Síða 2 af 3

Re: Þytur - Framkvæmdir á Hamranesi

Póstað: 5. Maí. 2011 20:06:48
eftir Eysteinn
Þeir hjá Hlaðbæ Coals hafa lokið við að valta yfir brautirnar okkar. Það voru ágætar aðstæður í dag að þeirra sögn hiti á malbiki var um 17°c. Brautirnar eru mun betri núna.

Voandi sjá sér sem flestir fært að mæta á Vöfflumótið á laugardaginn kemur ;)

Valtarinn góði.
Mynd

Braut 14 var mjög slæm, enn svona er hún núna.
Mynd

Nærmynd.
Mynd

Braut 18
Mynd

Braut 32.
Mynd

Braut 36.
Mynd

Mynd

Kveðja,

Re: Þytur - Framkvæmdir á Hamranesi

Póstað: 5. Maí. 2011 20:35:46
eftir Jónas J
Glæsilegt. Mynd

Re: Þytur - Framkvæmdir á Hamranesi

Póstað: 5. Maí. 2011 23:08:27
eftir Páll Ágúst
Mætti þarna á hjóli kl. tvö og þá var valtarinn farinn. Mjög fínt :)

Re: Þytur - Framkvæmdir á Hamranesi

Póstað: 5. Maí. 2011 23:21:19
eftir Haraldur
[quote=Páll Ágúst]Mætti þarna á hjóli kl. tvö og þá var valtarinn farinn. Mjög fínt :)[/quote]
Afhverju lokaðir þú ekki hliðinu þegar þú fórst?
Ég kom þarna um 18 og þá var hliðið galopið og engin á svæðinu.

Re: Þytur - Framkvæmdir á Hamranesi

Póstað: 6. Maí. 2011 10:02:09
eftir ErlingJ
ertu viss um að hann hafi skilið hliðið eftir opið ?
er ekki reglan að þeir sem opna eigi að loka á eftir sig......
kveðja
Elli sem opnaði ekki hliðið ;)

Re: Þytur - Framkvæmdir á Hamranesi

Póstað: 6. Maí. 2011 12:17:35
eftir Haraldur
[quote=ERLINGJ]ertu viss um að hann hafi skilið hliðið eftir opið ?
er ekki reglan að þeir sem opna eigi að loka á eftir sig......
kveðja
Elli sem opnaði ekki hliðið ;)[/quote]
Eysteinn opnaði hliðið fyrir valtaranum og það þarf lykil til að loka því aftur svo það er eðlilegt að valtarinn hafi skylið það eftir opið.

En annars er reglan sú að sá sem er SÍÐASTUR af svæðinu lokar hliðinu. Og ég held að þessi regla eigi við alla módelflugvelli á íslandi.

T.d. ef ég opna hliðið og fer heim og einhverjir eru en á svæðinu, þá fer ég ekki að loka hliðinu bara af því að ég opnaði það eða þá að ég kem aftur seinna um kvöldið til að loka því.

það er einnig mikil vörn í því að hafa hliðið lokað þegar einginn er á svæðinu til að varna ágang óviðkomandi.

Re: Þytur - Framkvæmdir á Hamranesi

Póstað: 6. Maí. 2011 14:52:49
eftir Páll Ágúst
Ég hef aldrei þurft lykil til að loka hliðinu :/
En þegar ég kom var bara búið að valta annan helming á hverri braut svo ég hélt að þeir ætluðu kanski að koma aftur því Eysteinn sagði að brautirnar yrðu lokaðar til kl. 17 en ég kom 14. Ætlaði þá ekki að loka á vinnumennina. :) Mér datt í hug að loka en vildi ekki loka að mennina ef þeir kæmu aftur því kl. var bara 14. Annars hefði ég lokað hliðinu ef kl. hefði verið orðin 16. eða 17. :)

Re: Þytur - Framkvæmdir á Hamranesi

Póstað: 6. Maí. 2011 15:16:21
eftir maggikri
Er þetta ekki bara málið. Fá valtara í þessum stærðarflokki á vorin til að valta brautir og grassvæði.
kv
MK

Re: Þytur - Framkvæmdir á Hamranesi

Póstað: 6. Maí. 2011 18:32:02
eftir lulli
[quote=Páll Ágúst]Ég hef aldrei þurft lykil til að loka hliðinu :/
En þegar ég kom var bara búið að valta annan helming á hverri braut svo ég hélt að þeir ætluðu kanski að koma aftur því Eysteinn sagði að brautirnar yrðu lokaðar til kl. 17 en ég kom 14. Ætlaði þá ekki að loka á vinnumennina. :) Mér datt í hug að loka en vildi ekki loka að mennina ef þeir kæmu aftur því kl. var bara 14. Annars hefði ég lokað hliðinu ef kl. hefði verið orðin 16. eða 17. :)[/quote]
Fullgild afsökun Palli minn... :)
Kv.Lúlli.

Re: Þytur - Framkvæmdir á Hamranesi

Póstað: 6. Maí. 2011 23:14:44
eftir Páll Ágúst
[quote=lulli][quote=Páll Ágúst]Ég hef aldrei þurft lykil til að loka hliðinu :/
En þegar ég kom var bara búið að valta annan helming á hverri braut svo ég hélt að þeir ætluðu kanski að koma aftur því Eysteinn sagði að brautirnar yrðu lokaðar til kl. 17 en ég kom 14. Ætlaði þá ekki að loka á vinnumennina. :) Mér datt í hug að loka en vildi ekki loka að mennina ef þeir kæmu aftur því kl. var bara 14. Annars hefði ég lokað hliðinu ef kl. hefði verið orðin 16. eða 17. :)[/quote]
Fullgild afsökun Palli minn... :)
Kv.Lúlli.[/quote]
Takk Lúlli :P