Tvíþekjumót!

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
tf-kölski
Póstar: 125
Skráður: 19. Apr. 2007 16:34:21

Re: Tvíþekjumót!

Póstur eftir tf-kölski »

Hefur aldrei verið haldið tvíþekjumót?

Kv. Maðurinn sem var á Hamranesi
Driving is for people who can't fly!
Passamynd
kip
Póstar: 564
Skráður: 24. Apr. 2006 13:44:49

Re: Tvíþekjumót!

Póstur eftir kip »

Þú mætir á flugkomuna á Melgerðismela í ágúst ;) Þar verða nokkrar tvíþekjur ;)
Pitts, Christen Eagle, Stearman, Sopwith Pup og fl...
Kristinn Ingi Pétursson
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Passamynd
tf-kölski
Póstar: 125
Skráður: 19. Apr. 2007 16:34:21

Re: Tvíþekjumót!

Póstur eftir tf-kölski »

Frábært, ég mæti með Sopwith Cameluna mína:D
Driving is for people who can't fly!
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Tvíþekjumót!

Póstur eftir einarak »

[quote=TF-KÖLSKI]Frábært, ég mæti með Sopwith Cameluna mína:D[/quote]
leifðu okkur að sjá myndir af dýrinu! ?
Passamynd
tf-kölski
Póstar: 125
Skráður: 19. Apr. 2007 16:34:21

Re: Tvíþekjumót!

Póstur eftir tf-kölski »

Hún verður tilbúin í síðastalagi á morgun en annars kemur mynd á eftir:D
Driving is for people who can't fly!
Passamynd
tf-kölski
Póstar: 125
Skráður: 19. Apr. 2007 16:34:21

Re: Tvíþekjumót!

Póstur eftir tf-kölski »

Gott kvöld kæru flugdólgar, ég notaði ekki "Björn G. Leifsson" stílinn með því að setja inn myndir af hverri einustu skrúfu í vélinni( http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=1287 ) heldur bara svona nokkrar myndir rétt í lokin!

Hér sést Sopwith Camel ARF frá Hangar 9 sem ég var að setja saman

Mynd

Soppinn og fjassinn

Mynd

Soppinn....

Mynd

Þessi vél fer strax upp á Hvolsvöll því ég vil ná tökum á henni þar og læra á hana áður en ég kem með hana í sviðsljósið til ykkar á Hamranesinu.
Glöggir menn sjá að nokkra hluti vantar á flugvélina, geturðu nefnt þá?:D

Kv. Maðurinn og Soppinn
Driving is for people who can't fly!
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Tvíþekjumót!

Póstur eftir Þórir T »

Ég rek strax augun í að hún er mannlaus!!! :D
Passamynd
Guðni
Póstar: 384
Skráður: 17. Jan. 2006 18:09:00

Re: Tvíþekjumót!

Póstur eftir Guðni »

Glæsileg...það vantar ekki mikið ..kanski tvær stífur, strekkja nokkra víra ..jú og svo flugmann og trefilinn hans...og málið er dautt..flott vél...gangi þér vel að fljúga henni :)
If it's working...don't fix it...
Passamynd
tf-kölski
Póstar: 125
Skráður: 19. Apr. 2007 16:34:21

Re: Tvíþekjumót!

Póstur eftir tf-kölski »

Er að hugsa hvort ég fari ekki með hana út á völl á eftir og prófa mótorinn, nenni ekki að lenda í nágrönnunum...
Driving is for people who can't fly!
Passamynd
Gaui
Póstar: 3855
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Tvíþekjumót!

Póstur eftir Gaui »

Ef ballansinn er í lagi, þá er öruggt að hún flýfur eins og hugur manns. Passaðu þig bara að þú getur ekki lent henni með mótorinn í hægagangi. Þú verður að hafa smá snúning til að halda uppi hraðanum: tveir vængir, stífur og vírar eru fljot að stoppa hana. Þegar ég lendi Pupinum mínum, þá púlsa ég inngjöfina í aðfluginu til að halda uppi hraðanum (og þarmeð fluginu) og hætti því ekki fyrr en hún snertir.

Þú mátt heldur ekki "þriggja-punkta lenda" henni. Hún vill koma niður á framhjólin á ferð og síðan á stélið að síga niður þegar hún hættir að fljúga. Ef þú reynir að "flera" út til að láta hana lenda á stélinu, þá bara stekkur hún í loft aftur, kemur síðan asnalega niður aftur og endar á bakinu.

Skoðaðu neðsta myndbandið á þessari síðu:
http://new.flugmodel.is/?page_id=30
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Svara