05.10.2007 - Stjörnustríð

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11683
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 05.10.2007 - Stjörnustríð

Póstur eftir Sverrir »

Hvern hefur ekki alltaf langað til að smíða módel úr Star Wars? Kannski ekki okkur hér upp á klaka en ef þú átt heima í Bandaríkjum Norður Ameríku þá eru svo sem ágætar líkur á því, hvað þá heldur ef þú ert meðlimur í eldflaugaklúbbi.

Hópur manna frá Santee í Kaliforníu er einmitt að láta drauminn rætast um þessar mundir og er að smíða eitt stykki X-Wing í 100% skala, rétt sex og hálfur meter á lengd og auðvitað með R2-D2 um borð.

Til stendur að jómfrúarflugið fari fram laugardaginn 6.október nk.

Áhugasamir geta lesið sér nánar til um þetta áhugaverða verkefni á vefslóðinni http://www.polecataerospace.com/X-Wing.htm
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Messarinn
Póstar: 936
Skráður: 1. Apr. 2005 12:44:30

Re: 05.10.2007 - Stjörnustríð

Póstur eftir Messarinn »

Hey flott maður
enn ég get ekki séð að þetta geti flogið nema beint upp í loftið...
Þyngdarpunkturinn er langt fyrir framan vængina sem eru ekki með neitt airfoil. heldur flatir að ofan og neðan -ekkert lift-
þetta verður bara upp og niður flug að mínu mati. kannski kemur video af þessu á youtube..
kv GH
Mynd
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar

A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11683
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 05.10.2007 - Stjörnustríð

Póstur eftir Sverrir »

Það er auðvitað hægt að láta flata plötu „fljúga“ ef það er nógu mikill knýr til staðar ;)
En það sem mér þykir hins vegar einkar áhugavert er það að þeir ætla sér 35 sekúndur í að koma vængjunum frá lokaðri stöðu og yfir í X stöðuna.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
kip
Póstar: 564
Skráður: 24. Apr. 2006 13:44:49

Re: 05.10.2007 - Stjörnustríð

Póstur eftir kip »

Hún flaug um helgina!!!!!: http://gizmodo.com/gadgets/boom/x+wing- ... 307945.php
En leystist upp í tætlur í fluginu.... :(

Menn deila hvað hafi valdið því:
The problem wasn't that they made it out of balsa wood. The problem was that they had four sources of thrust which weren't perfectly aligned, which is why it didn't fly straight at all before breaking up.

Annar:
It wasn't just the construction at fault, it was also the design. I'm not rocket scientist but even I know there's a reason that all proper rockets are 'vibrator shaped'.
Still, I must admit it did better than I expected - I didn't think it would take off.


Hér er umfjöllun um smíðina: http://gizmodo.com/gadgets/star-wars/ro ... 305976.php

Er þetta ekki FW190 http://gizmodo.com/photogallery/xwingro ... on/2767961 :D:D:D
Kristinn Ingi Pétursson
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Passamynd
Messarinn
Póstar: 936
Skráður: 1. Apr. 2005 12:44:30

Re: 05.10.2007 - Stjörnustríð

Póstur eftir Messarinn »

Að mínu mati þá var hún ekki nógu sterkbyggð fyrir 4 eldflauga mótora, þeir hreinlega hristu x-wing-inn í sundur og hröðunin var greinilega rosaleg að afturendinn fór framúr framendanum og miðjan tvístraðist og mótorarnir fóru í Norður, Vestur, Suður og Austur og og og ...... :O :O:O:O



[quote=kip]Er þetta ekki FW190 http://gizmodo.com/photogallery/xwingro ... on/2767961 :D:D:D[/quote]
Hvað áttu við með þessu????
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar

A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
Passamynd
kip
Póstar: 564
Skráður: 24. Apr. 2006 13:44:49

Re: 05.10.2007 - Stjörnustríð

Póstur eftir kip »

[quote=Messarinn]Að mínu mati þá var hún ekki nógu sterkbyggð fyrir 4 eldflauga mótora, þeir hreinlega hristu x-wing-inn í sundur og hröðunin var greinilega rosaleg að afturendinn fór framúr framendanum og miðjan tvístraðist og mótorarnir fóru í Norður, Vestur, Suður og Austur og og og ...... :O :O:O:O [quote=kip]Er þetta ekki FW190 http://gizmodo.com/photogallery/xwingro ... on/2767961 :D:D:D[/quote]
Hvað áttu við með þessu????[/quote]
Bara grín Gummiminn ;););)
Mynd

ps. Það er komið nýtt og betra vídeó af fluginu á http://gizmodo.com/gadgets/boom/x+wing- ... 307945.php
Kristinn Ingi Pétursson
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Passamynd
Árni H
Póstar: 1604
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: 05.10.2007 - Stjörnustríð

Póstur eftir Árni H »

Þvílíkir vitleysingjar að reyna að láta þetta fljúga - æijæja, þeir náðu svo sem ágætum myndum af þessu :rolleyes: :rolleyes: :rolleyes:
Svara