Síða 2 af 2

Re: Arnarvöllur - 9.febrúar 2007

Póstað: 10. Feb. 2007 17:39:39
eftir einarak
Flott teikning, ég ætla smíða þetta einhvernveginn svona, einsog þú gaui sýnir hérna að ofan, nema gera skíðið í heilu lagi,
beygja svo flipann inn og upp, engir boltar eða hnoð:


Mynd

Re: Arnarvöllur - 9.febrúar 2007

Póstað: 10. Feb. 2007 17:57:44
eftir Sverrir
Það væri ekki verra að vera með skauta undir nefskíðinu svo það grípi betur í beygjum.

Re: Arnarvöllur - 9.febrúar 2007

Póstað: 10. Feb. 2007 21:47:18
eftir Messarinn
[quote=einarak]ég ætlaði mér bara að smíða þau úr 3-4mm áli, eru einhverjara reglur um hvernig er best að hafa þau í laginu? kanski 3cm á breidd og 15cm á lengd?[/quote]
Sæll. Einar
ég ráðlegg þér að smíða skíðin ekki úr áli því þau renna ílla og snjór frís alltaf fastur á þeim
ég smíðaði einu sinni skíði úr áli og var alltaf í vandræðum með þau.
ef þú vilt endilega gera þau úr áli þá er kannski hægt að bræða vax á þau en málm skíði eru bara vesen.
Best er að gera þau úr tré eða plasti eins og Guðjón sýnir hér fyrir ofan
eða gera þau úr rafmagnsrennu lokum eins og Steinar, það er bara snilld.
GH

Re: Arnarvöllur - 9.febrúar 2007

Póstað: 12. Feb. 2007 22:08:56
eftir maggikri
Sæll Einar

Ég er búinn að smíða nokkur pör af skíðum og það var hobby hjá mér fyrir nokkrum árum að smíða og hanna skíði. Ég keypti líka skíði frá Dubro úr áli of voru þau bara nokkuð góð þangað til ég fékk mér plastskíðin frá þeim, þau eru hreint út frábær sjá linkinn á Towerhobbies þar sem þú getur keypt þetta fyrir lítinn pening og látið senda þér á tiltölulega skömmum tíma. Hérna eru slóðir á bleik skíði
http://www2.towerhobbies.com/cgi-bin/wt ... LXWL75&P=7
http://www2.towerhobbies.com/cgi-bin/wt ... LXWL76&P=7

og svo svört
http://www2.towerhobbies.com/cgi-bin/wt ... LXWH30&P=7
http://www2.towerhobbies.com/cgi-bin/wt ... LXWH31&P=7
Sjá bleik skíði
Mynd
Mynd

kv
MK

Re: Arnarvöllur - 9.febrúar 2007

Póstað: 12. Feb. 2007 23:56:38
eftir einarak
Flott þessi dubro skíði, takk fyrir það maggi, verst að ég var ekki búinn að fatta fyrir þrem vikum að mig vantaði skíði, þá hefði ég tekið þau með í pöntuninni frá towerhobbies sem ég var að fá heim fyrir viku...
En hvað ál skíðin varðar, er ekki bara lausn að klæða þau með sjálflímandi bókaplasti svo snjórinn festist ekki á þeim?

Annars ef ég held bara áfram að tala um að smíða skíði og kem engu í verk þá verður snjórinn hvort eð er farinn :D