Síða 2 af 4

Re: Widebody samvinnuverkefni

Póstað: 18. Mar. 2012 20:18:51
eftir Spitfire
[quote=Gaui]Ég reyndi að fá upplýsingar um þetta módel frá framleiðandanum í Argentínu (http://camodel.com.ar/shop/index.php) en leit á síðunni bar engan árangur. Hvar fenguð þiið þessi módel?

:cool:[/quote]

Það var herramaður, Sigurður að nafni sem auglýsti þessi kit til sölu hér á módelspjallinu.
Kem til með að prenta út leiðbeiningarnar sem þú fannst Gaui, margfalt betri en þær sem fylgdu vélunum.

Re: Widebody samvinnuverkefni

Póstað: 21. Mar. 2012 23:38:04
eftir Spitfire
Tókum létta smiðjurispu í kveld, Vaskur ráðgjafi og Kristján mættu galvaskir:

Mynd

Flugdagskráin að taka á sig mynd:

Mynd

Stjórnin að störfum (ritarinn er bakvið myndavélarlinsuna), eins og sjá má var ráðgjafinn duglegur við að hvetja okkur og hughreysta með vinalegu klappi á öxl:

Mynd

Á hvaða stað skyldi þessi spýta svo enda?

Mynd

Smiðjustjórinn föndrar við skrokkhliðar:

Mynd

Hva, ég er búinn að panta frá Towerhobbies!

Mynd

Tríóið að máta, snikka og púsla:

Mynd

Þetta dettur næstum því saman, þó eru sum götin fyrir flipana með bogadregnar hliðar, smá pússivinna og allir glaðir:

Mynd

Ráðgjafinn segir: "Elsku kallinn minn, fáðu nú dótið til að passa almennilega áður en þú límir!!!"

Mynd

Skrokkar tveir að raðast saman:

Mynd

Ekkert lím var brúkað í þetta sinn, fókusinn var á að fá allt til að falla vel saman og bögglast í gegnum næstu skref smíðinnar stórslysalaust:

Mynd

Kveðjum í bili, þar til næst:

Mynd

Re: Widebody samvinnuverkefni

Póstað: 22. Mar. 2012 07:15:47
eftir Gaui
Það hefur greinilega gleymst að setja Flugkomu FMFA 11. ágúst á blaðið!

:cool:

Re: Widebody samvinnuverkefni

Póstað: 22. Mar. 2012 10:58:26
eftir maggikri
[quote=Gaui]Það hefur greinilega gleymst að setja Flugkomu FMFA 11. ágúst á blaðið!

:cool:[/quote]

Og merkja rautt við afmælisflugkomu (20ára)FMS stórflugkomu á Arnarvelli 02 og 03 júní. Það má ekki missa af þessu. Þarna koma m.a erlendir módelflugmenn á heimsmælikvarða.

kv
MK

Re: Widebody samvinnuverkefni

Póstað: 22. Mar. 2012 19:14:07
eftir Spitfire
[quote=Gaui]Það hefur greinilega gleymst að setja Flugkomu FMFA 11. ágúst á blaðið!

:cool:[/quote]

Biðst innilega afsökunar en það á sér eðlilega skýringu, þegar ég hnoðaði saman skjalinu samkvæmt atburðasíðu Fréttavefsins, þá var flugkoman ykkar ekki komin inn, en úr því verður snarlega bætt og lítið mál að kippa í liðinn.
Annars þér að segja er ég mikið að hugsa um að taka nokkra frídaga kringum umrædda helgi, löngu orðið tímabært að endurnýja kynnin af Norðurlandinu ;)

[quote=maggikri]
Og merkja rautt við afmælisflugkomu (20ára)FMS stórflugkomu á Arnarvelli 02 og 03 júní. Það má ekki missa af þessu. Þarna koma m.a erlendir módelflugmenn á heimsmælikvarða.

kv
MK[/quote]

Reddum því, Maggi, lítið mál. Þar sem sjómannadagurinn er einu sinni á ári, en fólk og félög halda upp á tvítugsafmæli einu sinni á ævinni, þá kem ég til með slaufa sjómannadagshelginni og boða hér með formlega komu mína á Arnarvöll :)

Re: Widebody samvinnuverkefni

Póstað: 22. Mar. 2012 21:11:55
eftir maggikri
Glæsilegt Hrannar!
kv
MK

Re: Widebody samvinnuverkefni

Póstað: 24. Mar. 2012 16:58:58
eftir Spitfire
Föstudagskvöld þýðir bara eitt hér í Patreksborg, skundað skal í smiðjuna og þyrlað upp balsaryki. Sem betur fer komst epoxyskipalestin heil heim í höfn á réttum tíma, og nú skulu skálmar standa niður úr höttum:

