Síða 2 af 5

Re: Ripmax Nova 40 trainer

Póstað: 27. Júl. 2009 00:19:48
eftir Páll Ágúst
Jæja, núna byrjaði ég að setja saman og það gekk bara vel:

Ég byrjaði á að setja límband á kantinn svo epoxy-ið færi ekki á vænginn
Mynd

Báðu megin :)
Mynd

Síðan makaði pabbi líminu á sem að vísu þurfti að skafa af því það var orðið hart þegar við ætliðum að setja vængina saman :(
Mynd

Flott vinnuaðstaða :)
Mynd

Rúm
Mynd

Komin með hjólastell
Mynd

Setti vænginn á...en bara fyrir myndatöku :)
Mynd

Og þá byrjuðu vandræðin :( (ég myndi alveg þyggja góð ráð)
Mynd

ég var semsagt að líma stélið í og gleymdi mér aðeins og þegar ég ætlaði að fara að ýta þessu saman var límið orðið þurrt og of mikið bil :( eins og sést var ég aðeins búinn að reyna að laga til með skurðaðgerð :) Því spyr ég: hað er hægt að gera?, hvað get ég gert?, ef ekkert er hægt... er til nýtt stél á nova í tómó? eða þarf ég að smíða annað?

OS .46 LA mátaður á festingar
Mynd

Trillitækið komið með nefhjól og flass af myndavél að framan til að halda jafnvægi.
Mynd

Ætla að reyna að klára á morgun. Svo sjáumst við á Hamranesi á hiðvikudaginn, ég, þú og litla trillitækið :D

Re: Ripmax Nova 40 trainer

Póstað: 27. Júl. 2009 00:49:03
eftir Björn G Leifsson
[quote]...hað er hægt að gera?, hvað get ég gert?, ef ekkert er hægt... er til nýtt stél á nova í tómó? eða þarf ég að smíða annað?[/quote]
Þú þarft alls ekki að örvænta. Einfaldast er að útvega sér svokallaðar pinnalamir td frá Robart og setja þær í staðinn (við hliðina á mislukkuðu lömunum). Það er einfaldlega borað gat og lamirnar límdar í með epoxý, trélími, límkítti eða öðru hentugu. Einfaldast er að nota epoxý en það er mikilvægt að setja örlítinn dropa af saumavélarolíu í lömina sjálfa (nota tannstöngul til að setja olíuna á) áður en maður límir hana í svo límið fari ekki í hana og festi. Þarft ekki nema þrjár í hvert.

Ef þú finnur ekki svipaðar lamir í tómó þá láttu mig vita.

Þessar b-uðu sýrulímslamir eru ekki alveg góðar við mann ef maður fer vitlaust að. Maður verður að nota mjög þunnt sýrulím (sem rennur eins og vatn) og vera búinn að stilla allt af þegar maður dreypir því í bilið því þetta festist á augabragði. Það borgar sig alls ekki að nota þykkt sýrulím eins og sums staðar er lýst því það endar auðveldlega svona.
Lýsingin mín hérna er svo sem pinulítið flóknari en þarf að vera en lýsir góðri aðferð og öruggri.

Re: Ripmax Nova 40 trainer

Póstað: 27. Júl. 2009 09:43:36
eftir Páll Ágúst
Takk rosalega, eru lamirnar límdar ofaná stélið?

Re: Ripmax Nova 40 trainer

Póstað: 27. Júl. 2009 09:52:03
eftir Gaui
[quote=Páll Ágúst]Takk rosalega, eru lamirnar límdar ofaná stélið?[/quote]
Nei, þær eru límdar í endakantinn, fyrir miðju og síðan í mitt stýrið. Skoðaðu hér: http://www.robart.com/how_to/hinge_points.aspx

Re: Ripmax Nova 40 trainer

Póstað: 27. Júl. 2009 10:01:00
eftir Páll Ágúst
Kúl, vissi ekki að þetta væri svona teinn, er þetta til í mismunandi stærðum?

Re: Ripmax Nova 40 trainer

Póstað: 27. Júl. 2009 15:52:51
eftir Páll Ágúst
Búið að kaupa auka batterí og lamir :) að vísu ekki pinnalamir því stélið er svo þunnt, heldur venjulegar litlar ,þunnar. Þetta með stélið reddaðist og það er búið að líma það saman :) bara að setja servó inn í vænginn og tein í bensíngjöf og við erum RTF :D

Ein spurning: Hvort er mótorinn í botni þegar blöndungurinn er alveg opinn eða alveg lokaður?
Mynd

Re: Ripmax Nova 40 trainer

Póstað: 27. Júl. 2009 16:05:33
eftir Ólafur
Alveg opin er hann i botni.

Re: Ripmax Nova 40 trainer

Póstað: 27. Júl. 2009 16:08:28
eftir Páll Ágúst
Takk

Re: Ripmax Nova 40 trainer

Póstað: 27. Júl. 2009 18:58:22
eftir Páll Ágúst
Vængskrúfurnar týndar :( Fór í húsasmiðjuna og keypti skrúfur en þær pössuðu ekki :( Ef þið eigið svona skrúfur ( þetta voru plast skrúfur 4mm þykkt og 35mm á lengd(4x35)) sem þið megið sjá af endilega látið mig vita. bokaormur8 hjá gmail.com eða 846-9097

Kv. Páll

Re: Ripmax Nova 40 trainer

Póstað: 27. Júl. 2009 20:53:51
eftir Páll Ágúst
Málið leyst! skrúfgangurinn var fyrir 2mm skrúfu en ekki 4mm :D