Einkavöllur í Reykjadal

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
kip
Póstar: 564
Skráður: 24. Apr. 2006 13:44:49

Re: Einkavöllur í Reykjadal

Póstur eftir kip »

Má til með að sýna ykkur myndir af módelvellinum mínum sem er í smíðum heima í Reykjadal :D:D

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Reyndar er hann það ósléttur sumstaðar ennþá að ég þurfti að modda Stickinn aðeins:

Mynd

já margt var brallað í þessari sveitaferð. Hjólastellið fékk að fjúka undan Ready 2 en menn dóu ekki ráðalausir og var henni skutlað í loftið eftir það og bara lent á nógu mjúkum stað í hvert skipti enda óslegin túnin ;)

Eitt skammarstrikið gerðum við þegar við settum gamlann Yamaha 300cc mótor í gang á gólfinu með Glowfuel 10% nitro.. Hann hafði verið fastur í meira en áratug, svo var hann losaður upp, skellt á gólfið, (ekkert púströr eða tenging við bensíntank) og sjússaður með bensíni í kertagatið og sjússað með spautu inn í blöndung. Ekki vildi hann í gang með Bensíni. Svo skutum við hann með Glowfuel, sumsé tréspíra með 10% nitro og hann rauk í gang og gekk á því vel. Reyndar stóðu langar eldsúlur annarslagið fram úr honum en hann gekk mjög vel..
Kristinn Ingi Pétursson
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11681
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Einkavöllur í Reykjadal

Póstur eftir Sverrir »

Líst vel á mödderana, spurning með skotgryfjurnar ;)

Tilvonandi glæsivöllur, reddaðu hnitum svo við getum komið honum á kortið.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Einkavöllur í Reykjadal

Póstur eftir Agust »

Til hamingju með völlinn! Þú nýtur þess hve undirlagið er miklu sléttara en hjá mér, en þar var miklu meira þýfi.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
kip
Póstar: 564
Skráður: 24. Apr. 2006 13:44:49

Re: Einkavöllur í Reykjadal

Póstur eftir kip »

Spurning hvað sé ódýrasta leiðin til að fá þetta ofur slétt. Líklega að fara með stærri valtara yfir þetta, hann er til en það var minna mál að nota þann minni
Kristinn Ingi Pétursson
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Einkavöllur í Reykjadal

Póstur eftir Agust »

Þegar ég var að gera minn völl leit hann frekar verr út eftir að traktorinn var búinn að fara um með valtara. Víða för og skorningar eftir hjólin. Ég hamaðist eins og naut í flagi í hálfan dag með hrífu, og hætti ekki fyrr en ég varð að láta í minni pokann vegna skinnleysis í lófum.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Helgi Helgason
Póstar: 80
Skráður: 8. Jún. 2006 21:37:13

Re: Einkavöllur í Reykjadal

Póstur eftir Helgi Helgason »

Trixið er nú reyndar að valta og raka til skiptis eða eins og verktakar gera þetta að valta og hefla, svo er frekar erfit að fá mold og tún til að vera slétt á stuttum tíma, Þolinmæðin þrautum vinnur.
Passamynd
kip
Póstar: 564
Skráður: 24. Apr. 2006 13:44:49

Re: Einkavöllur í Reykjadal

Póstur eftir kip »

Já eða nota slóðadragara frekar en hrífu og nota þá dráttartæki sem veldur slóðadraganum án þess að gera hjólför sem slóðadraginn tekur ekki. Ég myndi verða elliær með hrífuna.
Kristinn Ingi Pétursson
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Svara