Bellanca Decathlon "XXL"

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Bellanca Decathlon "XXL"

Póstur eftir Sverrir »

Svakalegt!

Er búið að semja við málningarfyrirtækin um magnafslátt ;)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Gaui
Póstar: 3771
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Bellanca Decathlon "XXL"

Póstur eftir Gaui »

Þú verður að spyrja Þröst að því, hann ætlar að sprauta gripina í nýja húsnæðinu niðrá Eyri.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3771
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Bellanca Decathlon "XXL"

Póstur eftir Gaui »

Undanfarnar tvær vikur hef ég nær ekkert gert nema klæða módel (flugmódel, ekki sýningarmódel, því miður). Ég kláraði bæði vængjasettin, bæði stél og öll stýri. Áður en ég klæddi skrokkana málaði ég þá inna með svartri málningu til að innviðirnir væru ekki eins svakalega áberandi.

Mynd

Síðan klæddi ég annan skrokkinn, fyrst að neðan, síðan hliðarnar og síðan ofan á toppinn. Annað módelið á ég bara og klæða og síðan afhenda Þresti það, svo ég reyndi að fara eins langt með það og ég gat. Hér sést skrokkurinn klæddur og gluggarnir komnir í, nema framrúðan, sem ég á enn eftir að festa endanlega. Framrúðan er gerð úr sams konar plasti og hliðargluggarnir og hana þarf að skrúfa í hægt og rólega, skrúfu fyrir skrúfu og hita ýmsa hluta hennar varlega með hitablásara á meðan.

Mynd

Á hitt módelið á ég aftur á móti að setja mótor og vegna þess að pústið þarf að fara inn í skrokkinn ætla ég að bíða með a klæða hann þar til það er komið. En mótorinn er hrikalegt monster: DA 150, stærsti mótor sem ég hef haldið á með eigin hendi:

Mynd

Málin má finna á heimasíðu DA (http://www.desertaircraft.com):

Rúmtak: 150 cc
Afl: 16.5 hö
Þyngd: 3610 gr
Borun: 49 mm
Slag: 40 mm
Snúningshraði 1.000 til 6.500
Mesti snúningshraði: 8.500
Bensíneyðsla: 93,7 ml/min @ 6.000 RPM

Til að fitta þennan mótor í verð ég að gera ýmsar breytingar á módelinu og þær fyrstu er að búa til kassa til að fá spaðaskífuna eins framarlega og sýnt er á teikningunni. þessi kassi verður einnig að hafa þriggja gráðu hliðartog sem verður að vera. Ég byrjaði þess vegna á því að teikna upp kassann eins og ég taldi að hann þyrfti að vera. Ef ég frumsmíða eitthvað eins og þetta, þá verð ég að búa til vinnuteikningar fyrst svo ég viti hvað ég er að gera. Síðan efnaði ég niður í kassann úr 6mm flugvélakrossviði:

Mynd

Eldveggurinn er 12 mm, gerður úr tveim 6mm bútum sem ég límdi saman. Hliðarnar eru 6 sm og 6,5 sm háar og gefa þannig u.þ.b þrjár gráður í hliðartog. Til að auka límingarsvæðið bjó ég til umgjörð utanum kassann og sagaði út tvo álvinkla úr sparklista til að halda enn frekar við hann:

Mynd

Þar sem ég vil alls ekki að mótorinn losni framanaf ákvð ég að setja nokkrar 3X20mm viðarskrúfur í hliðarnar inn í eldvegginn:

Mynd

Hér er röð af skrúfum komin á kassann. Ég mun líkast til einnig setja glerfíber og epoxý á kassann til að styrkja hann enn frekar:

Mynd

Hér situr mótorinn ofan á kassanum og servóið fyrir inngjöfina er komið á sinn stað rétt fyrir aftan blöndunginn.

Mynd
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Árni H
Póstar: 1593
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Bellanca Decathlon "XXL"

Póstur eftir Árni H »

Áberandi mikill hliðarÞröstur þarna...
Passamynd
Gaui
Póstar: 3771
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Bellanca Decathlon "XXL"

Póstur eftir Gaui »

Nú var komið að því að setja mótorkassann framan á módelið. Ég byrjaði á rammanum:

Mynd

Þessi bláa klessa í miðjum rammanum er tappinn á bensíntankinum. Þetta er 1,5 lítra tankur frá Tony Clark í Þýskalandi, risastór með allan þann besta fittings sem hugsast getur. Þegar tappinn gengur svona inn í mótorhúsið, þá hverfur tankurinn eins og hann leggur sig undir mælaborðið.

Hérna er mótorkassinn kominn á og mótorinn kominn á sinn stað:

Mynd

Þegar ég nú renndi vélarhlífinni á, þá kom óþægilega í ljós að mótorinn myndi standa verulega út úr henni á ýmsum stöðum, en nuddast upp að henni á öðrum. Ég notaði því tækifærið þegar Þröstur var hvergi nálægt og braut helling af kæliuggunum á mótornum til að hann væri frír við hlífina. Þannig slapp ég við að hafa gapandi holsár á henni:

Mynd

Með í kittinu fylgja fimm plastvinklar til að festa vélarhlífina á. Ég límdi þá við eldvegginn með Hysol og, til að vera alveg öruggur, setti tvær skrúfur í hvern:

Mynd

Nú renndi ég vélarhlífinni á og með því að nota pappírsstrimla til að sýna mér hvar vinklarnir voru, boraði með litlum bor í gegnum hlífina og vinklana. Síðan átti ég að bora með 3,5mm bor í vinklana og snitta með M4 snitttappa fyrir plastboltana sem fylgja. Það var ekki fyrr en ég reyndi að snitta götin að ég tók eftir að ég hafði borað með 4mm bor í stað 3,5mm.

