Hér er staðan í morgun: Búinn að klístra öllum balsanum utan á skrokkinn:
Bæ ðö vei, Dr.B sýndi límið sem hann notar í vídeóinu. Hér er það sem ég er með. Ég nota sams konar Titebond og hann plús ég notaði svokallað
SuperPhatic í kverkarnar. Þetta er svipað og Titebondið, nema miklu þynnra, svo að á tíu til fimmtán mínútum á meðan það er að stirðna, þá sígur það inn í samskeytin og viðinn í kringum þau. Virðist virka fínt. Það fylgir því líka stútur sem ég nota við að setja það á.
Í samtali við Dr.B sagði hann mér að hann ætlaði að hafa lúguna stór, svo ég hermdi það eftir og hér sést hún. Lúgan er um 18 sm löng.
Steve segir í leiðbeiningum að maður geti keypt lúgulæsingu, en þar sem engin slík búð er í nágrenninu, þá bjó ég hana til úr 2mm suðuteini og gormi úr Bic penna sem var kominn í verkfall. Tungan á lokinu er úrskurður úr vængrifi sem passaði svona flott þarna á.
Ef kíkt er inn í stjórnklefann, þá sést annars vegar að ég er búinn að setja í servó fyrir sleppikrókinn:
... og að ég setti smá styrkingu úr krossviði á balsann í "hurðinni". Ég ímyndaði mér að þetta væri veikur punktur og að svona styrking væri nauðsynleg. Nóg er til af afgöngum til að fitta smá stöng þarna í og líma hana fasta:
Dr.B talaði um að konan hans væri að reka hann út í góða veðrið. Af hverju ekki bara taka skrokkinn með og pússa hann úti. Þá losnar maður við rykið úr skúrnum:
Ég er líka búinn að setja sama stélfletina. Það tók um hálftíma í allt ! Lýg því ekki
Slöngubyssan sýnir hvað þetta eru stórir fletir.
Leiðbeiningarnar segja að maður eigi að setja servóboxið fyrir hliðarstýrið fyrir framan F10, en ég klístrað því fast upp við F9 til að það opnaðist ekki út í hliðarnar. Þetta er furðulegasta staðsetning á rödderservói sem ég hef séð, en það virðist virka:
Ég átti gamalt stélhjólasett af (minnir mig) CAP 10 sem krassaði og það passar akkúrat aftan á Fjósamanninn:
Og að lokum, þá sótti ég stóru dolluna með Red Devil sparsli og sullaði því á allt sem ég helt að væri misfella. Þetta er kannski ekki algerlega nauðsynlegt, en það er meira gaman ef klæðningin er nokkurn vegin slétt:
Nú þarf ég bara að finna út hvað mig vantar af efni í vænginn og panta það frá heitu löndunum.