Katana 30 ep -SebArt

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Katana 30 ep -SebArt

Póstur eftir Þórir T »

Ég notaði tækifærið um helgina og skutlaði saman einni Katana rafmagnsvél, ég var á báðum áttum hvort einhvað tæki því að fara að gera smíðaþráð um þetta, en ákvað að sýna lit og setja einhvað smá inn...

Mynd
Kassinn opnaður, leit ágætlega út, nema að enginn var leiðarvísirinn, fann hann samt á netinu, en hefði mátt vera
aðeins ítarlegri.

Mynd
Vængir að verða tilbúnir, servoin komin á sinn stað og búið að líma stýrin.

Mynd
Katana einkennið komið á, þeas vænguggarnir. Bara eftir að strauja klæðninguna yfir samskeitin.

Mynd
Báðir uggarnir komnir á sinn stað.

Mynd
Skrokkurinn er næstur, ákvað að taka ekki plastið af framendanum fyrr en búið væri að vinna afturí, til að
forðast rispur og minnka hættu á að skemma dúkinn.

Mynd
Hæðarstýrið undurbúið.

Mynd
Komið á sinn stað.

Mynd
Næst var föndrað við rudder.

Mynd
Allt að verða klárt.

Mynd
Næst var vélarsalurinn undirbúinn.

Mynd
Og vélin komin á sinn stað, en í þetta hlutverk er notaður Hacker rafmagnsmótor, brushless að sjálfsögðu.

Mynd
Og svo gleymdi ég að mynda en amk hér er hún klár.

Mynd

Mynd

Mynd
Ég málaði proppinn í stíl, en til að verkinu sé alveg lokið, þá vantar mig 2 tengi sem tengja speed kontrólið við
rafhlöðuna.

Takk í bili

mbk

Tóti T
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Katana 30 ep -SebArt

Póstur eftir Þórir T »

Sverrir, afhverju miðja ekki myndirnar sig í öllum tölvum??
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Katana 30 ep -SebArt

Póstur eftir Sverrir »

Lítur vel út, við verðum að hafa Katana flugkomu við tækifæri :)

Þeim er raðað frá vinstri brún svo þær miðjast bara ef þær eru nógu stórar til að spana yfir skjáinn.
Icelandic Volcano Yeti
Svara