Ef menn hafa fylgst með nýskráningum hér á spjallinu í gegnum tíðina þá hafa þeir eflaust tekið eftir torkennilegum notendanöfnum sem hafa birst hérna en svo horfið skömmu síðar(þegar ég hef eytt þeim). Hingað til hafa þetta bara verið skráningar en í síðustu viku kom fyrsti pósturinn frá svona ruslasendara, í framhaldi af því setti ég upp smá síu sem skoðar innihald pósta áður en þeir birtast og ef það er eitthvað skrýtið að seyði þá er viðkomandi póstur settur til hliðar þangað til ég get litið á hann og staðfest hvort hann sé í lagi eiður ei.
Miðað við það magn sem hefur komið þessa 5 daga þá efast ég ekki um að sían fór upp á réttum tíma. Á þessum 5 dögum síðan sían var sett í gang þá er hún búin að sýna rétt tæplega 90% virkni, 2 saklaus skeyti töfðust í smá stund. Ég efast ekki um að þessi tala eigi eftir að hækka á næstu misserum ef fram heldur sem horfir.
Vonandi veldur þetta ykkur ekki vandræðum en ég held að það geti allir verið sammála um að við viljum ekki að spjallið fari að fyllast af einhverju rusli þó það geti kostað smá tafir annað slagið.
Hér má sjá dæmi póst sem hefur verið stoppaður(kl.18:31 í dag).
Nokkrar fyrirspurnir hafa verið að berast mér varðandi síuna góðu og hvort hún sé að skila einhverjum árangri.
Langaði að sýna ykkur ansi grafíska sendingu sem stoppaði í henni í dag, óskýrileiki er mér að kenna eða þakka eftir því hvernig þið viljið líta á þetta.
Þannig að ég vona að menn fyrirgefi mér(og kerfinu) þó innlegg frá þeim séu tekin til endurskoðunnar og kerfið setji þá í straff á meðan ef einhver vafi leikur á innihaldi póstsins. Ég er reyndar einnig að íhuga aðrar leiðir samhliða síunni sem ættu vonandi að draga nánast alveg úr líkum á því að saklausir módelmenn lendi í súpunni en þó er smá tími í það enn að þær verði innleiddar.
Það er þá kominn tími til að prófa og sjá hvað gerist.
Það gerðist svosem ekkert. Ég hélt að maður þyrfti að slá inn einhverja myndræna stafarunu eða eitthvað svoleiðis, en það kom ekkert þannig upp. Hvaða varnir ertu með Sverrir?
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Eigum við ekki bara að segja að ég haldi þeim fyrir mig, ætla ekki að ræða um þær á opnum vef, annað mál yfir tebolla.
CAPTCHA próf eru ekki 100% áræðanleg í dag, ekki frekar en fyrsta útgáfan af ruslsíunni.
Núverandi leið felur ekki í sér aukaskref fyrir notendur og þeir verða ekki varir við hana.
Þetta er náttúrulega frábært hjá þer Sverrir minn, sérstaklega athyglisvert hvernig þú snýrð uppá prívatið hjá köllunum á myndinni hehe
Kv GH
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar
A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.