Föstudagskvöld þýðir bara eitt hér í Patreksborg, skundað skal í smiðjuna og þyrlað upp balsaryki. Sem betur fer komst epoxyskipalestin heil heim í höfn á réttum tíma, og nú skulu skálmar standa niður úr höttum:
Smá hliðarskref, dútlaði aðeins í
vinnunni og smíðaði fót undir standinn fyrir
Kobba
Einnig fékk ég sendan Packard mótor smíðaðan með leyfi frá Rolls-Royce, svo þegar Widebody verður flughæf er kominn tími til að vekja upp gamlan
draug.
En, þar sem við eru orðnir vel birgir af epoxy, þá er ekkert annað í stöðunni en að ráðast á vængina. Byrjað var á að saga listana á frambrúninni gróflega til með bakkasög, málningarlímband sett yfir staði sem eiga ekki að pússast á þessu stigi og síðan hjólað í gripinn með grófum sandpappír.
Þegar sandpappírinn er farinn að grípa í límbandið er það fjarlægt og skipt yfir í fínni sandpappír og varlega pússað þar til allt flúttar vel saman.
Lítur vel út
Næst var að senda hefilinn af stað og takið eftir,
gróflega forma til listann á frambrúninni:
Sem betur fer mætti gamalreyndur hefilstjóri eftir að hafa lokið af húsbóndastörfum:
"Der fuhrer" undirbýr vænginn undir heflun og pússivinnu, eins og sjá má þá þarf að fjarlægja vænan slurk af efni:
Eftir að hafa heflað og pússað var komið að því að forma frambrúnina á vængnum, og var það gert með "skóburstaraaðferðinni"
Þarna notaði ég mjög fínan sandpappír (P600) og þurfti ekki mikinn tíma eða þolinmæði til að klára það dæmi.
Nýtt sjónarhorn á smiðsauga foringjans:
Og svo var pússað:
Það fer að koma að því að sameina vænghelmingana, og við vitum þar verður epoxy í aðalhlutverki. En yfir samskeytin fer trefjadúkur, einhver meðmæli um það vinnuferli?