Í fyrri þræði hafði Björn G. Leifsson á orði að:
"Margir telja að maður eigi ekki að ráðleggja nýbyrjendum að læra upp á eigin spýtur á hermi því þá festist vitleysur í sessi. Auðvitað er eitthvað til í því en ég er nú þeirrar skoðunar, amk af eigin reynslu að það sé alveg ómetanlegt að vinna vel í herminum til að ná þessum helstu grundvallaratriðum. Svo er sennilega rétt að ráðleggja nýliðum að fá sér kennara sem getur fínpússað stílinn."
Mér leikur forvitni á að vita, sem byrjandi, hvað þarf helst að varast í þessum efnum? Getið þið bent á eitthvað sérstakt sem er hætta á að festist hjá grænjaxli?
Er annars eitthvert trix að tengja fjarstýringu í USB ef maður hefur réttu snúruna? Þarf að fjarlægja batterí úr fjarstýringu eða eitthvað þvíumlíkt?
Bestu kveðjur
Viðar
Hvað þarf að varast?
Re: Hvað þarf að varast?
Bara eitt, sem getur verið mjög alvarlegt er hvort sendirinn með herminum er stilltur á Mode 1 eða Mode 2, þ.e. hvort inngjöfin er á hægri eða vinstri pinna. Hér á Íslandi notum við allir (án undantekninga?) Mode 2. Þetta getur nýbyrjandi ekki vitað nema honum sé sagt það og hermirinn gerir það ekki.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: Hvað þarf að varast?
Þetta snýst kannski meira um stíl og öryggi en árangur.
Alveg eins og með til dæmis með svigskíði. Flestir geta af eigin rammleik lært að bogni endinn á að snúa niður brekku og hvernig maður getur þokkalega beygt til vinstri og hægri og stoppað,,,, svona svipað og ég á unga aldri,,, en ég fattaði eiginlega ekki fyrr en ég fór um þr´tugt(frekar óviljugur) í kennslu, hversu gríðarlegar framfarir í stíl og ánægju það voru að fá tilsögn. Nú fer ég á hverju ári í einn eða tvo skíðakennslutíma og bæti alltaf við mig.
Sama er með módelflugið, það þarf að tileinka sér talsverða kunáttu og tilfiningu til þess að geta komist frá "rykk og skrykk" stílnum yfir í glæsileg flugtök með mjúkum, trúverðugum hreyfingum, ballanseruðum beygjum og sleikilendingum.
Maður þarf að læra hvernig flygildi hagar sér við mismunandi aðstæður og (kannski enn mikilvægara) hvers vegna. Margt er hægt að lesa um en að fá leiðbeiningar frá vönum félögum er ómetanlegt.
Ég er sjálfur til dæmis rétt að ná almennilegum tökum á lendingunum finnst mér, og það kom eiginlega ekki fyrr en mér var bent á að ég væri stundum að gefa pínulítið eftir á "flair-inu" með, á stundum, leiðinlegum afleiðingum... í besta falli bognu hjólastelli.
Módelflug er meðal annars svona skemmtilegt því maður er alltaf að bæta við sig.
Auðvitað grundvallaratriði hjá Gauja. Svo má bæta við að það er óráðlegt að fara í loftið fyrstu skiptin án þess að fá einhvern með sér til að fara yfir vélina, athuga að stjórntækin séu rétt og hrósa manni og hvetja
Þröstur og Steinþór voru ómetanlegir þegar ég var að hökkta af stað. Flugmódelsportið er fullt af notalegum týpum sem sjálfir voru einvhern tíma í sömu sporum með treinerinn sinn, skjálfandi í fyrstu skiptin.
Nóg komið af fílósófíu,,, best að fara að vinna...
Alveg eins og með til dæmis með svigskíði. Flestir geta af eigin rammleik lært að bogni endinn á að snúa niður brekku og hvernig maður getur þokkalega beygt til vinstri og hægri og stoppað,,,, svona svipað og ég á unga aldri,,, en ég fattaði eiginlega ekki fyrr en ég fór um þr´tugt(frekar óviljugur) í kennslu, hversu gríðarlegar framfarir í stíl og ánægju það voru að fá tilsögn. Nú fer ég á hverju ári í einn eða tvo skíðakennslutíma og bæti alltaf við mig.
Sama er með módelflugið, það þarf að tileinka sér talsverða kunáttu og tilfiningu til þess að geta komist frá "rykk og skrykk" stílnum yfir í glæsileg flugtök með mjúkum, trúverðugum hreyfingum, ballanseruðum beygjum og sleikilendingum.
Maður þarf að læra hvernig flygildi hagar sér við mismunandi aðstæður og (kannski enn mikilvægara) hvers vegna. Margt er hægt að lesa um en að fá leiðbeiningar frá vönum félögum er ómetanlegt.
Ég er sjálfur til dæmis rétt að ná almennilegum tökum á lendingunum finnst mér, og það kom eiginlega ekki fyrr en mér var bent á að ég væri stundum að gefa pínulítið eftir á "flair-inu" með, á stundum, leiðinlegum afleiðingum... í besta falli bognu hjólastelli.
Módelflug er meðal annars svona skemmtilegt því maður er alltaf að bæta við sig.
Auðvitað grundvallaratriði hjá Gauja. Svo má bæta við að það er óráðlegt að fara í loftið fyrstu skiptin án þess að fá einhvern með sér til að fara yfir vélina, athuga að stjórntækin séu rétt og hrósa manni og hvetja

