Fyrir valinu varð pínulítill deltavængur fyrir .25 mótor - enda er ég ekki með smíðaaðstöðu heima. Stofuborðið varð því fyrir valinu og smíðatími reiknaður þannig að ég yrði búinn að ryksuga og setja upp englabrosið þegar konan kæmi heim úr vinnunni. Teikningin kom með RCM&E í júlí 1999.
Á meðan Júníorinn óverdósaði á Nemó og félögum byrjaði ég um níuleytið.

Um hálfellefu voru stélin komin á...

Og um hádegið bara eftir að búa til einfaldan skrokk sem smýgur inn í glennuna fremst á vængnum.

Nóg í dag enda á ég ekki balsaplötur í klæðninguna hérna heima. Ætli það taki ekki nokkra tíma til viðbótar að gera hana klára fyrir tækin. Það verður gaman að sjá hvort þetta fyrirbrigði flýgur...
Kveðjur,
Árni Hrólfur
Akureyri