveðnum hernaðarmannvirkjum og þar sem eitt af þeim er innan þess radíus frá brekkunni þá þarf að hringja inn áður en farið er að fljúga en að auki er engum öðrum heimilt að fljúga en áðurnefndum félagsmönnum í NYMRSC.
Þar sem tvísýnt var með vindátt fyrsta daginn þá hittumst við á bílastæði í þjóðgarðinum áður en ákveðið var hvort halda skyldi til Levinsham eða Hole of Horcum. Að þessu sinni var það Hole of Horcum svo þá lagt af stað í tæplega kílómetra labb með allan útbúnaðinn. Þegar á áfangastað var komið þá voru óneitanlega ákveðin líkindi með náttúrunni hér sem beið okkar, meira að segja krækiberjalyng með berjum. Fyrstu flug voru um 11 leytið og svo var hætt um 17 en þá voru 9 umferðir í höfn. Elli var óheppinn í lok sjöundu umferðar þegar gömul viðgerð gaf sig og hann tók því ekki meira þátt þann daginn.
Hraðasta tíma dagsins átti Peter Gunning á 32.49s í sjöttu umferð.
Hole of Horcum - 27.júní 2025
Hole of Horcum - 27.júní 2025
- Viðhengi
-
- IMG_6585.jpg (158.38 KiB) Skoðað 19 sinnum
-
- IMG_6592.jpg (389.01 KiB) Skoðað 19 sinnum
-
- IMG_6593.jpg (373.09 KiB) Skoðað 19 sinnum
-
- IMG_6594.jpg (301.89 KiB) Skoðað 19 sinnum
-
- IMG_6595.jpg (319.78 KiB) Skoðað 19 sinnum
-
- IMG_6596.jpg (309.86 KiB) Skoðað 19 sinnum
-
- IMG_6597.jpg (326.69 KiB) Skoðað 19 sinnum
-
- IMG_6600.jpg (285.93 KiB) Skoðað 19 sinnum
-
- IMG_6601.jpg (176.17 KiB) Skoðað 19 sinnum
-
- IMG_6602.jpg (236.96 KiB) Skoðað 19 sinnum
-
- IMG_6607.jpg (335.01 KiB) Skoðað 19 sinnum
-
- IMG_6611.jpg (268.33 KiB) Skoðað 19 sinnum
-
- IMG_6623.jpg (283.82 KiB) Skoðað 19 sinnum
-
- IMG_6628.jpg (164.92 KiB) Skoðað 19 sinnum
-
- IMG_6630.jpg (255.38 KiB) Skoðað 19 sinnum
-
- IMG_6635.jpg (209.74 KiB) Skoðað 19 sinnum
-
- IMG_6636.jpg (208.33 KiB) Skoðað 19 sinnum
-
- IMG_6641.jpg (225.02 KiB) Skoðað 19 sinnum
-
- IMG_6644.jpg (177.6 KiB) Skoðað 19 sinnum
-
- IMG_6659.jpg (181.18 KiB) Skoðað 19 sinnum
-
- IMG_6665.jpg (183.64 KiB) Skoðað 19 sinnum
-
- IMG_6669.jpg (226.65 KiB) Skoðað 19 sinnum
-
- IMG_6671.jpg (171.41 KiB) Skoðað 19 sinnum
Icelandic Volcano Yeti