Horfði einhver á Ghostboat á Stöð 2?
Þar var ansi góður grautur af slæmri þýðingu, og hreinu þekkingarleysi t.d.:
torpedo = það var þýtt sem flugskeyti, drengirnir voru um borð í kafbát úr seinni heimstyrjöld og hvenær í fjandanum var flugskeytum skotið úr þess háttar faratæki????
Hér kemur samt það besta:
Switch to red lighting = það var þýtt sem "skiftu yfir á rauðu eldinguna", þar var botninum náð og það tók langan tíma að ná mér eftir hláturskastið eftir þessa snilld
