26.06.2007 - Lífdísil á módelið mitt
Re: 26.06.2007 - Lífdísil á módelið mitt
Eru ekki allir að keppast við að vera „grænir“ í dag? Nú er tækifærið fyrir módelmenn sem vilja fara að breyta til og vera umhverfisvænir því OS hefur nýlega kynnt nýjan mótor OS MAX 55AX-BE.
Sögur herma að mótorinn eyði um 40% minna eldsneyti en sambærilegur glóðarmótor og skili þar að auki minni útblæstri frá sér. OS hefur einnig hannað sitt eigið eldsneyti fyrir mótorinn og kallast það Bio Ethanol Glow Fuel eða BE-1.
Von er á mótornum á markað í Japan nú í sumar.
Menn eru minntir á að nú styttist í Íslandsmeistaramótið í F3F og F3B en það verður haldið um nk. helgi, dagana 30.júní og 1.júlí.
Einnig er Jöklastelpan lögð af stað en smá breyting hefur verið gerð á flugleiðinni nú eftir að þeir lögðu af stað og verður flogið til Narsarsúak í stað Syðri Straumsfjarðar.
Sögur herma að mótorinn eyði um 40% minna eldsneyti en sambærilegur glóðarmótor og skili þar að auki minni útblæstri frá sér. OS hefur einnig hannað sitt eigið eldsneyti fyrir mótorinn og kallast það Bio Ethanol Glow Fuel eða BE-1.
Von er á mótornum á markað í Japan nú í sumar.
Menn eru minntir á að nú styttist í Íslandsmeistaramótið í F3F og F3B en það verður haldið um nk. helgi, dagana 30.júní og 1.júlí.
Einnig er Jöklastelpan lögð af stað en smá breyting hefur verið gerð á flugleiðinni nú eftir að þeir lögðu af stað og verður flogið til Narsarsúak í stað Syðri Straumsfjarðar.
Icelandic Volcano Yeti
Re: 26.06.2007 - Lífdísil á módelið mitt
Halló, ég er sko að spyrja fyrir vin minn:D; Hvað er F3F og F3B?
Driving is for people who can't fly!
Re: 26.06.2007 - Lífdísil á módelið mitt
Icelandic Volcano Yeti
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: 26.06.2007 - Lífdísil á módelið mitt
Bæó-glóðarbensín... hmmm...það er alveg ótrúlegt hvað græna byltingin er að ná völdum.
En það er alltaf hægt að hafa gaman af Jap-enskunni:

En það er alltaf hægt að hafa gaman af Jap-enskunni:

"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken
Re: 26.06.2007 - Lífdísil á módelið mitt
Ég er nú svo vitlaus ... ég hélt að etanól (= áfengi) VÆRI lífrænt. Alla vega man ég ekki í svipinn eftir neinni ólífrænni aðferð við að búa það til.
Þar að auki er ekki mikill minur á Etanóli og Metanóli, nema að metanól er ódýrara (það er nefnilega ekki hægt að drekka það) og etanól gefur heitari og sterkari bruna. Sjá hér: http://en.wikipedia.org/wiki/Methanol og hér: http://en.wikipedia.org/wiki/Ethanol
Þar að auki er ekki mikill minur á Etanóli og Metanóli, nema að metanól er ódýrara (það er nefnilega ekki hægt að drekka það) og etanól gefur heitari og sterkari bruna. Sjá hér: http://en.wikipedia.org/wiki/Methanol og hér: http://en.wikipedia.org/wiki/Ethanol
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: 26.06.2007 - Lífdísil á módelið mitt
Svona ekki fara að skemma markaðshypeið fyrir þeim 

Icelandic Volcano Yeti
Re: 26.06.2007 - Lífdísil á módelið mitt
Ætli útblásturinn lykti af frönskum kartöflum.
Maður hefur séð það í fræðsluþætti um mann sem var að gera tilraunir með lífefni á bílinn sinn að hann fór að skyndibitastaðina og safnaði gamallri steikingarolíu, hreinsaði og setti svo á bílinn. Og útblástur bílsins lyktaði af frönskum karftöflum.
Kannski verður þetta þannig að maður kemur við á MacDonalds: "Einn ostborgara og 1L af steikingarolíu, takk!", á leiðinni á flugvöllinn.
Maður hefur séð það í fræðsluþætti um mann sem var að gera tilraunir með lífefni á bílinn sinn að hann fór að skyndibitastaðina og safnaði gamallri steikingarolíu, hreinsaði og setti svo á bílinn. Og útblástur bílsins lyktaði af frönskum karftöflum.
Kannski verður þetta þannig að maður kemur við á MacDonalds: "Einn ostborgara og 1L af steikingarolíu, takk!", á leiðinni á flugvöllinn.
Re: 26.06.2007 - Lífdísil á módelið mitt
[quote=Haraldur]Kannski verður þetta þannig að maður kemur við á MacDonalds: "Einn ostborgara og 1L af steikingarolíu, takk!", á leiðinni á flugvöllinn.[/quote]
Þú færir nú varla að bjóða svona mótor upp á neitt annað en Isio 4 með fjöltranseinómettuðum fitusýrugerlum, Omega 3 og A, B og D dýnamíti til að tryggja honum langlífi?
Þú færir nú varla að bjóða svona mótor upp á neitt annað en Isio 4 með fjöltranseinómettuðum fitusýrugerlum, Omega 3 og A, B og D dýnamíti til að tryggja honum langlífi?
The chance of survival is proportional to the angle of arrival.
Re: 26.06.2007 - Lífdísil á módelið mitt
Einu sinni átti ég gamlan Pólskan Fíat. Einn morguninn vildi hann ekki fara í gang. Ég fann ekkert bílabensín til að snafsa hann, en átti nóg af módeleldsneyti. Tók loftsíuna af og hellti vænum slurk beint í blöndunginn. Bíllinn rauk í gang og gekk eins og klukka, en ég komst í vinnuna á réttum tíma.
Minnistæður er reykjarmökkurinn úr púströrinu og góða flugmódellyktin sem lagði yfir hverfið. Þetta var nebbbnilega ekta flugmódelbensín, þ.e ekki með synthetískri olíu, heldur ekta laxerolíu.
Minnistæður er reykjarmökkurinn úr púströrinu og góða flugmódellyktin sem lagði yfir hverfið. Þetta var nebbbnilega ekta flugmódelbensín, þ.e ekki með synthetískri olíu, heldur ekta laxerolíu.