Flugkoma FMFA á Melgerðismelum 11. ágúst 2007

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Gaui
Póstar: 3856
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Flugkoma FMFA á Melgerðismelum 11. ágúst 2007

Póstur eftir Gaui »

Hin árlega flugkoma Flugmódelfélags Akureyrar verður haldin samkvæmt venju á Melgerðismelum helgina eftir verslunarmannahelgina, laugardaginn 11. ágúst 2007. Sendagæsla byrjar kl. 09:00 og stendur til kl. 18:00.

Allir módelmenn á Íslandi og nágrannalöndum eru boðnir velkomnir.

Í ár verða teknar up tvær nýjungar. Í fyrsta lagi, þá erum við búnir að skipta deginum upp í tímabelti, sem hvert um sig tekur 15 mínútur og úthluta þeim til ákveðinna hópa innan módelgeirans. Það þýðir að viðkomandi módelflug á forgang á þeim tíma og aðrir mega ekki fljúga. Til dæmis eru byrjendur settir á milli klukkan 09:45 og 10:00. Þá er ekki ætlast til að sjóðheitir listflugkappar séu að fljúga á meðan, enda fá þeir sitt tækifæri á öðruim tímum og þá eiga byrjendur ekki að vera að þvælast fyrir. Sama á við um þyrluflugmenn og svifflugugaura.

Átta sinnum yfir daginn (á heila tímanum - byrjar kl. 10:00) er sett á sýning. Hér er ætlast til að þeir sem hafa sérlega áhugaverð módel og vilja sýna hvað þau geta, geti pantað sér heilt kortér þar sem enginn annar er að fljúga og munu þá allra augu beinast að viðkomandi. Þetta getur verið listflug á sérlega stórri listflugsvél, samflug tveggja eða fleiri eða hvað annað sem gestunum dettur í hug.

Önnur nýjung sem við ætlum að prófa er listflugskeppni fyrir byrjendur. Einu kröfurnar sem gerðar eru í þessum flokki eru þær að viðkomandi flugmaður hafi byrjað að fljúga (eða byrjað aftur eftir langt hlé) fyrir ekki meira en tveim árum. Það þýðir að þeir sem byrjuðu 2005 eða síðar mega taka þátt. Flognar verða tvær umferðir klukkan 13:15 og 16:15. Keppnisæfingarnar eru birtar á vef FMFA (http://www.flugmodel.is/).

Flugmódelfélag Akureyrar hlakkar til að sjá flugmódelkappa landsins safnast saman í góða veðrinu á Melgerðismelum.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Flugkoma FMFA á Melgerðismelum 11. ágúst 2007

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Flott.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Flugkoma FMFA á Melgerðismelum 11. ágúst 2007

Póstur eftir einarak »

[quote=Gaui]Önnur nýjung sem við ætlum að prófa er listflugskeppni fyrir byrjendur. Einu kröfurnar sem gerðar eru í þessum flokki eru þær að viðkomandi flugmaður hafi byrjað að fljúga (eða byrjað aftur eftir langt hlé) fyrir ekki meira en tveim árum. Það þýðir að þeir sem byrjuðu 2005 eða síðar mega taka þátt. Flognar verða tvær umferðir klukkan 13:15 og 16:15. Keppnisæfingarnar eru birtar á vef FMFA (http://www.flugmodel.is/).[/quote]
Hvernig fer skráning og annað fram? sennilega mætti maður prufa ef nemesis 90 verður klár :cool:

ég skil ekki þessa æfingu alveg;

3: Flöt átta Stig = 10
Módel beygir frá braut áður en það kemur að flugmanni og tekur síðan flata áttu þar sem það beygir í víðan hring að braut fyrst hlémegin og síðan kulmegin. Mikilvægt er að báðir hringir séu jafnir og vel hringlaga og að módelið missi ekki hæð.
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Flugkoma FMFA á Melgerðismelum 11. ágúst 2007

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Öh... gildir það ef maður getur fengið vottað að allar tilraunir til flugs þangað til í fyrrasumar um það bil, geti ekki talist flug heldur frekar "kontróllerað kaós" og þannig hreint tæknilega ekki byrjað að fljúga fytrr en þá :D
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Gaui
Póstar: 3856
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Flugkoma FMFA á Melgerðismelum 11. ágúst 2007

Póstur eftir Gaui »

Einar

flöt átta er þegar módelið flýgur í áttu séð ofanfrá (eða naðanfrá). best er að sjá þetta myndrænt:

Mynd

Hér er flugmaðurionn staddur þar sem stendur F og vindurinn (miðað við keppnina) er frá hægri.

Björn: ég held að þú munir ekki fá að keppa, en þó skal ég nefna það við félaga mína. Kontróllerað kaos er það sem sumir okkar gömlu kallanna hafa stundað frá því hjólið var fundið upp.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
tf-kölski
Póstar: 125
Skráður: 19. Apr. 2007 16:34:21

Re: Flugkoma FMFA á Melgerðismelum 11. ágúst 2007

Póstur eftir tf-kölski »

JEAHHHHHH... ég er búinn að vera í 3 ár í módelflugi! Ekki byrjandi?
Driving is for people who can't fly!
Passamynd
Gaui
Póstar: 3856
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Flugkoma FMFA á Melgerðismelum 11. ágúst 2007

Póstur eftir Gaui »

Kölski: ef þú byrjaðir 2005 og færð einhvern (formanninn þinn eða einhvern annan úr stjórninni) til að sannreyna það, þá máttu vera með.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
tf-kölski
Póstar: 125
Skráður: 19. Apr. 2007 16:34:21

Re: Flugkoma FMFA á Melgerðismelum 11. ágúst 2007

Póstur eftir tf-kölski »

hmm... ég er bara nýgenginn í Þyt svo held að þeir trúi mér ekki betur en þið... En er ekki nógu góð sönnun að fljúga Sopwith?:D Þú ert nú vanur sopwith maður Gaui svo þú veist að þetta er ekki byrjenda shiznit?
Driving is for people who can't fly!
Passamynd
Ingþór
Póstar: 596
Skráður: 4. Feb. 2005 00:42:21

Re: Flugkoma FMFA á Melgerðismelum 11. ágúst 2007

Póstur eftir Ingþór »

[quote]Allir módelmenn á Íslandi og nágrannalöndum eru boðnir velkomnir.[/quote]
nú er ég ekki í neinu félagi og þarafleiðandi ekki með neina sérstaka flugmódel-tryggingu, er mótið sérstaklega tryggt og mér semsagt velkomið að komma og taka þátt eða átti þetta að vera "allir módelmenn í sér-tryggðum flugmódel-félögum"?
- - Þegar þú flýgur á hvolfi er niður upp og upp kostar pening - -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -
Passamynd
Gaui
Póstar: 3856
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Flugkoma FMFA á Melgerðismelum 11. ágúst 2007

Póstur eftir Gaui »

Ingþór

Mótið er sértryggt, svo þér er velkomið að koma og sýna listir þínar.

Af hverju gengur þú ekki bara í FMFA?

Kölski - ef þú sækir það fast að fá að fljúga í keppninni, þá máttu það. Keppnin er ekki hugsuð sem einhvers konar dilkadráttur, heldur bara til að fá þá sem eru enn að fljúga trainerum eða næstu gerð á eftir að reyna að fljúga ákveðið prógram (sem er ekki endilega mjög auðvelt þó það sé ekki flókið) og að taka þátt í skemmtilegri keppni (sem er oftast gaman).
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Svara