Nóg komið af fílósófíu,,, best að fara að vinna...
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken
Re: Hvað þarf að varast?
Viddi ég byrjaði í vor og er búinn að fljúga nokkuð mikið í sumar. Það hefði aldrei verið hægt nema afþví að góður maður eyddi miklum tíma í að hjálpa mér af stað, kenna mér að lenda og taka á loft. 1. Mitt ráð til þín er að finna einhvern góðann sem hefur reynslu af því að kenna mönnum og fá hann til að koma þér í loftið og vera til taks fyrstu flugin og lendingarnar. Ég veit ekki hversu mikið svona hermir þjálfar mann í lendingum því ég hef ekki prófað hermi, er fáðu með þér kennara á völlinn. 2. Ekki skilja væng eftir á jörðinni eða á borði, alltaf að geyma lausann væng í skottinu á bílnum, annnars fýkur hann allt í einu og rispast/skemmist. 3. Vendu þig á ýktar hægar hreifingar þegar þú losar glóðina af mótornum þegar hann er kominn í gang. 5. lestu allar fróðleikssíðurnar í skalasafninu á thytur.is, fróðleikssíðuna á moli.is/smastund, allan fróðleikinn á flugmodel.is, náttúrulega heilræðin á flugmodel.net. 6. mættu módellaus í nokkur skipti á staðinn þar sem þú munt flúga og fylgstu með hinum og náðu að kynnast þeim og óskrifuðu reglunum. Kv, kip
Kristinn Ingi Pétursson
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Re: Hvað þarf að varast?
[quote=Sverrir]Kip hvað varð um 4. punktinn
[/quote]
4. Fara í Rúmfó og kaupa stól.

4. Fara í Rúmfó og kaupa stól.
Re: Hvað þarf að varast?
Nákvæmlega Árni hehehehe, helst svona camoflash, það eru allir með bláa. Í nettó fást ódýrir galvaniseraðir hitabrúsar.
Annars þá veit ég ekkert um þetta, er algjör byrjandi en datt í hug að skilja eftir þessa punkta sem ég var að ganga í gegnum.
Annars þá veit ég ekkert um þetta, er algjör byrjandi en datt í hug að skilja eftir þessa punkta sem ég var að ganga í gegnum.
Kristinn Ingi Pétursson
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Re: Hvað þarf að varast?
Algjör byrjandi sem flýgur Giles leikandi og á DC-3 inn í geymslu 

Icelandic Volcano Yeti
Re: Hvað þarf að varast?
Ég er alveg sannfærður um ágæti flugherma.
Ég man vel eftir því þegar ég var að byrja ásamt syni mínum um 1985 með Robbe Cessna 182 með HP21 fjórgengismótor. Við fengum smá tilsögn og hjálp við flugtak og lendingar, oft frá hálfgerðum byrjendum, en stundum vönum mönnum. Það var mikið um að módelið laskaðist og oft þurfti að gera við. Það fór þó aldrei í þúsund mola.
Mér er vel minnisstætt hve aðflug lendingar voru erfiðar í byrjun. Þá víxlaðist hægri/vinstri. Eitt heilræði kennarans var að hugsa sér stýripinnann undir þeim væng sem hallaði niður til að rétta vélina af. Oft sá maður menn snúa bakinu hálfpartinn í módelið þannig að fjarstýringin snéri rétt miðað við flugstefnu. Það sést varla núna. Ég minnist þess líka hvernig maður brást oft rangt við óvæntum uppákomum. Það var talið sjálfsagt að fyrsta sumarið færi í að læra og líma.
Ég hef séð menn mæta stoltir út á flugvöll í fyrsta skipti með módelið sitt, fá smá hjálp við fyrsta flugið, en fljúga síðan furðu vel. Þetta væri ekki hægt án flughermis.
Nú á ég AFPD og nota hann stundum til að liðka fingurnar að vetri til. Hér eru smá umræður um flughermi.
Ég man vel eftir því þegar ég var að byrja ásamt syni mínum um 1985 með Robbe Cessna 182 með HP21 fjórgengismótor. Við fengum smá tilsögn og hjálp við flugtak og lendingar, oft frá hálfgerðum byrjendum, en stundum vönum mönnum. Það var mikið um að módelið laskaðist og oft þurfti að gera við. Það fór þó aldrei í þúsund mola.
Mér er vel minnisstætt hve aðflug lendingar voru erfiðar í byrjun. Þá víxlaðist hægri/vinstri. Eitt heilræði kennarans var að hugsa sér stýripinnann undir þeim væng sem hallaði niður til að rétta vélina af. Oft sá maður menn snúa bakinu hálfpartinn í módelið þannig að fjarstýringin snéri rétt miðað við flugstefnu. Það sést varla núna. Ég minnist þess líka hvernig maður brást oft rangt við óvæntum uppákomum. Það var talið sjálfsagt að fyrsta sumarið færi í að læra og líma.
Ég hef séð menn mæta stoltir út á flugvöll í fyrsta skipti með módelið sitt, fá smá hjálp við fyrsta flugið, en fljúga síðan furðu vel. Þetta væri ekki hægt án flughermis.
Nú á ég AFPD og nota hann stundum til að liðka fingurnar að vetri til. Hér eru smá umræður um flughermi.
Re: Hvað þarf að varast?
Ég vil reyndar bæta því við að allir í klúbbnum voru mjög hjálplegir, það er auðvelt að vera byrjandi í þessu þar sem allir eru svona hjálplegir og fórna dýrmætum tíma sínum á vellinum við að kenna og hjálpa. Það er eitthvað annað en td. golfið á Akureyri
Enda held ég að það sé best að breyta þessum golfvöllum í flugvelli sem fyrst, golf er sóun á góðu landsvæði 


Kristinn Ingi Pétursson
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252