08.08.2007 - Styttist í hina árlegu flugkomu á Melgerðismelum

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11681
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 08.08.2007 - Styttist í hina árlegu flugkomu á Melgerðismelum

Póstur eftir Sverrir »

Laugardaginn 11.ágúst nk. verður hin árlega flugkoma Flugmódelfélags Akureyrar(FMFA) haldin á Melgerðismelum.

Sendagæslan byrjar stundvíslega kl.9 og skipulögð dagskrá stendur yfir til kl.18. Hægt er að fræðast nánar um samkomuna með því að líta á vef FMFA. Einnig er þráður á spjallinu þar sem rætt er um flugkomuna.

Óhætt er að segja að þarna verði allir módelmenn sem vettlingi geti valdið.

Munið svo að nóg er að gera fyrir fjölskylduna, stór handverkshátíð í Hrafnagili og fiskidagur á Dalvík.

Hægt er að lesa um eldri samkomur og skoða myndir hér á vefnum.
2004: Frásögn og myndir
2005: Frásögn og myndir
2006: Frásögn og myndir
Icelandic Volcano Yeti
Svara