Bellanca Decathlon "XXL"

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Gaui
Póstar: 3771
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Bellanca Decathlon "XXL"

Póstur eftir Gaui »

Þakka þér fyrir ábendinguna Spitfire. Ég skoða þetta svo sannarlega á milli jóla og nýárs.

Jæja, það tók eina viku af rólegri smíði ásamt því að undirbúa jólin með fjölskyldunni, en hér eru skrokkarnir báðir komnir hálsfsmíðaðir upp á borðið:

Mynd

Þessir tveir risastóru skrokkar og fjórir vængplankar eru farnir að taka dálítið af plássinu í skúrnum hjá mér.

Í næstu viku ætla ég að reyna að halda áfram með skrokkana. Næsta skref er að setja vængrörið í og máta stélfletina á sinn stað. þá get ég mælt allt upp í leiðinni. Til að gera það þarf ég að stilla skrokkunum upp í miðjum skúrnum svo ég hafi aðgang að þeim frá öllum hliðum. Sjáumst þá
Gleðileg jól frá Grísará.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3771
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Bellanca Decathlon "XXL"

Póstur eftir Gaui »

Ég setti stélflötinn á og festi hann með balsastöngum þannig að hanna myndar 90 gráður á stélkambinn. Sípan skar ég ytra vængrörið í rétta lengd og setti það á sinn stað efst í skrokknum. Nú gat ég sett allt módelið saman í fyrsta sinn. Það tekur allmikið pláss í skúrnum mínum:

Mynd

Nú notaði ég ýmis verkfæri, s.s. band, reglustikur og laser hallamæli til að athuga hvort ég þyrfti að leiðrétta eitthvað. Leiðbeiningarnar tala um að maður hafi skekkjumörku upp á +/- 2mm með vænginn. Það kom þó í ljós að vængurinn situr nákvæmlega rétt og vegalendgdin frá stélkinu að vængendunum var alveg nákvæmlega sú sama upp á millimeter. Þetta var miklu betra en ég hafði þorað að vona.

Næsta skref var að Zappa balsa prik framan á vængrörin að rammanum þannig að epoxýblandan gæti ekki runnið niður í skrokkinn:

Mynd

Síðan blandaði ég saman epoxý kvoðu og niðurskorinn glerfíber til að festa vængrörið til frambúðar:

Mynd

Nóg að sinni. Gleðilegt nýtt ár.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3771
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Bellanca Decathlon "XXL"

Póstur eftir Gaui »

Ég lauk við að klæða framhluta skrokkanna með balsa:

Mynd

Svo setti ég 3x10mm balsa ræmur á ramma og langbönd neðan á skrokknum þar sem Solartex klæðningin á eftir að sitja:

Mynd

Ég setti líka 3mm léttkrossvið í gluggana þar sem glerið á eftir að skrúfast og byrjaði að setja hurðastoppin í:

Mynd

Það er brot í hurðinni eins og skrokknum og til að búa það til segja leiðbeiningarnar að maður skuli líma 10x10mm balsa á innri hurðarrammann. Það sem það er síðan að mestu heflað í burtu virðist þetta vera helst til mikið og 5x10mm ættu að duga:

Mynd

Þegar límið var hart setti ég þetta í dyraopið og merkti á balsann hvar ég mátti hefla í burtu. Eftir að hefla og pússa í hálftíma límdi ég síðan ytra hurðarbyrðið á:

Mynd

Hurðin passar núna nokkuð vel í opið. Næsta skref er að setja læsingarjárnið og lamirnar á.

Mynd

Á meðan límið harðnaði langaði mig að gera eitthvað gagnlegt, svo ég sótti hjólastellið og rúnnaði fram- og afturbrúnir þess. Hjólastellið er gert úr einhvers konar pressuðum glerfíber og er sérlega hart og virðist akkúrat það sem þarf í verkið. Til að rúnna brúnirnar á því notaði ég pússitromlu í Dremel fræsaranum og helling af grófum sandpappír:

Mynd

Tókstu eftir gúmmíhönskunum? Þarna er veiki punkturinn minn!

Í þessu tómstundagamni okkar þurfum við að fást við ýmsa hluti og efni sem sum eru heilsusamleg, önnur gera okkur ekki neitt og enn önnur eru beinlínis hættuleg. En áhrif þessara efna virðast ekki alltaf þau sömu frá einum til annars. Einn félagi minn hér fyrir norðan er t.d. með hrikalegt ofnæmi fyrir sekúndulími og fær stýflað nef og þrútin augu í hvert sinn sem hann notar slíkt lím. Annar vinur minn (aumingja drengurinn) er viðkvæmur fyrir balsaryki og hnerrar og hóstar upp lifur og lungum ef hann gleymir að setja á sig rykgrímu þegar hann pússar.

Ég, aftur á móti, þoli hvað sem sem er.
Nema glerfíger.
Þegar ég nota glerfíber fæ ég þvílíkan kláða í hendurnar og þá sérstaklega á hliðarnar á fingrunum að ég þoli varla við. Ég get varla verið steinsnar frá þessu drasli án þess að nudda á mér hendurnar í marga daga á eftir. Þannig að í hvert sinn sem ég vinn með eitthvað sem inniheldur glerfíber, þá verð ég að setja á mig ógeðslega, illa lyktandi latex hanska.