Mynd

Smá hliðarskref, dútlaði aðeins í vinnunni og smíðaði fót undir standinn fyrir Kobba :D

Mynd

Einnig fékk ég sendan Packard mótor smíðaðan með leyfi frá Rolls-Royce, svo þegar Widebody verður flughæf er kominn tími til að vekja upp gamlan draug. ;)

Mynd

En, þar sem við eru orðnir vel birgir af epoxy, þá er ekkert annað í stöðunni en að ráðast á vængina. Byrjað var á að saga listana á frambrúninni gróflega til með bakkasög, málningarlímband sett yfir staði sem eiga ekki að pússast á þessu stigi og síðan hjólað í gripinn með grófum sandpappír.
Þegar sandpappírinn er farinn að grípa í límbandið er það fjarlægt og skipt yfir í fínni sandpappír og varlega pússað þar til allt flúttar vel saman.

Mynd

Lítur vel út :)

Mynd

Næst var að senda hefilinn af stað og takið eftir, gróflega forma til listann á frambrúninni:

Mynd

Sem betur fer mætti gamalreyndur hefilstjóri eftir að hafa lokið af húsbóndastörfum:

Mynd

"Der fuhrer" undirbýr vænginn undir heflun og pússivinnu, eins og sjá má þá þarf að fjarlægja vænan slurk af efni:

Mynd

Eftir að hafa heflað og pússað var komið að því að forma frambrúnina á vængnum, og var það gert með "skóburstaraaðferðinni"

Mynd

Þarna notaði ég mjög fínan sandpappír (P600) og þurfti ekki mikinn tíma eða þolinmæði til að klára það dæmi.

Nýtt sjónarhorn á smiðsauga foringjans:

Mynd

Og svo var pússað:

Mynd

Það fer að koma að því að sameina vænghelmingana, og við vitum þar verður epoxy í aðalhlutverki. En yfir samskeytin fer trefjadúkur, einhver meðmæli um það vinnuferli?

Re: Widebody samvinnuverkefni

Póstað: 24. Mar. 2012 18:57:12
eftir Gaui
Fyrsta ráð: ekki nota 5 mínútna epoxý ef þið viljið að límingin haldi. Ég nota svoleiðis bara þar sem límingin skiptir litlu sem engu máli (t.d. til að halda gaddaró á sínum stað). Lím sem harðna á svo skömmum tíma verða stökk og brotna auðveldlega.

Annað ráð: Glerfíber borða má setja á sinn stað með því að blanda saman vænan slurk af 30 mín. lími og þynna það örlítið -- ÖRLÍTIÐ -- út með rauðspritti. Þeir sem ekki hafa rauðspritt nota gjarnan hitabyssu til að láta límið flæða inn í fíberdúkinn og oní vængskinnið. EKKI nota tonnatak!

:cool:

Re: Widebody samvinnuverkefni

Póstað: 24. Mar. 2012 19:07:02
eftir Spitfire
[quote=Gaui]Fyrsta ráð: ekki nota 5 mínútna epoxý ef þið viljið að límingin haldi. Ég nota svoleiðis bara þar sem límingin skiptir litlu sem engu máli (t.d. til að halda gaddaró á sínum stað). Lím sem harðna á svo skömmum tíma verða stökk og brotna auðveldlega.

Annað ráð: Glerfíber borða má setja á sinn stað með því að blanda saman vænan slurk af 30 mín. lími og þynna það örlítið -- ÖRLÍTIÐ -- út með rauðspritti. Þeir sem ekki hafa rauðspritt nota gjarnan hitabyssu til að láta límið flæða inn í fíberdúkinn og oní vængskinnið. EKKI nota tonnatak!

:cool:[/quote]

Kærar þakkir fyrir þessi heilræði Gaui, sem reyndar minnir manninn með veskið á að það þarf að kaupa meira rauðspritt, brúsinn tæmdist einmitt þetta kvöld :D

Re: Widebody samvinnuverkefni

Póstað: 24. Mar. 2012 19:19:12
eftir Spitfire
Bæ ðö vei,
Það rifjuðust upp gamlar minningar frá minni fyrstu smíð; Sig Kadet og þar var sagt í handbókinni að nota CA lím á trefjadúkinn. Meira að segja þá var það fyrsta sem mér datt í hug var "kanar eru klikk" og notaði ég 30 mín. epoxy óblandað á dúkinn.

Mynd