Síða 2 af 4

Re: Giles 200

Póstað: 28. Maí. 2008 15:03:48
eftir lulli
Mynd

mótorinn er nú kominn í ,og sem fyrr sagði er hér kominn ZENOAH 26 bensín
tékkneska hönnuðinum má alveg hrósa , því mótorinn passaði án þess að gerðar væru miklar tilfæringar
en eins og myndin sýnir er rúmur 1cm í offset frá miðlínu.
gula slangan tengist í alveg forláta áfyllingarventil ,sem er á milli tanks og motors.

Re: Giles 200

Póstað: 28. Maí. 2008 15:53:00
eftir Sverrir
Settu áfyllingarventilinn á sér slöngu og hafðu heila slöngu úr tanki yfir í blöndung! Áfyllingarventlar eiga það til að draga loft og það viljum við ekki.

Annars er gaman að sjá hvað þér gengur vel með vélina :)

Re: Giles 200

Póstað: 28. Maí. 2008 16:37:07
eftir Þórir T
ég er ekkert smá ánægður með þig... gaman að fylgjast með þessu

Re: Giles 200

Póstað: 28. Maí. 2008 21:48:49
eftir lulli
[quote=Sverrir]Settu áfyllingarventilinn á sér slöngu og hafðu heila slöngu úr tanki yfir í blöndung......[/quote]
Takk Sverrir, góð ráð koma sér vel. ---->og í því sambandi..
Hvernig frágangur er talinn heppilegur á öndunarleiðsluna (endann) þarf filter?

Re: Giles 200

Póstað: 28. Maí. 2008 22:07:00
eftir lulli
[quote=Þórir T]ég er ekkert smá ánægður með þig... gaman að fylgjast með þessu[/quote]
Ætli ég verði ekki bara að koma á "Bakkann" ,sjá þig fljúga flottu systir hennar (G-202),
fara svo veikur heim og klára pakkann í hvelli. hihi:D

Re: Giles 200

Póstað: 28. Maí. 2008 23:22:58
eftir Sverrir
[quote=lulli]Takk Sverrir, góð ráð koma sér vel. ---->og í því sambandi..
Hvernig frágangur er talinn heppilegur á öndunarleiðsluna (endann) þarf filter?[/quote]
Hef bara haft þær opnar(loka þeim svo fyrir flutning og geymslu) en það sakar varla að setja smá síu á endann :)

Re: Giles 200

Póstað: 5. Jún. 2008 21:57:09
eftir lulli
Mynd

Bensín-tankurinn rataði á stað, sem fundinn var út með þeirri aðferð að skrolla í eldri
smíðaþráðum.
svo heppilega vill til að spor í hliðum tanksins skorða 2viðarplötur ,aukþess að hjálpa tanknum að hvíla í friði gat ég einnig boðið throttle servoið velkomið um borð :)

Re: Giles 200

Póstað: 22. Jún. 2008 20:42:04
eftir lulli
Mynd Mynd

Throttle servoið tengdist svo "fyrir horn" með þessum 2teinum ,aftari teinninn þarf aðeins
að þola létt tog-átak enda er hann grannur eftir því. -Fínstillt og prófað og motorinn telst nú gangfær.

Hæðar stýrið tengt. -mjög klassiskt, 2servo með stuttum teinum undir stélvænginn.
Reyndar verð að viðurkenna, að fallegra hefði verið að fella þau innfyrir skrokkinn
,en plúsinn er þó að auðvelt verður að komast að þeim síðar ef þarf.
Góðar stundir.
:)

Re: Giles 200

Póstað: 15. Júl. 2008 18:56:36
eftir lulli
Jæja!, þó að sumarið sé þessi líka "gúrkutíð" þeirra sem vinna við ferðaþjónustu,
(ég er túr-hesta-keyrari :) )
þá dugar ekki að láta Gilesinn sitja á hakanum. Og núna er kominn á hana rudder ,tengdur og
frágenginn í metalgear-servo. stélhjólið er þó enn ótengt, en ég sé 2 færar leiðir í þeim efnum (síðar)


Mynd

Re: Giles 200

Póstað: 15. Júl. 2008 19:02:10
eftir lulli
Eftir að hafa tengt innsogið manualstýrt og testkeyra mótorinn ,fanst mér kominn tími á að
dótið færi nú að líkjast flugvel í einhverri mynd og festi því cowlinguna og spinnerinn á trýnið.


Mynd