Síða 2 af 2
Re: Fw-190a úr frauði
Póstað: 15. Okt. 2009 22:16:39
eftir Ágúst Borgþórsson
[quote=Gabriel 21]Flott vél Gústi[/quote]
Takk Gabriel. Ert þú alveg dottinn í þyrlubisnes?
Re: Fw-190a úr frauði
Póstað: 15. Okt. 2009 23:13:53
eftir Ólafur
Sé á pöntunarlistanum hjá þér Gústi að ég hef gleymt öllum þessum samtenginum en sé samt að þú hefur pantað nógu mikið fyrir tvo
Re: Fw-190a úr frauði
Póstað: 16. Okt. 2009 12:21:31
eftir maggikri
Þetta er ansi flott vél hjá þér Gústi!. Þyngdin virðist vera í lagi.
kv
MK
Re: Fw-190a úr frauði
Póstað: 16. Okt. 2009 18:07:48
eftir Gabriel 21
[quote=Ágúst Borgþórsson][quote=Gabriel 21]Flott vél Gústi[/quote]
Takk Gabriel. Ert þú alveg dottinn í þyrlubisnes?[/quote]
Já en ég ætla samt að vera í flugvélunum líka. Svo væri líka gaman að smíða eina úr frauði
:P
Re: Fw-190a úr frauði
Póstað: 2. Nóv. 2009 22:55:26
eftir Ágúst Borgþórsson
Þá er Kínadótið komið og Fw tilbúinn í næsta inniflug
Re: Fw-190a úr frauði
Póstað: 5. Nóv. 2009 19:29:37
eftir Messarinn
Snillingur ertu Ágúst, mér líst vel á þennan Focke Wulf hjá þér og flottur skurðarbogi hjá þér
hér er mynd af mínum
hann getur skorið 1.5m minnir mig og þráðurinn er 0.8mm wolfram þráður.
þegar vírinn hitnar þá lengist hann helling svo að ég setti gorm á annan endan sem heldur honum strekktum. Til að stýra vírnum þá setti ég tvo kústskafts kubba upp á vírinn svo maður brenni sig ekki.
Re: Fw-190a úr frauði
Póstað: 4. Des. 2009 12:15:19
eftir Gunnarb
flott vél Gústi, er hún búin að fá vélbúnað? Er búið að testfljúga?
-G
Re: Fw-190a úr frauði
Póstað: 4. Des. 2009 17:14:09
eftir Ágúst Borgþórsson
Jájá hún er búin að fljúga og virkaði vel, ég krassaði henni að vísu en hún er klár til flugs eftir viðgerð.
Re: Fw-190a úr frauði
Póstað: 5. Des. 2009 20:26:32
eftir Slindal
Nokkrar spurningar með þessa flottu vél hjá þér. Er þetta þyngra frauðið frá Tempru?
Langar að vita hvernig þú gerðir búkinn. Notaðir þú bogann við það?
Svo eru smá fréttir af Depron. Fyrsta sending er komin. Pantaði frá Svíþjóð en plöturnar voru merktar Graupner. Ekki alveg eins sterkt efni og ég vonaði. Verð að finna EPP seinhvernstaðar.
Búin að setja eina Extru 300 saman úr þessu eftir teikningu frá RCPower. flígur eins og engill.
Re: Fw-190a úr frauði
Póstað: 6. Des. 2009 10:51:54
eftir Ágúst Borgþórsson
Þetta er hvíta og létta frauðið, ég keypti 15mm. plötu í Tempru og skar hliðarnar eftir útlínunum, botninn og toppinn eftir útlínum mínus þykktin á hliðunum. Setti líka einhver rif inní skrokkinn, en það var sennilega óþarfi. Svo pússaði ég þetta bara með grófum pappír. Ég skar þetta bara með dúkahníf. En í vængjum og stéli er þetta græna þétta og þyngra frá Tempru og skorið með boganum góða.