Laser Kit - Reynslutölur

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11681
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Laser Kit - Reynslutölur

Póstur eftir Sverrir »

Spurning hvernig vatnið færi með balsann?
Annars held ég að viðarkaupinn myndu hleypa þeim kostnaði upp og svo þarf auðvitað að koma teikningunni yfir á rafrænt form, raða svo niður á viðarplöturnar þeim hlutum sem á að skera út o.s.frv. þannig að það er talsverð vinna eftir frá því að teikningin kemur á rafrænt form. Svo til að toppa það þá eru ekki allar vélarnar að nota sömu sniðmátin til að láta mata sig með.

Það hlítur að fyrirfinnast svona vél hér á landi, nú er bara að fara og leita ;)

Ég veit alla veganna að næst þegar ég kaupi laserskorið kit, þá ætla ég að spara mér fyrirhöfnina og fá fullt kit ef það er hægt.
Bendi á þennan póst sem er með tengil á nokkra laserskera.

Fáum við annars ekki smíðaþráð frá þér þegar Súper Köbb smíðin hefst?
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Gaui
Póstar: 3853
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Laser Kit - Reynslutölur

Póstur eftir Gaui »

Hérna er eitt fyrirtæki í Englandi:

http://www.belairmodels.com/

Við hittum þennan gaur á Cosford og hann virtist vera ágætur. Mjög flott skorin kitt hjá honum.

Ég hef mikið heyrt af Laser Lizard (http://www.laserlizard.com/) og Vailly, sem hannaði FW190 sem ég smíðaði, mælir með þessum gaur: http://www.precisioncutkits.com/
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3853
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Laser Kit - Reynslutölur

Póstur eftir Gaui »

Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Offi
Póstar: 348
Skráður: 28. Nóv. 2006 22:23:21

Re: Laser Kit - Reynslutölur

Póstur eftir Offi »

Það er í svona tilvikum sem það er gott að vera hjarðdýr í svona félagsskap. Hópurinn verndar einstaklingana. Ég hugsa að það sé væntanlega best að skipta við þá sem teiknararnir eru í samskiptum við og mæla með á sinni síðu. Þeir hafa líklega teikningarnar á stafrænu formi og þannig verður skekkjan minnst.

Ég þakka því góð ráð. Ég tek frá einhverjum þessara "viðurkenndu" aðila. Þetta eru ekki þær upphæðirnar að maður eigi að spara þær þegar maður er kominn í þetta á annað borð.
The chance of survival is proportional to the angle of arrival.
Passamynd
Offi
Póstar: 348
Skráður: 28. Nóv. 2006 22:23:21

Re: Laser Kit - Reynslutölur

Póstur eftir Offi »

Var annars að fá meil frá Larry hjá www.precisioncutkits.com. Hann hafði þetta að segja:
[quote]Ofeiger
The kit (86") is $345.00 and shipping to Norway will be app $90.00 via United States air Parcel Post.[/quote]
Ég er engu bættari með það ef maðurinn sendir þetta allt til Norge!!! :cool:
En ég hugsa að ég hoppi á þetta boð hans ef mér tekst að sannfæra hann um að senda til Íslands í staðinn! :D
The chance of survival is proportional to the angle of arrival.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11681
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Laser Kit - Reynslutölur

Póstur eftir Sverrir »

Hann hefur sennilega heyrt um viðræður okkar við Norðmenn um varnir landsins og ályktað sem svo að þeir væru að fara að innlima okkar sem eitt af fylkjunum sínum :rolleyes:
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Offi
Póstar: 348
Skráður: 28. Nóv. 2006 22:23:21

Re: Laser Kit - Reynslutölur

Póstur eftir Offi »

Já... þetta yrði þá væntanlega liður í loftvörnum okkar! :D

Ég fékk raunar annan meil frá Larry... (þar hét ég Ofeigre) og hann segist myndu senda þetta til Íslands. Ég held bara að ég sé að ná lendingu í þessu máli bráðum. En þetta er lærdómsríkt og það er vel.

Nú bíð ég eftir bókinni sem ég pantaði mér um fuglinn minn fagra!
The chance of survival is proportional to the angle of arrival.
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Laser Kit - Reynslutölur

Póstur eftir Þórir T »

Var að renna í gegnum þennan þráð, nokkuð fróðleg lesning...

Uppá Krókhálsi ku vera til fyrirtæki sem heitir Geislatækni sjá http://www.laser.is
ég myndi spjalla við þá, hef heyrt að þar leynist meira að segja flugáhugamenn innandyra...


mbk
Mr T
Passamynd
Steinar
Póstar: 180
Skráður: 8. Jan. 2006 22:47:28

Re: Laser Kit - Reynslutölur

Póstur eftir Steinar »

Já þeir í Geisla eru frábærir mæli hiklaust með þeim.
Always remember you fly an airplane with your head, not your hands.
Passamynd
Offi
Póstar: 348
Skráður: 28. Nóv. 2006 22:23:21

Re: Laser Kit - Reynslutölur

Póstur eftir Offi »

Já, alveg spurning um að einhver fórni sér! Volunteers? Anyone? :lol:
The chance of survival is proportional to the angle of arrival.
Svara