Síða 2 af 4

Re: Hvað þarf að varast?

Póstað: 3. Okt. 2006 15:10:06
eftir Björn G Leifsson
[quote=kip]... golf er sóun á góðu landsvæði :)[/quote]
Amen... og fótbolti líka að mínu áliti.

Varðandi flugherma þá hérna nokkrir punktar:

Ef maður getur þá borgar sig ekki að halda aftur af sér og spara með því að fá sér ódýran eða ókeypis hermi (td FMS)

Góðu hermarnir (AFPD, G3, Reflex) þurfa reyndar góða tölvu með frekar öflugu skjákorti svo ef maður hefur aðgang að slíkri hvort eð er þá margborgar sig að fjárfesta í eðalgræjum. Fyrir því liggja fleiri ástæður:

* Flugeiginleikar og flugupplifun er margfalt betri (en í billegu forritunum), vélarnar haga sér ótrúlega eðlilega.
* Ef maður festist í sportinu þá hefur maður græju til að halda áfram að fínpússa stílinn ár eftir ár.
* sá peningur sem fer í þessa fjárfestingu er fljótur að fara í brotnum treinerum. Svo er alltaf hægt að fa´gott verð ef maður hættir
(þekkir einhver einhvern ekta balsafíkil sem hefur hætt í alvöru? Sumir taka hlé en...?)
* Veturnir eru langir og sumrin dyntótt. Það er ekki flugfært nema lítinn hluta ársins hér á svellinu og mikils virði að geta þjálfað í góðu apparati innivið.
* Hægt að undirbúa sig fyrir nýtt módel því flugeiginleikarnir eru oft mjög líkir orgínalinu.

og svo framvegis...


AFPD, sem Ágúst nefnir er mitt fyrsta val, þar á eftir kæmi Reflex og síst en alls ekki slæmt er Real Flight G3.
Svo er nýr hermir á markaðnum sem á að vera í toppklassanum ég man ekki í svipinn hvað hann heitir. Ég hef ennþá enga hugmynd um hversu góður eða slæmur hann er.
Einhver hér kynnst honum?

Re: Hvað þarf að varast?

Póstað: 3. Okt. 2006 15:30:56
eftir Sverrir
Annar hvor þessara?

FS One > http://frettavefur.net/frettir/432/
Reality Craft > http://frettavefur.net/frettir/392/

Re: Hvað þarf að varast?

Póstað: 3. Okt. 2006 16:09:06
eftir Björn G Leifsson
Nú það eru þá tveir :) verður intressant að fylgjast með hvernig þeir koma út.

Re: Hvað þarf að varast?

Póstað: 3. Okt. 2006 21:46:33
eftir Helgi Helgason
Hérna er einn sem, að mig minnir KIP benti á: http://www.phoenix-sim.com/pages/news.htm

Re: Hvað þarf að varast?

Póstað: 3. Okt. 2006 22:52:44
eftir kip
Þið segið það.., það er líklega best að dríbba sig og fá sér svona hermigræju, mig vantar fyrir Giles, Mustang og DC-3, vitiði um einhvern mjög góðann hermi sem er með þessar vélar. Ég er amk með nógu voðalegt skjákort í þetta. Fylgir usbpungur og leiðsla sem passar í fútúbíuna mína? Endilega póstið link á réttu græjuna handa mér hér...

Re: Hvað þarf að varast?

Póstað: 3. Okt. 2006 23:05:07
eftir Sverrir
Þá væri ekki verra að fá sér hermi sem hægt er að ná í flugvélar fyrir á netinu t.d. á www.rc-sim.de

[quote=Helgi Helgason]Hérna er einn sem, að mig minnir KIP benti á: http://www.phoenix-sim.com/pages/news.htm[/quote]
Phoenix menn ætluðu að vera á 3D Masters, spurning hvort þeir sem fóru héðan hafi séð þá og jafnvel prófað?

Re: Hvað þarf að varast?

Póstað: 3. Okt. 2006 23:16:54
eftir kip
Þrölli var á msn núna og ég keypti einhvern hermi sem hann mælti með. Nú fara hlutirnir að gerast! No more óvartsnaproll og "úbs hvernig snýr hún"

Re: Hvað þarf að varast?

Póstað: 3. Okt. 2006 23:19:08
eftir Björn G Leifsson
AFPD og Reflex XTR eru nú flestir sammála um að séu aðalgræjurnar. G3 er ekki slæmur en kemur á eftir hinum tveimur af ýmsum ástæðum, m.a. að það þarf að kaupa vélar sem viðbætur. Báða hina er hægt að fá ógrynni af vélum fyrir á netinu og eiginleikarnir viðurkennt eins góðir og það gerist.

Munurinn á þessum tveimur sem ég nefndi er aðallega að Reflex XTR er nokkuð meiri þyrluhermir og sjálfsagður fyrir þá sem eru í þannig pælingum. Hann er alls ekki ónýtur í Plankaflugi heldur. Planka(list)flugmenn eru yfirleitt sammála um að AFPD sé þeirra val.

Þessir nýju sem nefndir eru að ofan eru ennþá óskrifuð blöð að ég best veit.

Re: Hvað þarf að varast?

Póstað: 3. Okt. 2006 23:27:46
eftir kip
Ég man ekki stundinni lengur hvað þröstur seldi mér en ég fæ hann á næstu dögum

Re: Hvað þarf að varast?

Póstað: 4. Okt. 2006 01:08:42
eftir HjorturG
Þröstur hefur alltaf verið með réttu græjurnar ;)
Ég held hann selji mest Reflex sem er pottþétt vara.

(Björn G á logginu hans Hjartar á heimilistölvunni)