Til að laga þetta tók ég fimm gaddarær og klippti gaddana af þeim með járnklippum:

Mynd

Þessar rær límdi ég síðan við vinklana með smá balsa til að halda þeim í réttri afstöðu. Ég held að þetta sé miklu betri og varanlegri lausn. :D

Mynd

Nú kom vandamálið að fela kertahetturnar, sem standa heila þingmannaleið út úr hliðinni á vélahlífinni. Þröstur kom í heimsókn og við ræddum möguleikann á að búa til form úr frauðplasti og síðan leggja glefíber yfir það til að búa til bólu sem við gætum síðan límt á hlífina. Þá kom Þröstur auga á ónýta bensíndælu sem ég var ekki búinn að henda endanlega og datt í hug að hugsanlega væri hægt að nota helminginn af henni sem bólu. Þegar við skrúfuðum hana í sundur kom í ljós að hún passaði nákvæmlega á. Þröstur hélt jafnvel að hann ætti eins dælu sem væri hætt að vera til gagns, svo við gætum haft eins bólur báðum megin.

Hérna er gatið sem þarf fyrir kertahettuna vinstra megin og bakið af bensíndælunni:

Mynd

og hér er verið að Hysola bóluna á vélarhlífina. Flott lausn.

Mynd
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3771
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Bellanca Decathlon "XXL"

Póstur eftir Gaui »

Þröstur er þegar farinn að fara með hluta módelanna í burtu til að byrja sprautunina, þannig að það er farið að aukast pláss í skúrnum mínum. Ég geri líka ráð fyrir að ljúka mínu verki á skrokkunum innan skamms.

Þessa vikuna setti ég púströrin í módelið með mótorinn. Þetta eru tvær RISASTÓRAR dollursem taka megnið af plássinu inni í skrokknum. Hér er önnur dollan ásamt festingu sem Þröstur bjó til. Þetta er 30 sm reglustika sem sést þarna neðst:


Mynd

Hér er ég búinn að setja festingarnar innan í skrokkinn og útbúa plötu sem ég límdi í botninn. Það eru 8 göt á henni og ég opna þetta út til að lofta vel um púst-dollurnar:

Mynd

Hér eru dollurnar komnar í skrokkinn. Það er ekki mikið pláss eftir!

Mynd

Útblástursrörin koma niður úr skrokknum rétt fyrir aftan vélarhlífina:

Mynd

Hér er ég búinn að skera Solartexið úr loftgötunum. Ég notaði raunar lóðbolta, því hann festir Solartexið niður um leið og hann bræðir það í burtu.

Mynd

Þá er komið að hjólaskálunum. Til að þær sitji kyrrar ákvað ég að setja M3 bolta í þær rétt fyrir ofan öxulinn. Það heldur þeim kyrrum (vona ég).

Mynd

Innan í skálarnar límdi ég krossviðarbút með Hysol og festi síðan M3 gaddaró fyrir boltann. Ég hefði getað notað boddýskrúfu, en mér finnst þetta snyrtilegra:

Mynd

Módelið lítur meira og meira út eins og Decathlon eftir því sem á líður (mér finnst samt þessar hjólaskálar ekkert flottar – eða þannig):

Mynd

Ég setti smá glerfíber á mótorkassann til að styrkja hann og notaði um leið tækifærið til að mála allt vélarrýmið svart og verja það gegn olíu með þykku lagi af epoxý kvoðu:

Mynd

Það síðasta sem ég gerði í dag var að festa DA Fuel Dot áfyllingarstútinn á hliðina á módelinu:

Mynd

Þetta er sérlega einfalt, en gríðarlega flott BLING sem er þess virði að skoða: http://www.desertaircraft.com/page.php?Page=FuelDot.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
HjorturG
Póstar: 188
Skráður: 15. Apr. 2005 17:01:03

Re: Bellanca Decathlon "XXL"

Póstur eftir HjorturG »

[quote]Ég setti smá glerfíber á mótorkassann til að styrkja hann og notaði um leið tækifærið til að mála allt vélarrýmið svart og verja það gegn olíu með þykku lagi af epoxý kvoðu:[/quote]
Úfff... Gaui. Ég hélt augnablik að þú værir alveg búinn að missa þig og maka Tectyl á þetta :P


Hvernig er það? blandaðirðu lit í epoið eða ?
Passamynd
Gaui
Póstar: 3771
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Bellanca Decathlon "XXL"

Póstur eftir Gaui »

Hæ Hjörtur

Já, þetta lítur út eins og Tectyl eða blaut tjara !

Ég byrjaði á því að sprauta svartri málningu á allt og penslaði síðan með poxinu. Þess vegna er þetta svona skemmtilega svart.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Messarinn
Póstar: 936
Skráður: 1. Apr. 2005 12:44:30

Re: Bellanca Decathlon "XXL"

Póstur eftir Messarinn »

[quote=Gaui]Hæ Hjörtur

Já, þetta lítur út eins og Tectyl eða blaut tjara !

Ég byrjaði á því að sprauta svartri málningu á allt og penslaði síðan með poxinu. Þess vegna er þetta svona skemmtilega svart.[/quote]
Þetta er bara helv... flott hjá þér Gauji
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar

A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
Passamynd
Árni H
Póstar: 1593
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Bellanca Decathlon "XXL"

Póstur eftir Árni H »

Haaaard maaaan!
Svara