Meira um hjólastellin síðar.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
HjorturG
Póstar: 188
Skráður: 15. Apr. 2005 17:01:03

Re: Bellanca Decathlon "XXL"

Póstur eftir HjorturG »

Eftirfarandi skrifað af Birni G...
(Hjörtur enn einu sinni búinn að logga sig inn á minni tölvu og ég tók ekki eftir því fyrr en eftirá)

Latex hanska þola margir ekki, td ég. Það eru til vínýl hanskar sem gera sama gagn en eru ekki eins teygjanlegir. Ég nota þá alltaf í vinnunni og skúrnum.
Misjöfn gæði eins og gengur. Bara hafa þá nógu rúma því þeir rifna frekar ef maður er að troðast í þá.
Fást hér fyrir sunnan í Rekstrarvörum allavega.
Passamynd
Gaui
Póstar: 3771
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Bellanca Decathlon "XXL"

Póstur eftir Gaui »

Smá framfarir: Hér er hurðin tilbúin með klinkunni (hún fylgir með í kittinu) og lömunum og búið að skrúfa rúðuna á. Rúðurnar eru skrúfaðar á með meira en milljón skrúfum, svo ég þakkað fyrir að einhver var búinn að finna up vélskrúfjárnið:

Mynd

Plastið í rúðunum lítur út fyrir að vera ógagnsætt og rispað, en í rauninni er verndarfilma báðum megin á því og þessa filmu tek ég ekki af fyrr en eftir að búið er að sprauta módelin og rúðurnar eru skrúfaðar á í síðasta sinn.

Hér sést hvar búið er að skrúfa rúðurnar á báðar hliðar og hurðina. Framrúðan verður ekki sett á fyrr en búið er að setja mælaborðið á sinn stað:

Mynd

Næst ætlaði ég að setja 2mm stálræmur sem vænstífurnar eru skrúfaða á, en nú varð ég hissa: götin sem búið er að bora í golfið á skrokknum eru ekki rétt og stndast ekki á við götin í stálinu. Þar að auki eru götin í skrokknum 3mm en götin í stálinu 4mm. Ég varð því að bora þessi göt í gólfið, ekki neitt rosalegt verk, en það hafði bara allt passað hingað til:

Mynd

Svo kom að því að setja hjólastellin á. Ég fann miðjuna á þeim með réttskeið og vinkli og merkti síðan og boraði þrjú göt. Í leiðbeiningunum segir að maður skuli bora fimm 6mm göt og festa stellin á með M6 boltum og gaddaróm, en það voru bara þrjár gaddarær í kittunum og engir M6 boltar.

Mynd

Hér sést inn í skrokkinn þar sem gaddarærnar sitha. Það er svosem ekkert mál að bæta tveim við, en mér finnst ekkert endilega að það þurfi – svo framarlega sem flugmennirnir eru góðir að lenda:

Mynd

Næst setti ég stélhjólastellin saman og límdi bút af 6mm léttkrossara í skrokkendann til að taka við M3 gaddarónum sem halda stellinu á:

Mynd

Skrokkarnir tveir minnka ekkert í skúrnum hjá mér:

Mynd

Það næsta sem maður gerir við hjólastellin er að setja dekkin og hjólaskálarnar é, en þá kom upp smá vandamál. Leiðbeiningarnar segja að maður skuli styrkja skálarnar með koltrefjum í kringum opið og setja koltrefjadúk þar sem öxlarnir koma. Þar sem ég á ekki neinar koltrefjar, þarf ég að panta þær frá Englandi og því verður þetta að bíða ögn. Ég get á meðan lokið við að pússa skrokkana áður en ég get klætt þá með Solartexi.

Það síðasta sem ég gerði í dag var að líma mælaborðin á sinn stað. Þau eru úr glerfíber og setja mikinn svip á módelin:

Mynd


Sjáumst í næstu viku.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Bellanca Decathlon "XXL"

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote]...Það er svosem ekkert mál að bæta tveim [gaddaróm]við, en mér finnst ekkert endilega að það þurfi – svo framarlega sem flugmennirnir eru góðir að lenda...[/quote]
Er það rangt hugsað hjá mér að það sé kannski bara betra að hafa færri festingar. Að ef fleiri rær á stærra svæði þá væri meiri hætta á að stellið taki með sér stóra blokk úr skrokknum/gólfinu við klaufalendingu.

Svo önnur spurning. Er ekki nóg efni í hurðinni til að festa lamirnar í falsinn og fela þær þannig? Eða er þetta kannski "skalalegra" svona?

Tilraun til að ASCII-teikna hvað ég meina (O-ið er pinninn í löminni) :

_____________| |_________
_____________| |_________
O
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Gaui
Póstar: 3771
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Bellanca Decathlon "XXL"

Póstur eftir Gaui »

[quote=Björn G Leifsson]Svo önnur spurning. Er ekki nóg efni í hurðinni til að festa lamirnar í falsinn og fela þær þannig? Eða er þetta kannski "skalalegra" svona?[/quote]
Jú, líklegra væri það skalalegra, en það eru utanályggjandi lamir á Decathlon þó þær séu örlítið minni um sig og oft með "quick release":

Mynd

Svona er þetta á þessu kitti sem er í sjálfu sér ekki svo svakalega "skala" og ég ákvað að halda því sem fylgir. Ef eigandinn vill, þá er lítið mál að búa til nýjar lamir.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Bellanca Decathlon "XXL"

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Ég átti nú ekki beint við nýjar lamir heldur taka úr hurðarkantinum og karminum og fella þessar inn þannig að bara pinninn skagi út. Einhvern vegin lítur þetta hálf skrattalega út en kannski hverfur það meira og minna þegar litur kemur á.

Baaara svona mín besservisserpæling :P
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Gaui
Póstar: 3771
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Bellanca Decathlon "XXL"

Póstur eftir Gaui »

Hérna er prótótýpan. Lamirnar sjást ekki.

Mynd

Hel***** er hún stór !
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Bellanca Decathlon "XXL"

Póstur eftir Sverrir »

Kipparinn sendi skeyti og krafðist þess að umheimurinn yrði upplýstur um gang mála á Svínará. Mynd

Mynd Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Svara