Enn einn mega-bömmerinn!

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
tf-kölski
Póstar: 125
Skráður: 19. Apr. 2007 16:34:21

Re: Enn einn mega-bömmerinn!

Póstur eftir tf-kölski »

Ég sá einhverstaðar á spjallinu að rætt var um megabömmera en þó ekki tengdir flugmódelum, svo ætli ég taki ekki að mér það hlutverk að vera Flugmódelmegabömmer?:D

En það sem við erum að ræða um hér tengist fólki á tvítugsaldrinum, áfengi, flugmódelum og brjálsemi, þið sjáið bara hvernig það fer fram...

Elevator brotinn eftir að utanaðkomandi hefur tekið nokkur dansspor nálægt módeli...:P (rauðir hringir sýna staðsetningu sára)

Mynd

Um er að ræða nokkuð slæmar sprungur...

Mynd

vel brotið...

Mynd

Illa brotið!

Mynd

Þetta beið mín eftir að ég kom frá noregi um kl 2 í dag :S

Súrt er að "krassa" þegar módel er ekki á flugi, sama gerðist fyrir trainerinn minn, reyndar vinstri elev brotnaði eftir að bílsæti pressaði hann niður rétt fyrir Akureyrar gamanið en það er komið í lag.

Umhugsunar efnið er hvort ég eigi að smíða nýjann elev eða bara líma þetta og bæta? En þá er málið með litinn á ultracote dúknum.
Driving is for people who can't fly!
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Enn einn mega-bömmerinn!

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Þetta er klárlega viðgerðarhæft. Aðalatriðið að flöturinn verði sem réttastur aftur. Það er hægt að nota annaðhvort Epoxý eða PU lím sbr Þennan þráð.
Varðandi klæðninguna þá voru nú gömlu stríðskapoparnir ekki alltaf að bíða eftir að ná í réttu málninguna áður en þeir héldu af stað aftur eftir viðgerðir. Þó þú notir einhvern annan sannfærandi lit af möttu efni (kannski hægt að fá í Tómó?) þá er það bara til að gera hana enn raunverulegri.
Sjáðu bara vængendann á Sopwith-inum hans Gauja þar sem hann viljandi líkti eftir viðgerð sem farið hafði fram á fyrirmyndinni.

Mynd
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
tf-kölski
Póstar: 125
Skráður: 19. Apr. 2007 16:34:21

Re: Enn einn mega-bömmerinn!

Póstur eftir tf-kölski »

Ég velti þessu fyrir mér um það leiti sem þetta gerðist og taldi það vera góða hugmynd, en ég er ekki með neina rosa reynslu í "dúkklæðingu" en geri mitt besta. (ætla athuga eitthvað sannfærandi í tómó)
Driving is for people who can't fly!
Svara