Arnarvöllur - 12.júní 2007 Lendingarkeppni Flugmódelfélags Suðurnesja

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11681
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Arnarvöllur - 12.júní 2007 Lendingarkeppni Flugmódelfélags Suðurnesja

Póstur eftir Sverrir »

Þriðjudagskvöldið 12.júní hélt Flugmódelfélag Suðurnesja lendingarkeppni á Arnarvelli. Ágætis veður var en þó voru stíf gola og hliðarvindur á braut sem gerði keppnina þeimur meira spennandi. Vindurinn hafði þó nokkur áhrif á keppendur því ekki náðist fullt hús í neinni umferð. Flognar voru þrjár umferðir með þremur marklendingum í hverri umferð. Alls mættu 10 keppendur til leiks og luku allir nema einn keppni.

Óhætt er að segja að þetta hafi verið hnífjöfn keppni og þurfti bráðabana til að skera úr um fyrsta og annað sæti og einnig sjötta og sjöunda sætið. Ekki dugði þó bráðabaninn til að skera úr um sætin og var því litið á árangur keppenda og sá sem var með hæstu stigin vann. Bæði Maggi og Guðni vorum með 30 stig fyrir eina lendingu en Maggi hafði að auki 20 stig sem Guðni hafði ekki og því raðaði Magnús sér upp fyrir Guðna. Þröstur var mest með 20 stig en Albert 10 stig og því hafði Þröstur betur.

Lokaniðurstaðan varð því þessi.

1.sæti - 80 - Magnús Kristinsson
2.sæti - 80 - Guðni Sigurjónsson
3.sæti - 75 - Eiður Erlendsson
4.sæti - 70 - Steinþór Agnarsson
5.sæti - 60 - Jón B. Jónsson
6.sæti - 45 - Þröstur Gylfason
7.sæti - 45 - Albert Guidice
8.sæti - 25 - Frímann Frímannsson
9.sæti - 15 - Björn G. Leifsson
10.sæti - Haraldur Sæmundsson - (40)

Haraldur Sæmundsson lauk ekki keppni þar sem hann varð fyrir því óhappi að skemma vélina(brotin spaði o.fl.) í þriðju umferð en að loknum tveim umferðum var hann með 40 stig svo ljóst er að hann hefði getað blandað sér í toppslaginn. Á móti kemur að malbikið á vellinum er óþarflega hart en við lofum að bæta úr því ;) Einnig skal það tekið fram að Björn varð fyrir því óhappi að brjóta hjólastellið undan gullfuglinum sínum rétt fyrir keppni svo hann neyddist til að taka þátt með drusluna sína(hans orð), annars er aldrei að vita hvað hann hefði gert.

Langar að lokum að þakka öllum þeim sem tóku þátt og að auki þeim áhorfendum sem mættu á svæðið en þó sérstaklega sérlegum stigaverði og meðdómara Helga Helgasyni.
Vonandi skemmtu menn sér vel, ég veit að ég gerði það :)

Hægt er að sjá fleiri myndir frá keppninni á vefsvæði Flugmódelfélags Suðurnesja.

Nokkur heiðursverðlaun voru veitt af mótsstjóra að móti loknu.

Lengst að komni keppandinn
Þröstur Gylfason - 575 km

Mesta hörkutólið
Frímann Frímannsson - Keppti á Charter án hallastýra á 27 mhz

Flottasta rafmagnsvélin
Haraldur Sæmundsson - Extra 300

Besta tilræðið gegn dómara og stigaverði
Björn G. Leifsson - Skystar

Fagn kvöldsins
Steinþór Agnarsson

Fimleikatilþrif kvöldsins
Jón B. Jónsson

Lið kvöldsins
Team Aircore
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Arnarvöllur - 12.júní 2007 Lendingarkeppni Flugmódelfélags Suðurnesja

Póstur eftir Haraldur »

Ég vil þakka skippuleggjanda(um) fyrir skemmtilegt kvöld og ætla pottþétt að mæta í næsta mót.

Það má bæta við að Extran fékk meiri skell en bara brotin spaða. Braut upp úr hjólafestingum og ramminn sem heldur mótor búkkanum losnaði allur upp. En hún er komin á sjúkrabekkinn og endurhæfingu. Með hjálp góðra líma þá mun hún að fullu ná sér.

Næst á dagskránni er bara leggjast í boot-camp og þjálfa hooveringu inn á reit nr. I.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11681
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Arnarvöllur - 12.júní 2007 Lendingarkeppni Flugmódelfélags Suðurnesja

Póstur eftir Sverrir »

Gott að heyra, stórglæsileg vél :)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Jón Björgvin
Póstar: 103
Skráður: 18. Jan. 2006 17:59:09

Re: Arnarvöllur - 12.júní 2007 Lendingarkeppni Flugmódelfélags Suðurnesja

Póstur eftir Jón Björgvin »

ja flott .... en ég er samála þetta var glæsilegt :D
Svara