Síða 2 af 3
Re: 30% Piper Cub, Wendell Hostetler, sem Guðjón Kjartansson smíðar
Póstað: 24. Feb. 2007 11:46:30
eftir Messarinn
[quote=Gaui K]Jæja búin að dúka vængi og eitthvað meira og myndir alveg á leiðinni.But, er að spá í að sprauta cowlingu með plastmálningu.Ég var búinn að sjá einhverstaðar þar sem menn voru að gera þetta voru það ekki þið Akureyringarnir?Hvernig tókst það er þetta bara ekki í lagi?það er allavega mun ódýrari aðferð ef þetta er hægt hverni blönduðuð þið málninguna?
kv,Gaui K.[/quote]
Sæll Gaui
þetta er vatns blandanleg málning og til að setja hana í sprautukönnu er gott að þynna hana aðeins meira enn súrmjólk og eins og skyrdrykk í airbrush sprautu,ef hægt er að nota þessa samlíkingu. Það er allveg nauðsynlegt að hella málingunni í gegnum síu í sprauturnar.
Dollan kostar svona 800 kall hérna í litalandi sem dugir vel á nokkrar flugvélar
ég verslaði á netinu bók með lita spjöldum í sem ég læt svo blanda rétta litinn eftir.
Kv Gummi
Re: 30% Piper Cub, Wendell Hostetler, sem Guðjón Kjartansson smíðar
Póstað: 24. Feb. 2007 13:38:13
eftir Gaui K
Ef við hér í sjálfum mjólkurbænum Selfossi skiljum ekki svona samlíkingu þá gerir það enginn
en settuð þið ekki glært yfir á eftir?
Re: 30% Piper Cub, Wendell Hostetler, sem Guðjón Kjartansson smíðar
Póstað: 24. Feb. 2007 15:06:44
eftir Messarinn
já auðvitað he he
nei þetta voru warbird-ar og þeir eru mattir en það er auðvitað hægt að setja glæru yfir til að fá gljáan,jafnvel bílalakks glæru til að gera það glowfuel proof .
Venjulegt benzín hefur engin áhrif á akríllakkið og ég hreinsa meira að segja skrokkin á Superlowley-inum mínum með tusku vættri í benzíni.
Glowfuel beint úr brúsanum leysir lakkið lítiðlega upp enn ekki olíu sullið frá mótornum og enn síður eftir því sem lakkið eldist á módelinu.
Kv Gummi
Re: 30% Piper Cub, Wendell Hostetler, sem Guðjón Kjartansson smíðar
Póstað: 24. Feb. 2007 17:59:42
eftir Gaui K
OK. frábært!
þá er bara næsta mál að prufa þetta.Það verður zenoah mótor svo að það ætti ekki að vera hætta á að málningin skemmist.
takk fyrir.
GK.
Re: 30% Piper Cub, Wendell Hostetler, sem Guðjón Kjartansson smíðar
Póstað: 24. Feb. 2007 19:11:33
eftir Gaui
Fáðu bara málninguna í hæsta mögulega gljástigi. Gljáinn dettur eitthvað af þegar þú þynnir málninguna út, en það má þá setja glært yfir.
BTW nafni, málningin heitir Vitretex.
Re: 30% Piper Cub, Wendell Hostetler, sem Guðjón Kjartansson smíðar
Póstað: 24. Feb. 2007 19:12:45
eftir Gaui
Og mundu að sía málninguna. Plastmálning þornar fljótt og það myndast þurrar flygsur í henni sem stífla sprautuna strax. Ég keypti síurnar sem ég notaði í Byko og Húsó -- nóg bara medium.
Re: 30% Piper Cub, Wendell Hostetler, sem Guðjón Kjartansson smíðar
Póstað: 22. Apr. 2007 12:21:23
eftir Gaui K
Þetta er fyrsta vængrifið sem ég bjó til eins og sést þá er dagsetning á því hvenar byrjað var.
Re: 30% Piper Cub, Wendell Hostetler, sem Guðjón Kjartansson smíðar
Póstað: 22. Apr. 2007 12:24:00
eftir Gaui K
Var um daginn að prófa að bera við rudder og hæðarstýri þarf að lagfæra betur alt skakkt og snúið!
Re: 30% Piper Cub, Wendell Hostetler, sem Guðjón Kjartansson smíðar
Póstað: 22. Apr. 2007 12:29:18
eftir Gaui K
Jæja það er allt á fullu hér í smíðastofuni var þarna að móta inni í vélinn áður en gluggin væri festur í festi hann með örfínni rennu af límkítti og örsmáum nöglum
meira í kvöld...............kanski
kv,Gaui K
Re: 30% Piper Cub, Wendell Hostetler, sem Guðjón Kjartansson smíðar
Póstað: 22. Apr. 2007 15:53:05
eftir Gaui K
Meira fjör byrjað að dúka.