Kannast einhver við Maule ?

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Kannast einhver við Maule ?

Póstur eftir Agust »

Ég rakst á þessa síðu hjá Glens Models. http://www.glensmodels.com/News/New%20for%20007.htm

Þar sem ég hef alltaf verið skotinn í STOL vélum, sérstaklega upp á síðkastið þegar ég hef verið að fljúga af stuttri flugbraut, vakti þetta athygli mína.

Er til svona 1:1 vél á Íslandi? Örugglega bráðskemmtilegt vél



http://www.airliners.net/search/photo.s ... ords=maule

www.mauleairinc.com

www.maulemods.com

http://en.wikipedia.org/wiki/Maule_Air

Hvernig er Maule borið fram? Kanski bara Múli :)


Mynd

Mynd Mynd
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Gaui K
Póstar: 449
Skráður: 2. Maí. 2004 23:07:17

Re: Kannast einhver við Maule ?

Póstur eftir Gaui K »

Það var til svona vél veit ég en held að hún hafi krassað og eyðilagst veit samt ekki alveg nógu mikið um þetta þarf að njósna aðeins betur.

kv,Gaui K
Passamynd
Steinar
Póstar: 180
Skráður: 8. Jan. 2006 22:47:28

Re: Kannast einhver við Maule ?

Póstur eftir Steinar »

Það var til "MAULE M5 Rocket" á íslandi og hún spann til jarðar í aðflugsbeygju við Flúðaflugvöll með þeim afleiðingum að einn fórst.

Þetta þótti mikil græja og var öflug,(200+ hp) enn flugmaðurinn ofmat bæði getu sína og vélarinnar.

Þetta skeði 1986 og ég man sjálfur vel eftir þessu öllu, því ég sá flakið og þekkti þann sem fórst. (Ég var nú bara 9 ára gamall þá. )

Mynd
Always remember you fly an airplane with your head, not your hands.
Passamynd
Steinar
Póstar: 180
Skráður: 8. Jan. 2006 22:47:28

Re: Kannast einhver við Maule ?

Póstur eftir Steinar »

Vissi að það voru nokkrir sem voru að spá í að krunka sig saman og kaupa svona vél. Ætluðu að stofna félag og kalla það molana...
Always remember you fly an airplane with your head, not your hands.
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Kannast einhver við Maule ?

Póstur eftir Agust »

Ég tek eftir því á á síðunni hjá Glens Models http://www.glensmodels.com/News/New%20for%20007.htm að hægt verður að fá Maule í þrem stærðum:

70" - 0.40 glow - ZG20
87" - 120FS - ZG45 (maybe 62 at a push), great with ZG26
105" - 45-80cc

Á síðunni er mynd og videó af 70" útgáfunni með Zenoah ZG20. Mjög spræk með þessum litla bensínmótor. ("With the ZG20 as above, with unlimited vertical and will torque roll all day!").
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
kip
Póstar: 564
Skráður: 24. Apr. 2006 13:44:49

Re: Kannast einhver við Maule ?

Póstur eftir kip »

http://bentpropproductions.com/ sjáðu vélina sem er á vídjóinu sem fer sjálfkrafa af stað á þessari síðu
Kristinn Ingi Pétursson
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Kannast einhver við Maule ?

Póstur eftir Agust »

Þetta er nú eitthvað fyrir okkar íslensku aðstæður og rigningasumur. Flott dekk. Á ekki í neinum erfiðleikum með að ösla yfir torfærurnar.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Siggi Dags
Póstar: 226
Skráður: 27. Feb. 2006 23:56:58

Re: Kannast einhver við Maule ?

Póstur eftir Siggi Dags »

Ætli það sé mikið mál að breyta Piper cup í torfærupiper!
Gæti komið sér vel fyrir okkur sumarbústaðarmenn.
Anns´i ójöfn túnin á köflum.
Höfum ekki allir aðstöðu fyrir einkaflugvöll,
eða færni í ALGRS!

Stærri mótor - Er þetta ekki spurning um jafnvægi?
:)
Kveðja
Siggi
Passamynd
Gaui K
Póstar: 449
Skráður: 2. Maí. 2004 23:07:17

Re: Kannast einhver við Maule ?

Póstur eftir Gaui K »

Stærri mótor og stærri dekk gæti verið gaman að prufa !

kv Gaui.
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Kannast einhver við Maule ?

Póstur eftir Agust »

Eins konar jeppafílingur. Góð áhrif á karlmennsku-tilfinninguna :)
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Svara