Giles 200

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
lulli
Póstar: 1292
Skráður: 1. Des. 2006 21:14:09

Re: Giles 200

Póstur eftir lulli »

Á dögunum festi ég kaup á Tékknesku smíða-kitti , úr smiðjum
Þóris á Selfossi. Vænghaf er1,85cm og áætluð þyngd ku vera um
5kg. Og upp gefin stærð mótors er 1,2 Ætlunin er samt að setja um borð, bensín mótor.

FIRST THINGS FIRST!!! LEIÐARVÍSIRINN!!!!!!!
vakti hjá mér skelfingu ---Allur á Tékknesku og bara ein mynd
Hún er af kassanum (mjög hjálplegt hehe.) Mynd

Svona kom settið upp úr kassanum skrokkurinn úr fiberglass,
og vængir ,balsaklætt frauð Mynd
Það fylgdi með einn ál stautur , ég boraði fyrir honum svo hann næði í ílímda tréstikkið en aftara sporið í vængnum er fyrir servo snúrurnar Mynd
Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Giles 200

Póstur eftir Sverrir »

Verður gaman að sjá þessa :)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Giles 200

Póstur eftir Þórir T »

Ánægður með kallinn!!! :D hlakka til að sjá þessa skríða saman hjá þér...


mbk
Tóti
lulli
Póstar: 1292
Skráður: 1. Des. 2006 21:14:09

Re: Giles 200

Póstur eftir lulli »

Í Vænginn hafa Tékkarnir stimplað 2x 15mm göt fyrir
væng-skrúfur -svar við því að minni hálfu var að bora 2 sívalninga
úr harðviði með 6mm , fella þá í og líma vel með epoxy. Mynd


og vængurinn kominn hér saman límdur,.... ekki aftur snúið héðan af með að hafa heilan samsettan væng ,en
tvískiftur / sundurtakanlegur mundi jú auðvelda
manni að lauma henni í skottið eftir að konan er sest inní bíl þegar farið er í ferðalög. :P
Mynd
Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja
Passamynd
Árni H
Póstar: 1593
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Giles 200

Póstur eftir Árni H »

Þetta er nokkuð flott kitt - það verður gaman að fylgjast með þessu hjá þér. Ég verð að viðurkenna að mig langaði dálítið í þetta kitt hjá Þóri
en í ljósi þess að síðasti Giles hjá mér fékk s.k. "Sjáðu, Diddi!" syndrómið (og fór í frumeindir) ákvað ég að sleppa því... :)
lulli
Póstar: 1292
Skráður: 1. Des. 2006 21:14:09

Re: Giles 200

Póstur eftir lulli »

Áður en filman var straujuð yfir gerði ég spor fyrir 5 plastlamir í hvorn vænghluta, og boraði
fyrir 2 pinnum í famanverðan vænginn (mitt í þessa 2 ígræddu viðarkubba) til að læsa honum við skrokkinn.
Ég veit ekki enn hvað ég nota fyrir pinna.. -en 10mm harðviðar tappar fyrir húsgögn, humm?
Jæja.. en lamirnar límdi ég með HINGE GLUE (max strenght)frá Tómo, en það var mælt með því í þetta ,þar
á bæ.
Hér er svo Vængurinn kominn klæddur í grunnlitina
Mynd
Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja
lulli
Póstar: 1292
Skráður: 1. Des. 2006 21:14:09

Re: Giles 200

Póstur eftir lulli »

Ég er hálfhræddur um að það verði þónokkuð um ágiskanir í þessari smíði ,
þar sem leiðarvísirinn er eitthvað sem getur talist "GOTT Á GRILLIÐ" eða þannig :cool:
Einnig tókst mér að finna 'kittið' á netinu -en viti menn .....allt á Tékkinu líka.
CG er samt þekktur ,150mm frá fr.vængbrún.
Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja
Passamynd
maggikri
Póstar: 5881
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Giles 200

Póstur eftir maggikri »

Algeng regla varðandi CG á væng er 1/3 frá frambrún(leading edge)vængs. Þetta er meðalreglan, en getur skeikað um nokkra milla til eða frá.
kv
MK
lulli
Póstar: 1292
Skráður: 1. Des. 2006 21:14:09

Re: Giles 200

Póstur eftir lulli »

Stélvængurinn fékk svo sömu meðferð ,og er nu kominn á sinn stað.
Rudderinn þarf ég svo að smíða alveg en einföld teikning fylgir með, sem aðeins gefur til kynna
heildarstærð/lögun.
Mynd
Mynd

Og loks hérna mynd af
Mynd

26 Zenoah-Komat'su SJÁLFUM ,en hann er nýlega kominn í hús
og bíður ertir að röðin kemur að sér ,(vantar bara bensínslöngur og klúnk í tankinn)
Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja
lulli
Póstar: 1292
Skráður: 1. Des. 2006 21:14:09

Re: Giles 200

Póstur eftir lulli »

Mynd

Til að sofna ekki í hálfu verki ,,,,,snaraði ég lendingarhjólum undir gripinn.
nokkuð verklegt 4mm ál-stell, sem skrúfast með löngum tréskrúfum í verulega massifa trékubba
sem þegar voru komnir í, innan við plastið.




Árni ...leitt með Gilesinn þinn!!! ,og eins var ég búinn að heyra af Giles-inum hanns Steinþórs í Hafnarfirði,
spurningin er......... Þarf ég kanski að kalla til prest, þegar þessari verður flogið? :/
Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja
Svara