
Kassinn opnaður, leit ágætlega út, nema að enginn var leiðarvísirinn, fann hann samt á netinu, en hefði mátt vera
aðeins ítarlegri.

Vængir að verða tilbúnir, servoin komin á sinn stað og búið að líma stýrin.

Katana einkennið komið á, þeas vænguggarnir. Bara eftir að strauja klæðninguna yfir samskeitin.

Báðir uggarnir komnir á sinn stað.

Skrokkurinn er næstur, ákvað að taka ekki plastið af framendanum fyrr en búið væri að vinna afturí, til að
forðast rispur og minnka hættu á að skemma dúkinn.

Hæðarstýrið undurbúið.

Komið á sinn stað.

Næst var föndrað við rudder.

Allt að verða klárt.

Næst var vélarsalurinn undirbúinn.

Og vélin komin á sinn stað, en í þetta hlutverk er notaður Hacker rafmagnsmótor, brushless að sjálfsögðu.

Og svo gleymdi ég að mynda en amk hér er hún klár.



Ég málaði proppinn í stíl, en til að verkinu sé alveg lokið, þá vantar mig 2 tengi sem tengja speed kontrólið við
rafhlöðuna.
Takk í bili
mbk
Tóti T