Síða 2 af 6
Re: Nokkrar myndir af 28% Katana frá Krill
Póstað: 15. Apr. 2008 11:32:41
eftir Sverrir
Ég er farinn til Kanada að ná í
vélina hans Tom sem var að koma úr sprautun. Hann tekur örugglega ekki eftir því þó ég víxli þeim... :rolleyes:
Re: Nokkrar myndir af 28% Katana frá Krill
Póstað: 15. Apr. 2008 13:16:14
eftir einarak
ég mundi halda mig við upprunalega skímið, þetta spidergirl skím er full Eurovisionískt...
Re: Nokkrar myndir af 28% Katana frá Krill
Póstað: 25. Maí. 2008 22:02:34
eftir Sverrir
Þar sem
síðasta helgi fór öll í flug þá var ekkert annað að gera en bíta á jaxlinn og skella sér í smíðar um þessa helgi.
Hérna sést
Weatronic græjan góða. Helstu tölur; tveir 12 rása synthískir móttakarar, 4 spennujafnarar, 2 rafhlöðutengi, 20 útgangar fyrir servó, minniskortarauf, gýró, þyngd ca. 170 grömm. Svo er hægt að fá „stærri“ útgáfur með GPS, öðru gýrói, og 26 útgöngum fyrir servó. Hún ræður hvort heldur við JR eða Futaba PCM/PPM merki. Áhugasamir geta kynnt sér græjuna
nánar hér.
Weatronic græjan, kóktappi hafður með svo menn geri sér betur grein fyrir stærðinni.
Einhvers staðar á þessum slóðum verður hún uppsett.
USB tengið var sett undir falska gólfið.
Voila!
Rofinn er fjarlægður til að kveikja á græjunni, gaumljósið sýnir hvor rafhlöðupakkinn er í notkun.
Hér þarf að hafa rafhlöðupakkana til að ná vélinni í jafnvægi, hin er beint undir þessum.
Svona til gamans þá er hérna mynd sem sýnir hvað tæki og tól myndi þurfa til að fá álíka fjölhæft viðmót, ef menn vilja vera mjög nákvæmir þá má bæta einu multiboxi og gps móttakara við þessa mynd og þá förum við að nálgast Weatronic í virkni.
Re: Nokkrar myndir af 28% Katana frá Krill
Póstað: 25. Maí. 2008 22:20:43
eftir einarak
já... SÆÆLLLL!
Re: Nokkrar myndir af 28% Katana frá Krill
Póstað: 26. Maí. 2008 00:18:53
eftir kip
Er þetta orðið flóknara rafkerfi en í fullscale, endar með því
Re: Nokkrar myndir af 28% Katana frá Krill
Póstað: 26. Maí. 2008 09:30:41
eftir Steinar
Pottþétt flóknara... Rafkerfi í fullskala er ekki flókið.. amk engin USB tengi.
Re: Nokkrar myndir af 28% Katana frá Krill
Póstað: 26. Maí. 2008 10:24:48
eftir Sverrir
Ætli rafkerfið í þessari 4 sæta rellu toppi Weatronic ekki nokkrum sinnum en þeir fá samt ekki USB tengi
Enda er það vitað mál að eftir nokkur ár þá verður bara einn flugmaður og hundur í stjórnklefa farþegaflugvéla!
Flugmaðurinn verður þarna til að gefa hundinum að borða og hundurinn verður þarna til að bíta flugmanninn ef hann reynir að fikta í flugtölvunni
Annars ef menn vilja bíða fram í ágúst þá ætlar Weatronic að kynna 2.4GHz útgáfu og sendamódúla um það leyti.
Re: Nokkrar myndir af 28% Katana frá Krill
Póstað: 26. Maí. 2008 23:23:34
eftir Steinar
Ég var sko að hugsa um svona rellu, Weatronic toppar þessa amk.
Re: Nokkrar myndir af 28% Katana frá Krill
Póstað: 27. Maí. 2008 00:52:33
eftir Sverrir
Held að farsímar hjá mörgum í dag toppi þessa
Re: Nokkrar myndir af 28% Katana frá Krill
Póstað: 27. Maí. 2008 09:24:07
eftir kip
Þú ert ekki með farsíma í Katana frá Krill