Síða 2 af 8
Re: Í Slippnum
Póstað: 13. Des. 2012 10:33:19
eftir ErlingJ
"Þeir voru eitthvað að flippa þessum ?ótor, en hann fór ekki í gang. Hvers vegna?"
ætli það sé ekki betra að vera með rafmagn á kveikjunni
kv
Erling
Re: Í Slippnum
Póstað: 13. Des. 2012 11:08:13
eftir Gaui
Þarf ekki rafmagn á kveikjuna -- það er magneta!
Re: Í Slippnum
Póstað: 14. Des. 2012 20:55:17
eftir Messarinn
[quote=ErlingJ]"Þeir voru eitthvað að flippa þessum ?ótor, en hann fór ekki í gang. Hvers vegna?"
ætli það sé ekki betra að vera með rafmagn á kveikjunni
kv
Erling[/quote]
Hinsvegar ef við skoðum myndina betur þá sést að kertið er ekki í cylendrinum heldur hangir í kertahettuni og rafmagns leiðslan langa er ádrepara jarðtengingin
Klikkið á myndina/linkinn til að stækka
https://frettavefur.net/Forum/uploadpic ... 1158_0.jpg
Re: Í Slippnum
Póstað: 30. Des. 2012 15:35:04
eftir Árni H
Í slippnum eru menn smám saman búnir að koma sér vel fyrir með tæki og tól. Það kom sér vel þegar vandamál kom upp með propadapter, sem Philip Yong Gong Gong hafði smíðað kolvitlaust austur í kínaafrétti.
Snarskakkt borað og snittað hjá kínamanni:
Þá var leitað í smiðju Messarans og náð í álstöng. Af henni var sagað efni í nýja ró.
Sagarblaðið var orðið hálfbitlaust þannig að GummiogMummi náðu sér í kaffibolla og bók að lesa
Svo var byrjað að renna:
Gummi rennimeistari:
Ég þurfti því miður að fara áður en verkinu lauk - kannski Mummi eigi myndir af framhaldinu.
Kv,
Árni H
Re: Í Slippnum
Póstað: 30. Des. 2012 16:38:27
eftir Gaui
Hvernig væri að stilla á lit á myndavélinni, Árni?
Re: Í Slippnum
Póstað: 30. Des. 2012 17:18:27
eftir Gauinn
"Sjarmi" yfir þessu svona sv/hv.
Re: Í Slippnum
Póstað: 30. Des. 2012 18:17:17
eftir einarak
Þetta er krúttlegur rennibekkur! Hvar fæst svona djásn?
Re: Í Slippnum
Póstað: 30. Des. 2012 18:30:44
eftir Árni H
[quote=Gaui]Hvernig væri að stilla á lit á myndavélinni, Árni?
[/quote]
Ég verð bara svo retro á síðustu dögum ársins...
Re: Í Slippnum
Póstað: 31. Des. 2012 12:09:07
eftir Messarinn
[quote=einarak]Þetta er krúttlegur rennibekkur! Hvar fæst svona djásn?[/quote]
Þessi rennibekkur er amerískur og heitir Sherline. Þeir eru bæði framleiddir í mm og tommum
einnig er hægt að "upgrade-a" þessa rennibekki og fræsvélar í CNC vélar
Á heimasíðunni er netverslun með "shopping cart" og hægt að borga í gegnum PayPal
snilldar græja
http://www.sherline.com/
Gleðilegt nýtt ár
Re: Í Slippnum
Póstað: 31. Des. 2012 17:13:49
eftir jons
[quote=Árni H]Ég þurfti því miður að fara áður en verkinu lauk - kannski Mummi eigi myndir af framhaldinu.[/quote]
Hérna kemur næsti kaflinn í spinnerævintýri Mumma og Gumma.
Þegar maður á góða að þá eru ekki til vandamál, aðeins tækifæri.
Hér er spinnerinn fræstur í rétt þvermál.
Hérna er skrúfgangurinn snittaður í.
Byrjað er að skera spinnerinn í rétta lengd.
Síðan er gati smellt þvert í að framan.
Svo er byrjað að móta hálfkúlu framan á spinnerinn.
Auðvitað þurfti að massa hann upp - hér er augsýnilega maður sem er ekki sama um handverkið sitt, jafnvel þótt aðeins sé um lítinn spinner að ræða.
Og voila! P-47/Bixler spinnerinn kominn á sinn stað.
10/10! Lýtalaust!
kv Mummi