Þakka norðanmönnum fyrir góða helgi. Gaman að fá að sjá þessar stóru vélar hjá Steve Holland. Manni fannst Yak-inn minn stór (47%) en hann virkaði bara eins og innivél við hliðina á þessum stóru vélum. Þótt það hafi verið vindasamt á laugardeginum þá flugum við mikið á sunnudeginum.
Gaui og Steve mæta á svæðið með vélar sínar. Mér hafði alltaf fundist vélin hans Gaua stór, en hún virkaði frekar lítil um helgina við hliðina á stóru vélunum.
Ásgrímur tók vídeó bæði á laugardeginum og sunnudeginum, en hefur verið í vandræðum með að færa þau inn í tölvu og klippa þau. Ég fékk að taka þau hjá honum og ætla að klippa saman nokkur vídeó sem ég set hingað inn og hér er það fyrsta, Steve Holland að fljúga Bronco: