Síða 2 af 2

Re: FW-190D

Póstað: 24. Sep. 2006 20:57:12
eftir Leifur
Já nýja útlitið á ZZZ er mjög flott, hitt var í raun bara pólering og lökkun og svo álbrons og lakk á vængina. Hann nafni þinn Sverrir lét mála hana svona í fyrra ef ég man rétt. Ef ég ætlaði að scala þá vél alveg, þá yrði hún að vera álíka vélarvana og ZZZ sem skartar 65 hesta rellu. og rangeið með 2 sem nálgast 90 kg er svona korter Svo er náttúrulega til Alon hér ARC ef ég man rétt. ég hef bara ekki skoðað hann neitt að gagni. gulur með tígur á. Ég myndi telja það slatta challenge að skera tígurinn út. en það yrði svona smá ferli í tölvunni með strreamliner og þess háttar dóti, og myndi svo fara í skurð hjá Einari í Áprentun. Ég er vel heima í filmunni, hef notað hana í allann skrattann, meðal annars til að koma rygaðri bíltík gegn um skoðun og líka notaði ég hana til að gera skabalón fyrir airbrush myndir fyrir utan það hefðbundna. Annars er ég kominn með smá filmutrmma eftir að hátta Flair Baronettu sem var hreinn bútasaumur. Ég keypti heilann klúðurpakka sem innihélt fullt af afar illa gerðum módelum og hluti af hinu og þessu tagi, og mikið af þeim. þannig að það er hægt að spila veiðimann með mér. aldrei að vita hvað finnst í safninu.
Ég ætla að leita að gólfinu í bílskúrnum mínum í næstu viku þegar ég fæ kannski smá frí frá kennslunni og laga til í aðstöðunni síðan er hægt að fara að gera eitthvað
Það sem liggur í skúrnum er:
Umrædd Baronetta, þarf að athuga grindina eftir að hún er strippuð
Stafford Aircoupe. Keypt hálfsmíðuð á EBAY og þarf að rífa slatta áður en hún er tilbúin til áframhaldandi vinnu
Top Flite DC3 með retracts frá Robart enn í kassanum
Óþekkt rafmagnsvél með Great planes límmiða
Óþekkt Cub módel með hrikalega undinn væng en nýjann mótor smiðurinn hafði ekki fyrir því að setja ailerona á hana ( kanski hægt að redda henni.
Canadian Tiger moth með canopy í kassanum nýkeypt á EBAY til að gera módel af einu vélinni sem pabbi átti um dagana TF KBB
og svo hellingur sem ég fékk úr ruslinu svo sem hálfklúðruð kit og gomma af hardware
Já og svo Sukhoi sem var keyptur og keyrður á girðingu með Saito 180 sem er á leið í lag en það er handleggur að laga vélina, því að firewallinn er kýldur aftur og verður erfiður, svo er Cowlingin í rusli og sennilega ekki fáaanleg þar sem þetta er oop frá Flair og ég held að þeir eigi ekkert í hana
en ég skal pósta öllu sem er þokkalega á leiðinni úr rústunum. Á eftir að sjúkdómsgreina megnið af þessu betur nema Aircoupinn hann verður fleygur í vetur
Kveðja
Og takk
Leifur

Re: FW-190D

Póstað: 24. Sep. 2006 23:14:26
eftir Þórir T
það er aldeilis! ppóstur númer 2!! svona á að koma inn, með stæl.... Velkominn..!

varðandi Sukhoi, er hún ættuð af suðurnesjunum?? með laskaðan mótor líka, þeas undirlyftur oþh...? gæti nebnilega kannast við gripinn...



mbk
Tóti